Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar
Pósthúsið Kveður miðbæinn.
Pósthúsinu í Pósthússtræti verður
lokað í nóvember næstkomandi.
Starfsemin verður flutt í Bændahöll-
ina við Hagatorg. Sama gildir um
pósthúsið á Eiðistorgi.
Húsnæði pósthússins í Póst-
hússtræti er í eigu Reita fasteigna-
félags hf. en Reykjavíkurborg leigir
stærstan hluta hússins undir starf-
semi Hins hússins. Guðjón Auð-
unsson, forstjóri Reita, segir að
ákveðið verði í samvinnu við Reykja-
víkurborg hvert hlutverk hússins
verði í framtíðinni. Framhaldið sé
hins vegar óljóst og ekki víst hvað
muni koma í stað þeirrar starfsemi
sem þar er nú til húsa. Í svari Pósts-
ins við fyrirspurn RÚV í gær kom
fram að ástæður flutninganna séu
þær að núverandi húsnæði í miðborg-
inni henti ekki lengur starfseminni.
Gatan er kennd við pósthúsið sem
var opnað árið 1872, þar sem nú er
Hótel Borg, í Pósthússtræti 11. Síðar
var starfsemin flutt í núverandi hús-
næði pósthússins í Pósthússtræti. 150
ára sögu pósthúsa í götunni lýkur því
í nóvember næstkomandi, þegar
starfsemin verður flutt.
Pósthúsið
í miðbæn-
um flutt
Starfsemin verður
flutt í Bændahöllina
Mosfellsbær
Þingvallavegur
Vesturlandsvegur
Slysstaður
M O S F E L L S D A L U R
Kortagrunnur: openstreetmap.org
Þing
vellir
Re
ykj
aví
k
Áreksturinn varð á
Þingvallavegi móts
við afleggjarann
að Æsustöðum í
Mosfellsdal1
36
Slysstaðurinn í Mosfellsdal
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Jú, það er auðvitað frekar í þá
áttina, það er alveg ljóst,“ segir
Jónas Snæbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs og
starfandi forstjóri Vegagerð-
arinnar, aðspurður hvort það sé
ekki fullt tilefni til að flýta fyrir
áætlunum um endurbætur á Þing-
vallavegi í Mosfellsdal í kjölfar
banaslyss um helgina.
Er ekki í núverandi áætlun
Áætlanir um að koma upp
tveimur hringtorgum á Þingvalla-
vegi eru í auglýsingaferli, en ekki
er gert ráð fyrir framkvæmdinni á
samgönguáætlun sem gildir til
loka þessa árs. Ný samgönguáætl-
un fyrir árin 2019-2023 verður sett
upp í haust, segir Jónas í samtali
við Morgunblaðið.
Aðspurður hvort úrbætur á
Þingvallavegi í gegnum Mosfells-
dal verði ofarlega á lista nýrrar
samgönguáætlunar segir Jónas að
svo verði alveg örugglega. „En það
eru einfaldlega orðin ansi mörg
mál sem verða einnig ofarlega á
listanum,“ segir Jónas að auki um
vegamál.
Fulltrúar Vegagerðarinnar fund-
uðu eftir hádegi í gær, m.a. um
umferðaröryggi Þingvallavegar. Í
samtali við mbl.is eftir fundinn
segir Jónas að Vegagerðin muni á
næstunni banna framúrakstur á
varasömum vegkafla í Mosfellsdal
þar sem margir afleggjarar liggja
við þéttbýli í dalnum. Segir hann
þetta dæmi um úrbætur sem hægt
sé að ráðast í strax.
Tilefni til að flýta fyrir endurbótum
Vegagerðin hefur ákveðið að banna framúrakstur á vegkafla í Mosfellsdal
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Útsalan í fullum gangi
Útsöluverð
3.599
verð áður 11.995
stærðir 36-42
30-70%
afsláttur
Útsöluverð
2.399
verð áður 7.995
stærðir 36-41
Str. 36-56
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 3.900
Kr. 2.900
Kr. 2.000
Verð-
hrun
á
öllum
útsölubuxum
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Litir í skrúða biskupa, presta og
djákna eru táknrænir og geta meðal
annars vísað til atburða í kirkjusögu
viðkomandi landa.
