Morgunblaðið - 27.08.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
✝ Jónína Val-gerður
Hjartardóttir fædd-
ist á Vaðli á Barða-
strönd 3. desember
1923 en ólst upp í
Neðri-Rauðsdal í
sömu sveit. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 16.
ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Hjört-
ur Lárusson, bóndi á Vaðli, f. 6.
ágúst 1894, d. 18. júlí 1964, og
Bjarnfríður Jóna Bjarnadóttir
húsfreyja, f. 1. desember 1892,
d. 4. febrúar 1979.
Jónína átti 10 systkini en hún
var fimmta í röðinni. Elst var
Sigrún Lilja, f. 1915, þá Hall-
dóra, f. 1916, Fanney, f. 1919,
Sigríður, f. 1921, Reynir, f. 1925,
Inga, f. 1926, Sigvaldi, f. 1928,
Lára, f. 1930, Kristjana, f. 1931,
og yngst var Björg, f. 1937. Eft-
irlifandi af systkinahópnum eru
Lára og Kristjana.
Jónína giftist Erlendi Magn-
úsi Hjartarsyni, f. 27.9. 1910, d.
16.6. 1997, vélvirkja og útvarps-
virkja frá Efri-Rauðsdal. For-
eldrar hans voru Hjörtur Valdi-
mar Erlendsson, bóndi í
og þeirra sonur er Erlendur
Magnús, f. 1989, í sambúð með
Eydísi Sigrúnu Jónsdóttur. Af-
komendur barnabarnanna eru
orðnir 17.
Jónína fæddist á Vaðli en
fluttist á barnsaldri með for-
eldrum sínum í Rauðsdal. Ung
fór hún í vist hjá móðursystur
sinni sem bjó á Hóli á Patreks-
firði og annaðist þar börn. Eftir
fermingu fór hún til frændfólks
á Ísafirði þar sem hún gekk í
skóla ásamt því að gæta barna.
Síðar var hún vinnukona hjá
kaupfélagsstjórahjónunum í
Flatey á Breiðafirði. Hún flutti
svo til Patreksfjarðar ásamt Er-
lendi eiginmanni sínum árið
1942 og byggðu þau þar mynd-
arlegt hús á Bjarkargötu 7. Á
Patreksfirði vann hún hjá Hrað-
frystihúsinu við fiskvinnslu sam-
hliða húsmóðurstörfunum. Árið
1967 tóku þau þá ákvörðun að
flytja suður enda voru tvö elstu
börnin flutt nokkrum árum á
undan. Þar eignuðust þau heim-
ili í Hrauntungu 14 í Kópavogi.
Fyrir sunnan starfaði Jónína hjá
Últíma og síðar Burstagerðinni
og þegar hún hætti þar vegna
flutnings fyrirtækisins réð hún
sig til Heimilishjálparinnar í
Kópavogi og starfaði þar í nokk-
ur ár. Erlendur lést 1997 en Jón-
ína bjó áfram í húsi þeirra þar til
snemma í ár.
Útför Jónínu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 27. ágúst
2018, klukkan 13.
Efri-Rauðsdal, f. 17.
ágúst 1888, d. 11.
janúar 1969, og
Guðrún Pálsdóttir
húsfreyja, f. 16.
október 1889, d. 27.
febrúar 1970. Börn
Jónínu og Erlendar
eru: 1) Erla, stofn-
andi ísbúðarinnar
Erluíss í Álf-
heimum, f. 1942,
gift Hilmi Sigurðs-
syni, f. 1939. Þau eiga tvö börn,
Jónu Lindu, f. 1961, áður gift
Guðlaugi Harðarsyni en nú í
sambúð með Birgi Má Guðna-
syni, og Sigþór, f. 1965, kvæntur
Sigríði Aðalsteinsdóttur. 2)
Hreinn, stofnandi og eigandi
Sjónvarpsmiðstöðvarinnar, f.
1945, í sambúð með Maríu S.
