Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 13

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 13SJÓNARHÓLL Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds BÓKIN Það styttist í að hægt verði að fljúga beint frá Íslandi til Indlands og ekki seinna vænna fyrir íslenskt atvinnulíf að fræðast um þetta fjölmenna og merkilega land. Enginn vafi er á að þar leynast dýrmæt viðskiptatækifæri, en það má líka stóla á að á Indlandi ganga hlutirnir ekki fyrir sig eins og Íslend- ingar eru vanir. James Crabtree þykir hafa tekist ágætlega til við að lýsa sérkennum ind- versks atvinnulífs í nýrri bók, The Billionaire Raj: A Journey Through India‘s New Gilded Age. Í bókinni fjallar Crabtree einkum um nafntogaða indverska milljarða- mæringa en um leið fær lesandinn innnsýn í spillingarheim þar sem atvinnulíf og stjórnmál dansa und- arlegan dans. Kannski er það spillingunni að kenna, eða einfaldlega einkenni efnahagsumbreytinga hjá fátækri þjóð, að þótt lífskjör hins almenna Indverja fari skánandi hefur hag- vöxturinn ekki dreifst jafnt um sam- félagið. Samkvæmt Forbes bjó 101 milljarðamæringur á Indlandi á síð- asta ári og margir þeirra eru auðmenn af þeirri sortinni sem lætur ekki lítið á sér bera; eins og Mukesh Ambani sem er m.a. þekktur fyrir að hafa byggt sér 27 hæða turn til að búa í, sem er hæsta heimili sem finna má og það dýr- asta ef Buckingham- höll er undanskilin. Crabtree, sem áð- ur var fréttaritari Financial Times í Múmbaí, vill meina að margt sé líkt með ástand- inu á Indlandi nú til dags og í Bandaríkjunum á uppgangs- tímabilinu í lok 19. aldar þegar nokkrir hugvitsamir og vel tengdir auðjöfrar urðu ævintýralega ríkir. Nú, eins og þá, eru auðmennirnir ekki allir með hreinan skjöld, og í sumum tilvikum byggir auður þeirra einkum á því að hafa fengið hið opin- bera með sér í lið. ai@mbl.is Fátækt land með ótal milljarðamæringa Á undanförnum misserum hefur komið í ljós stefnu-breyting bandarískra yfirvalda varðandi alþjóð-leg viðskipti. Yfirlýsingar sem hófust með gagn- rýni í garð Mexíkó og Kína hafa nú þróast frekar. Gagnrýni Bandaríkjastjórnar beinist nú gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna, s.s. Kanada, Evrópusam- bandinu og Japan, og hefur leitt til álagningar vernd- artolla á vörur innfluttar m.a. frá þessum löndum. Hér kveður við nýjan tón sem mun að öllum líkindum leiða til grundvallarbreytinga á meira en hálfrar aldar fyrir- komulagi í alþjóðaviðskiptum. Í þessari grein verður fjallað um þessar breytingar og hvernig mál kunna að þróast á næstu misserum. Ein afleiðing verndartolla Bandaríkjastjórnar er mála- rekstur á hendur Bandaríkjunum hjá Alþjóðavið- skiptastofnuninni í Genf (e. World Trade Organization). Fjölmargir aðilar hafa nú virkjað málsmeðferðarreglur viðskipta- stofnunarinnar í ágreiningsmálum við Bandaríkin, þ.á m. Sviss, Noregur, Evrópusambandið, Kanada, Mexíkó og Kína. Úrlausn hvers ágreiningsmáls hefst með samningalotu þar sem aðilar reyna að sætta ágreining. Ef sættir tak- ast ekki er skipuð gerðarnefnd (e. panel) sem er ætlað að skoða nánar og ákveða hvort verndartollar Bandaríkjanna séu í samræmi við meginreglur Alþjóða- samnings um tolla og vöruviðskipti (e. General Agree- ment on Tariffs and Trade, GATT). Fari ágreiningsmálin svo langt má gera ráð fyrir því að niðurstaða fáist hjá gerðarnefndinni innan níu mánaða. Að því loknu er unnt að áfrýja niðurstöðu gerðarnefndarinnar til sérstakrar áfrýjunarnefndar (e. appellate body) og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir um þremur mánuðum síðar. Þótt ágreiningsmálin séu ekki langt komin í formlegu ferli er ljóst að Bandaríkin munu byggja varnir sínar einkum á því að heimilt sé að leggja á verndartolla á grundvelli þjóðaröryggis. Í því samhengi vísa Bandaríkin til meginreglu XXI. gr. GATT-samningsins sem mælir fyrir um að ekkert í samningnum skuli takmarka svig- rúm samningsaðila til að gæta öryggishagsmuna sinna (e. essential security interests). Almenn samstaða hefur verið meðal samningsaðila GATT-samningsins að nota ekki þessa undanþágureglu frá meginreglum GATT- samningsins til að takmarka frjáls vöruviðskipti. Vekur það því furðu að Bandaríkin, einn áhrifamesti aðili GATT- og WTO-samninganna, skuli nú vísa í þessa undanþágureglu. Þeir aðilar sem fyrir verndartollum verða, nánar tiltekið Kanada, Evrópusambandið og Mexíkó, hafa almennt séð ekki verið taldir ógna þjóðar- öryggi Bandaríkjanna. Eitt er þó víst að ef þessi stefna verður að almennri meginreglu í alþjóðaviðskiptum er núgildandi regluverk alþjóðaviðskipta í raun að engu orð- ið. Önnur afleiðing verndartolla Bandaríkjanna er að þau ríki sem aðhyllast frjáls vöruviðskipti hafa tvíeflst í af- stöðu sinni til frelsis í alþjóðaviðskiptum. Hinn 17. júlí sl. gerðu Evrópusambandið og Japan með sér einn stærsta fríverslunarsamning sem gerður hefur verið. Samning- urinn mun afnema tolla að all- mestu leyti milli þessara aðila. Svo dæmi sé nefnt þá verða af- numdir tollar af 99% japanskra vara innfluttum til Evrópusam- bandsins og af 94% evrópskra vara innfluttum til Japan. Það mun leiða til lægra vöruverðs til hagsbóta fyrir neytendur og fyrirtæki í Evrópu og Japan. Er nú svo komið að bandamenn Bandaríkjanna, s.s. Japan og Suður-Kórea, hafa ákveðið að draga úr samvinnu sinni við Bandaríkin á sviði frjálsra vöruviðskipta og leitast við að gera fríverslunarsamninga sín í milli án aðkomu Bandaríkjanna. Er hér um stefnubreytingu að ræða enda ljóst að þessi ríki hafa horft mjög til Bandaríkjanna á þessu sviði um áratugaskeið. Af þessu leiðir að nú reynir sem aldrei fyrr á regluverk alþjóðaviðskipta, þ.e. GATT-samninginn frá 1947 og und- irsamninga þess samnings og WTO-samninginn frá 1994. Ef svo fer að Bandaríkin tapi fyrrnefndum ágreinings- málum er ekki hægt að útiloka að Bandaríkjastjórn dragi sig út úr þessum samningum með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Verður þá komin upp ný staða í alþjóða- málum. Fjölþjóðlegir samningar um vöruviðskipti munu þá heyra sögunni til og algengustu samningar á sviði vöruviðskipta verða að öllum líkindum tvíhliða þjóðrétt- arsamningar. Fríverslun á tímamótum LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon, hæstaréttarlögmaður og aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Ef þessi stefna verður að almennri meginreglu í alþjóðaviðskiptum er núgildandi regluverk alþjóðaviðskipta í raun að engu orðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.