Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018SJÓNARHÓLL
Íslenskur fjölmiðlamarkaður hefur breyst mikið í árannarás, meðal annars með mikilli fjölgun fjölmiðla. Inter-netið hefur umbylt fjölmiðlamarkaðnum, helsta breyt-
ingin er sú að skilin milli fjölmiðlunar og persónulegra
samskipta eru orðin óskýr. Netnotkun Íslendinga er sú
mesta í Evrópu og teljast nú 97% íbúa landsins til reglu-
legra netnotenda en meðaltal reglulegra netnotenda í
löndum Evrópusambandsins er 75%. Innreið samfélags-
miðlanna hefur einnig verið mjög hröð og nú er það svo að
nær öll þjóðin er á Facebook samkvæmt nýlegri mælingu
MMR. Þetta þýðir að fréttir berast nú með mun skjótari
hætti en áður.
Langt fram eftir síðustu öld voru flokksblöðin svo til
allsráðandi hér á landi.
Snemma varð leiðtogum fjór-
flokksins ljóst að pólitísk til-
vera væri undir því komin að
þeir ættu sér málsvara. Lykill-
inn að árangri var því að ráða
yfir dagblaði, tími flokksfjöl-
miðlunar á Íslandi var runninn
upp. Stjórnmálaflokkarnir
stjórnuðu umræðunni í blöð-
unum langt fram eftir öldinni,
en óhlutdræga umfjöllun var aðeins að finna í Ríkis-
útvarpinu sem var stofnað árið 1930.
Þó má segja að Ríkisútvarpið hafi einnig verið undir
pólitísku oki. Eftirlitið með því var mjög strangt og það
voru flokkarnir sem stóðu vaktina. Þetta gerði það að
verkum að fréttir af stjórnmálaátökum voru yfirleitt út-
þynntar og Útvarpið gat því ekki sinnt aðhaldshlutverki
sínu sem skyldi. Ríkisútvarpið var ekki háð einhverjum
einum stjórnmálaflokki heldur þeim öllum, eins og Guðjón
Friðriksson hefur bent á.
Stofnun Ríkissjónvarpsins árið 1966 markaði tímamót
þar sem það átti sinn þátt í að rjúfa einokun flokksfjöl-
miðlanna á skoðanamyndun almennings. Nú myndaðist
beint samband milli áhofenda og þeirra sem töluðu úr
sjónvarpssal. Fyrir tíma Sjónvarpsins var Morgunblaðið í
yfirburðarstöðu á íslenska fjölmiðlamarkaðnum.
Árið 1975 var Dagblaðið stofnað en yfirlýst stefna þess
var að vera hlutlaust blað óháð áhrifum stjórnmálaflokka.
Blaðið stofnaði Jónas Kristjánsson sem er nýlátinn en
hann er talinn einn af frumkvöðlum frjálsar fjölmiðlunar
hér á landi. Áhrifin létu ekki á sér standa þar sem aðrir
fjölmiðlar brugðust við með sjálfstæðari og beittari um-
fjöllun auk þess sem nýir fjölmiðar spruttu upp.
Einokun Ríkisútvarpsins á ljósvakamarkaði var rofin
árið 1985 en þá voru ný útvarpslög samþykkt sem leyfðu
einkarekstur. Árið 1986 var útvarpsstöðin Bylgjan og
sjónvarpsstöðin Stöð 2 stofnuð en tilkoma þessara miðla
markaði tímamót. Sjónvarpsstöðin SkjárEinn hóf svo út-
sendingar sínar 20. október 1999.
Fréttablaðið hóf göngu sína árið 2001 en það er fríblað
sem er fjármagnað með auglýsingum. Á tiltölulega
skömmum tíma vann blaðið sér sterkan sess á íslenskum
fjölmiðlamarkaði. Í kjölfarið var á
brattann að sækja fyrir áskriftarblöð.
Fréttablaðið er í dag mest lesna dag-
blað landsins.
Upp úr aldamótunum fóru net-
miðlar að láta meira að sér kveða og
þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði
undanfarin ár er á margan hátt þeim
tengd. Netmiðlar taka æ stærri skerf
af auglýsingakökunni og hefur það að
mestu leyti gerst á kostnað prent-
miðla. Á heimsvísu hefur einnig orðið sú þróun að fjar-
skiptafyrirtæki hafa í auknum mæli haslað sér völl á sjón-
varpsmarkaðnum en hér eru Síminn og Vodafone bæði í
sjónvarpsrekstri.
Fjölmiðlar hér á landi eru mjög margir, sé horft til
fólksfjölda. Lauslega áætlað eru hér um 50 dag- eða viku-
blöð og 30 tímarit. Hér starfa um 80 vefmiðlar, 20 sjón-
varpsstöðvar og 20 útvarpsstöðvar. Eftir innreið netsins
hafa erlend stórfyrirtæki sópað til sín auglýsingatekjum
og áskriftum sem áður runnu til íslensku miðlanna. Af
þessu er ljóst að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla er
erfitt og samkeppnin hörð.
Umræður um veru RÚV á fjölmiðlamarkaðnum og
hlutverk stofnunarinnar hafa gerst æ háværari á undan-
förnum árum. Kjarninn í þessari umræðu er að breytt fjöl-
miðlalandslag kalli á endurskilgreiningu á hlutverki og
brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði. Von er á tillögum
frá menntamálaráðherra í haust sem gætu haft verulegar
breytingar í för með sér fyrir íslenskan fjölmiðlamarkað.
MARKAÐSMÁL
Þorsteinn Þorsteinsson
rekstrarhagfræðingur (M.Sc.) og deildarstjóri
hjá Hagstofu Íslands
Þróun íslensks
fjölmiðlamarkaðar
”
Eftir innreið netsins hafa
erlend stórfyrirtæki sóp-
að til sín auglýsinga-
tekjum og áskriftum
sem áður runnu til ís-
lensku miðlanna.
ARNÞÓR
FORRITIÐ
Þegar öllu er á botnin hvolft þarf
samningagerð ekki að vera svo
flókin. Langflestir samningar fylgja
ákveðinni forskrift og þó svo að það
sé ágætt að hafa snjallan lögfræð-
ing til taks þá er líklega hægt að
útbúa allan þorra samninga með
því að fylla í tiltölulega einfalt
skema.
Og það er einmitt það sem vef-
síðan Outlaw (www.getoutlaw.com)
býður upp á.
Fólkið á bak við Outlaw lýsir
þjónustunni sem n.k. ritvinnslu-
forriti fyrir samningagerð. Með
rétta skemað til að fylla út á að
duga að svara nokkrum spurn-
ingum og láta Outlaw sjálfkrafa út-
búa skotheldan samning.
Í skýinu geta margir komið að
samningagerðinni í einu, og slípað
til orðalagið eins og þarf. Með Out-
law getur lögfræðisvið fyrirtækisins
líka haft yfirsýn yfir þá samninga
sem eru í notkun til að tryggja að
allir séu að fylgja nýjustu stöðlum
og nota rétt orðalag.
Að auki setur Outlaw efni samn-
ingsins fram á mannamáli, svo allir
þeir sem aðild eiga að samningnum
eigi auðveldara með að skilja rétt-
indi sín og skyldur.
Samningana má síðan undirrita
rafrænt og deila með öllum þeim
sem þurfa að hafa skjalið í hönd-
unum. ai@mbl.is
Láttu tölvuna sjá um
samningagerðina
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
ota, Hyundai, Nissan,
, og fleiri gerðir bíla
ER BÍLLINN ÞINN
ÖRUGGUR
Í UMFERÐINNI?
Varahlutir í...