Magnúsdóttur. Hreinn var
kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur en
hún lést árið 2012. Þau eignuðst
þrjá syni og þeir eru Ólafur Már,
f. 1969, kvæntur Heiðrúnu Níels-
dóttur, Hlíðar Þór, f. 1976,
kvæntur Drífu Guðbjörnsdóttur,
og Birkir Örn, f. 1984, í sambúð
með Hannah Jane Gregory. 3)
Hjörtur Valdimar, forstjóri
Hampiðjunnar, f. 1958, kvæntur
Guðrúnu Þóru Benediktsdóttur,
Elsku Jónína tengdamóðir
mín kvaddi okkur að kvöldi 16.
ágúst. Ég trúi að hún hafi verið
sátt þegar hún fór.
Hún bjó í húsinu sínu í
Hrauntungunni í Kópavoginum í
50 ár og alveg þar til í febrúar
sl. Þar vildi hún vera og með að-
stoð Erlu dóttur hennar var það
hægt svona lengi. En núna allra
síðustu mánuðina þurfti hún á
meiri umönnun að halda.
Það var fyrir um það bil 40
árum sem ég kom fyrst í Hraun-
tunguna með Hirti og hitti Jón-
ínu og Erlend. Þau tóku mér
mjög vel og reyndust mér ótrú-
lega vel alla tíð. Fyrir það er ég
þakklát og fyrir að hafa verið
þeim samferða.
Það eru ótrúlega margar
minningar sem ég á og geymi í
hjarta mínu. Þau vildu allt fyrir
okkur Hjört gera og aðstoðuðu
okkur á margvíslegan hátt hér
heima og einnig þegar við vor-
um við nám í Danmörku. Við
bjuggum í um það bil tvö ár í
Hrauntungunni þar til við fórum
til náms 1981 og einnig þegar
við komum heim í fríum.
Eftir að Erlendur sonur okk-
ar fæddist 1989 var hann mikið
hjá ömmu sinni og afa og átti
þar gæðastundir alla tíð. Eftir
að afi Erlendur féll frá 1997 bjó
Jónína áfram í Hrauntungunni
og alltaf var gott að koma til
hennar. Alltaf heitt á könnunni
og kökur í úrvali. Alltaf var hún
að huga að hvað allir væru að
gera og fylgdist með öllum af-
komendum sínum. Mundi alltaf
alla afmælisdaga afkomendanna.
Það var mjög ánægjulegt
þegar Jónína og Erlendur heim-
sóttu okkur í Kaupmannahöfn
ásamt Erlu árið 1984. Þá var
ýmislegt brallað og margar
skemmtilegar minningar sem
urðu til þá. Við fórum um alla
Kaupmannahöfn og víðar og
skoðuðum okkur um. Þetta var
eina utanlandsferð Erlendar en
Jónína fór oft með systkinum
sínum til sólarlanda og í sum-
arbústaði. Jónína, systkini henn-
ar og makar þeirra héldu miklu
og góðu sambandi.
Það var gaman að sjá hve vel
Jónína hugsaði um garðinn sinn
í Hrauntungunni. Allir kantar
voru skornir með handafli svo
allt væri nú snyrtilegt. Öll beð
voru stungin upp svo ekkert ill-
gresi gæti þrifist. Hugsað var
um hvert blóm. Alltaf setti hún
niður kartöflur og stakk þá upp
garðinn fram eftir öllum aldri.
Var bara búin að því áður en
nokkur áttaði sig.
Hún var hugfangin af fuglum
og átti vini sem komu og fengu í
gogginn. Hún gaf fuglum alla
tíð, sérstaklega í vetrarhörkum.
Það voru líka mörg falleg fugla-
ljóð sem hún fór með og langar
mig að birta hér eitt af þeim.
Það lýsir henni því hún reyndi
alltaf að koma mat til fuglanna
og sópaði snjónum frá og setti
þar mat.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum og þessu fallega ljóði,
sem Jónína hélt upp á, kveðja
tengdamóður mína og þakka
henni samfylgdina. Jónína verð-
ur ekki hjá okkur á aðfangadag
eins og venjulega en minningin
lifir.
Úti flýgur fuglinn minn,
sem forðum söng í runni;
ekkert hús á auminginn,
ekkert sætt í munni.
Frostið hart og hríðin köld
hug og krafta lamar,
æ, ef hann verður úti’í kvöld,
hann aldrei syngur framar.
Drottinn! Þú átt þúsund ráð,
þekkir ótal vegi,
sendu hjálp og sýndu náð,
svo hann ekki deyi.
