Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Þegar tölvunni AlphaGo tókst árið
2016 að bera sigurorð af Lee Se-dol í
hinum afar flókna borðleik gó, þótti
mörgum að þar hefði tekist að sýna
hvað snilligáfa mannskepnunnar gæti
skapað og hvers gervigreind gæti
verið megnug.
Einvígið fór svo sannarlega ekki
framhjá kínverskum embættis-
mönnum, enda í þeirra hópi nokkrir
af áköfustu iðkendum þessa 3.000 ára
gamla herkænskuleiks. En það að
gervigreindarteymi DeepMind hjá
Google hefði tekist að sigra 18-faldan
heimsmeistara í gó sáu þeir í öðru
ljósi. Fyrir þeim var afrekið til marks
um hversu berskjaldað Kína er á
tæknisviðinu. Sumir hafa lýst þessu
sem „Spútník-stund“ Kína.
Leiðandi í gervigreind 2030
Það verður seint hægt að segja það
um leiðtoga Kína að þeir hafi dregið
það að bregðast við þessari nýju
áskorun á sviði gervigreindar. Eins
og fjallað hefur verið um í greina-
flokki Financial Times hefur Kína
beint miklu fé í þróun gervigreindar
og er leiðandi í notkun tækninnar á
mörgum sviðum. Í vissum tilvikum,
eins og víðtækri notkun gervigreind-
ar til að greina andlit og raddir fólks,
er Kína fremst í heimi og þykir sum-
um að það stefni friðhelgi einkalífs
fólks í hættu.
Xi Jinping forseti Kína hefur lýst
því umbúðalaust yfir að landið ætli
sér að verða leiðandi afl í þróun gervi-
greindar ekki seinna en árið 2030.
Kínversku tæknirisarnir, svo sem
Tencent, Alibaba og Baidu sem allir
fléttast saman við hið opinbera á
ýmsa vegu, hafa líka fjárfest rausn-
arlega í gervigreind. Nokkur héröð í
Kína keppast um að verða miðstöðvar
fyrir tæknigeirann og í maí upplýsti
borgin Tianjin að þar yrði jafnvirði 16
milljarða dala varið í að styðja við
gervigreindariðnaðinn.
Ekki eins og vopnakapphlaup
Í fyrsta skiptið frá lokum kalda
stríðsins gætu Bandaríkin staðið
frammi fyrir alvöru samkeppni um
hver muni leiða tækniheiminn, og
enginn getur séð fyrir hverjar afleið-
ingarnar verða á hernaðarsviðinu.
Hugveitan Center for a New
American Security í Washington hef-
ur varað við því að í vændum kunni að
vera „nýsköpunarslagsíða “ þar sem
kínverski herinn mun geta notað
gervigreind til að standa betur að vígi
komi til átaka.
En það væri rangt að líta svo á að
ryskingar á milli þjóðanna á tækni-
sviðinu muni verða af sama toga og
vopna- og geimferðakapphlaup
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Ólíkt kjarnorkusprengjum og geim-
skutlum er gervigreind tækni sem
hægt er að nota á ýmsa vegu, og þá
fyrst og fremst í efnahagslegum til-
gangi.
Réttara væri að líta á gervigreind-
arkapphlaupið sem hluta af víðtækara
uppgjöri milli dreifstýrðs lýðræðis og
stafræns valdboðskerfis, líkt og út-
skýrt var í tímaritinu Foreign Affairs
fyrr í mánuðinum. „Rétt eins og sam-
keppni frjálslynds lýðræðis, faisma og
kommúnisma einkenndu stóran hluta
20. aldar, þá er útlit fyrir að baráttan
á milli frjálslynds lýðræðis og staf-
ræns einræðis muni einkenna 21. öld-
ina,“ skrifar Nicolas Wright.
Bandaríkin enn með forskotið
Ef við færum orð Carls von Clause-
witz inn í 21. öldina, þá er stríð fram-
lenging af hagstjórnun, stunduð með
öðrum leiðum. Kínverjarnir hafa ein-
sett sér að vinna þetta stríð og gervi-
greind er eitt mikilvægasta vopnið
sem þeir eiga.
Að svo stöddu virðast Bandaríkin
samt hafa töluvert forskot á sviði
gervigreindar. Jeffrey Ding, sem
stundar rannsóknir við Oxford-
háskóla og er höfundur nýrrar
skýrslu um gervigreindarstefnu kín-
verskra stjórnvalda, áætlar að sem
stendur sé geta Kína á þessu sviði
helmingi minni en geta Bandaríkj-
anna. Hann heldur því fram að
Bandaríkin hafi greinilegt forskot
hvað snertir hönnun vélbúnaðar,
algrímisrannsóknir og yfirfærslu
hugmynda yfir í vörur, þökk sé ein-
stöku vistkerfi Kísildals.
Eina mikilvæga sviðið þar sem
Kína er komið fram úr Bandaríkj-
unum er söfnun gagna, en algengt er
að einkafyrirtæki og opinberar stofn-
anir í Kína deili gögnum sín á milli.
Kínverskt ráðgjafarfyrirtæki áætlar
að árið 2030 muni Kína eiga um 30%
af öllum gögnum heims, en líta má á
stór gagnasöfn sem „helsta fram-
leiðsluefni“ margra gervigreindar-
forrita.
Háskólarnir í lykilhlutverki
Kannski er bilið stærst þegar kem-
ur að rannsóknum en þar skapast for-
skot Bandaríkjanna einkum vegna
þess að þar má finna marga fremstu
háskóla heims. Tölurnar segja ekki
alla söguna, en í Bandaríkjunum fást
um 78.000 manns við gervigreindar-
rannsóknir en 39.000 í Kína. Banda-
ríkin breiða líka út faðminn á móti
heiminum og laða til sín marga bestu
fræðimenn annarra landa, þó svo að
Donald Trump Bandaríkjaforseti
virðist vera að reyna að breyta því.
En ráðamenn í Peking hafa verið að
leggja mun meiri áherslu á að freista
kínverskra vísindamanna sem starfa
erlendis, „sæskjaldbakanna“ eins og
þeir eru kallaðir, til að snúa aftur
heim til Kína, og samtímis því að laða
að hæfileikafólk frá öðrum löndum.
Til lengri tíma litið gæti dreifstýrt
kerfi Bandaríkjanna átt auðveldara
með að þróa og nota gervigreindar-
tækni. En það er líka mögulegt að
Kína hafi lært betur af sögu Vestur-
landa en Bandaríkin. Fyrstu tölv-
urnar voru jú þróaðar fyrir herinn, að
ósk ríkisins. Bretarnir smíðuðu
Colossus-tölvuna í Bletchley Park til
að þýða dulmál óvinarins í seinni
heimsstyrjöldinni og bandaríska tölv-
an Eniac varð til í tengslum við þróun
fyrstu kjarnorkusprengjunnar.
Stundum getur það liðkað furðuvel
fyrir tækniframförum að beita
valdi.
Kína ætlar að verða leiðandi í gervigreind
Eftir John Thornhill
Forseti Kína hefur lýst því
yfir að landið ætli sér að
verða leiðandi í þróun
gervigreindar árið 2030 en
forskot Bandaríkjanna á
því sviði er þó enn mikið.
AFP
Þegar tölvunni AlphaGo frá Google tókst að bera sigurorð af Lee Se-dol, 18-földum heimsmeistara í hinum afar flókna borðleik gó, þóttu það tímamót.