Fréttablaðið - 17.10.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 17.10.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI DODGE Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 7 MANNA (SJÖ FULLORÐNIR) LÚXUS JEPPI HLAÐINN BÚNAÐI. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU Hentar vel fyrir ferðaþjónustuaðila (hægt að fá niðurfellingu vörugjalda). 32” dekk passa beint undir bílinn. 33” breyting kostar kr. 380.000. DODGE DURANGO GT PREMIUM dodge.is STAÐALBÚNAÐUR GT PREMIUM M.A.: 7 manna og fer vel um fullorðna í þriðju sætaröðinni, fjarstart, leðursæti, lykillaust aðgengi, upphitað stýrishjól, 20” álfelgur, hiti í fram- og aftursætum, 8,4” snerti- upplýsingaskjár/aksturstölva , minni í bílstjórasæti, útvarpi og speglum, rafdrifin framsæti, blindhornsvörn, þakbogar með innbyggðum þverbogum, rafmagns afturhleri, Beats hljómkerfi með 9 hátalara og bassaboxi, rafdrifin sóllúga o.m.fl. AUKABÚNAÐUR: Bluray DVD kerfi og málmlitur. Heilbrigðismál Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftir­ litsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfs­ manni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfja­ stofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Land­ l æ k n i s h e l d u r Lyfjastofnunar. B r y n h i l d u r Briem, deildar­ stjóri á eftirlits­ sviði Lyfjastofnun­ ar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfs­ manna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skila­ kassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vas­ ann,“ segir Brynhildur. Í s l e n d i n g a r h e n d a m i k l u magni lyfja ár hvert. Lyfjastofn­ un kannaði í nóvember árið 2016 hvernig l y f j a e y ð i n g u væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslend­ inga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt. sveinn@frettabladid.is Lítið eftirlit með lyfjaskilum Ábyrgð á lyfjaskilum er í höndum starfsmanna apóteka. Yfirvöld hafa ekki yfirsýn yfir magn lyfja sem er skilað. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá hvort öll þau lyf sem koma til eyðingar hjá apótekum fari raunverulega í eyð- ingu. Yfirvöld hafa enga vitneskju um magn lyfja sem skilað er til eyðing- ar. Starfsmaður apóteks stakk ávanabindandi lyfi í vasann. Árið 2016 henti rúmlega þriðjungur Íslendinga lyfjum í ruslið, í vaskinn eða sturt- aði niður í klósettið. sAmFÉlAg Stjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að stjórnvöld efli núver­ andi kerfi örorkumats í stað þess að tekið verði upp tilraunakennt starfsgetumat. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni. Í greinargerð með ályktuninni segir að núverandi kerfi sé í grund­ vallaratriðum vel upp byggt, sveigjan legt og traust. Bent er á að starfsgeta öryrkja sé oft sveiflu­ kennd og með tilkomu starfsgetu­ mats sé hætt við að öryrkjar lendi í alvarlegri óvissu með afkomu sína. Hafa þurfi í huga að íslenskt atvinnulíf bjóði ekki upp á nægi­ lega mörg og fjölbreytt störf við hæfi þeirra öryrkja sem treysti sér til að vinna. Starfsgetumat sé því óraun­ hæfur kostur. Stjórnvöld hafa undanfarin ár unnið að undirbúningi þess að starfsgetumat verði tekið upp í stað örorkumats. Formaður systursam­ taka ÖBÍ í Danmörku hélt nýverið erindi hérlendis en hann telur að upptaka starfsgetumats þar í landi hafi verið misheppnuð. – sar Stjórn ÖBÍ ályktar gegn starfsgetumati Systursamtök ÖBÍ í Danmörku telja að innleið- ing starfsgetumats þar hafi misheppnast reYKJAVÍK Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið­ flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mót­ fallnir en einn sat hjá. Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar. Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmd­ irnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur. Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostn­ aður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna. Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni. Baldur Borgþórsson, borgarfull­ trúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.– dfb Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Frá Hlemmi mathöll í miðborg Reykjavíkur. FRéttablaðið/EYþóR 1 7 . o K t ó b e r 2 0 1 8 m i ð V i K U D A g U r4 F r É t t i r ∙ F r É t t A b l A ð i ð 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 8 -4 8 4 4 2 1 1 8 -4 7 0 8 2 1 1 8 -4 5 C C 2 1 1 8 -4 4 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.