Á mynd sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær af prósessíu við vígslu
Kristjáns Björnssonar, nýkjörins
vígslubiskups í Skálholti, og vakið hef-
ur mikla athygli, sáust biskupar frá
fjórum löndum auk Íslands, skrýddir
mismunandi litum biskupskápum og
þrír þeirra báru mítur á höfði.
Litir vísa til atriða í sögunni
„Á myndinni má sjá að biskuparnir
klæðast biskupskápum, sem notaðar
eru við hátíðleg tilefni sem þessi. Er-
lendu biskuparnir eru með mítur á
höfðinu en það hefur ekki verið hefð
fyrir því að biskupar á Íslandi noti
mítur, þótt þau séu til,“ segir Þorvald-
ur Víðisson biskupsritari.
„Prestarnir, eins og Heri Joensen,
sóknarprestur í Þórshöfn í Fær-
eyjum, sem sést þarna þriðji í röðinni,
klæðast svörtum hempum með pípu-
kraga,“ segir Þorvaldur.
Spurður um litina á kápunum svar-
ar Þorvaldur: „Engin algild regla er
um að biskup skuli íklæðast
ákveðnum litum, en litasamsetningar
og myndaval á biskupskápum geta til
dæmis vísað til atriða í kirkjusögu við-
komandi lands. Innocentíus páfi III.
setti á 13. öld reglur um liti til viðmið-
unar og hefur þeim verið fylgt innan
rómversku kirkjunnar síðan og innan
lúthersku kirkjunnar síðan á 20. öld.
Hvítur er litur fagnaðar og hreinleika
og þess vegna litur stórhátíða, en gul-
ur og gylltur eru einnig notaðir á
þessum dögum. Sem dæmi fer
fremstur Brian Mash, biskup hjá
anglíkönsku kirkjunni í Bandaríkj-
unum, klæddur í hvítt og gyllt. Fjólu-
blár er litur iðrunar og yfirbótar og
því notaður á föstunni og aðventu.
Grænn táknar von og vöxt og er litur
sunnudaga eftir þrettánda og sunnu-
daganna eftir þrenningarhátíð.“
Gylltur táknar fögnuð en fjólublár iðrun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Táknrænt Finnski biskupinn Teemu O. Laajasalo klæddist bláu en liturinn táknar himnaríki og sannleika. Við
hlið hans gengur Eva Nordung Byström, biskup í Härnösand-biskupsdæmi í Svíþjóð, klædd í gyllta kápu.
Táknrænir litir
á biskupskápum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur engar skýringar á auknum
akstri undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna. Þetta sagði Guðbrandur Sig-
urðsson, aðalvarðstjóri umferð-
ardeildar, í samtali við mbl.is í gær en
163 slík brot voru skráð hjá lögregl-
unni í júní. Er það metfjöldi í einum
mánuði síðan samræmdar mælingar
hófust árið 1999. Þetta kemur fram í
afbrotatölfræði sem var birt á vef lög-
reglunnar fyrir helgi. Mikil fjölgun
hefur átt sér stað í þessum brota-
flokki ef miðað er við meðalfjölda síð-
ustu sex og síðustu tólf mánuði. Þá
hefur brotum fjölgað um 53% það
sem af er ári samanborið við meðaltal
á sama tímabili síðustu þrjú ár.
Stóraukinn fíkni-
efnaakstur í júní
Þorkell Harðarson var staddur á markaði skammt frá afleggjaranum að
Æsustöðum þegar slysið varð. „Við heyrum ægileg bremsuhljóð og svo
svakalegan hvell við áreksturinn. Það stökkva allir strax til því það var al-
veg augljóst að eitthvað hræðilegt hafði gerst,“ segir Þorkell í samtali við
Morgunblaðið, spurður um upplifun sína af slysinu. Strax var hringt í Neyð-
arlínuna og segir Þorkell að svo heppilega vildi til að læknir var í bíl, sem
kom beint í kjölfarið, og gat hann veitt aðstoð. Stuttu seinna kom annar
læknir, sem býr í dalnum, á staðinn á meðan lögregla og sjúkrabílar voru á
leiðinni. Þorkell, sem lengi vel bjó í Mosfellsdal, gagnrýnir aðgerðaleysi í úr-
bótum á veginum, sem lengi hefur verið slysagildra, t.d. vegna hraðaksturs.
Ægileg bremsuhljóð og hvellur
FÓLK Í GRENND VIÐ AFLEGGJARANN STÖKK TIL HJÁLPAR