(Sig. Júl. Jóhannesson)
Hvíl í friði.
Guðrún Benediktsdóttir.
Í dag kveð ég ömmu mína
hinstu kveðju.
Ég á nokkrar minningar frá
því ég var í heimsókn á Patró
þegar ég var lítil en minning-
arnar eru mest úr Hrauntungu
og fjölskylduboðum. Amma var
alltaf glöð þegar barnabörnin og
síðar barnabarnabörnin komu í
heimsókn. Þegar börnin mín
voru unglingar áttu þau það til
að koma í heimsókn með sína
vini. Það fannst ömmu skemmti-
legt. Henni var alltaf umhugað
um að eiga með kaffinu, kökur
og annað bakkelsi. Ef maður var
eitthvað að reyna að halda í við
sig þýddi varla að kíkja til
ömmu því manni fannst hún
verða hálfsár ef maður þáði ekki
veitingar. Ég fór stundum í
heimsókn staðráðin í að sleppa
bakkelsinu en það tókst nú
sjaldan. Kannski var manni líka
alveg sama þótt maður félli í
sætindabindindinu af því maður
hafði svo góða afsökun fyrir því
að gera ömmu ekki leiða. Það
taldi ég mér alla vega trú um.
Amma var úr stórum systk-
inahópi sem hélt góðu sambandi
á meðan allir voru upp á sitt
besta. Þau fóru saman í bústað
allar verslunarmannahelgar í
fjölda ára og eitthvað til útlanda.
Hún naut þessara ferða og sam-
veru við systkini sín.
Amma bjó lengi ein. Hún
hlustaði mikið á útvarp síðustu
árin en gat ekki lengur prjónað,
lesið blöðin og horft á sjónvarp
því sjóninni hrakaði gríðarlega
mikið og það þótti henni vont
hlutskipti.
Amma varð amma frekar ung
eða það þykir okkur í dag. Hún
var að verða 38 ára þegar ég,
fyrsta barnabarnið, fæddist. Það
hafa margir í kringum mig verið
hissa þegar ég hef nefnt ömmu
mína, hissa á að ég eigi enn
ömmu en nú hefur hún kvatt
okkur.
Vísur voru ömmu hugleiknar
og kunni hún þær margar og fór
oft með. Hún setti meira að
segja saman eina vísu um mig.
Hana geymi ég með mér en hún
er svona:
Ömmustelpan elskuleg
um þig vil ég ræða.
Þér af hjarta óska ég
allra heimsins gæða.
Guð geymi þig elsku amma
mín.
Þín
Jóna Linda.
Elsku amma, þú varst
langamma mín en ég kallaði þig
samt ömmu. Ég og þú áttum
einstakt samband og mikið inni-
lega er ég þakklát fyrir stundir
okkar saman. Við tvær töluðum
um allt milli himins og jarðar,
það var gott að eiga þig að og þú
gafst mér oft góð ráð. Ég ætla
að fara að þínum ráðum, sem þú
gafst mér síðast.
Þú leyndir á þér amma en þú
varst með svo skemmtilegan
húmor, við gátum endalaust
grínast og hlegið. Það er líka svo
magnað hvað við náðum vel
saman þrátt fyrir 64 ára ald-
ursmun. Þér þótti vitleysan í
unga fólkinu í dag oft svo fyndin
og ég gleymi því aldrei hvað þú
hlóst að því þegar ég sagði þér
frá nýja eggjasuðutækinu mínu.
Þvílík vitleysa. Þú varst mikið
fyrir vísur og kenndir mér
nokkrar. Þegar ég sagði þér frá
einhverri vitleysu fórstu með
þessa vísu:
Margt er skrítið undir sól
um það fátt ég skeyti.
Kýrin bar en konan ól
krakka um sama leyti.
Þú talaðir oft um það hvað þú
varst stolt af fjölskyldunni þinni
allri. Þú varst svo þakklát fyrir
það að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af neinum, að öllum
gengi vel í lífinu. Þú vildir öllum
þínum vel, mundir alla afmæl-
isdaga og gafst alltaf veglegar
gjafir. Það skipti þig máli.
Ég er fegin því að þú fékkst
að kynnast tilvonandi manninum
mínum honum Gulla, þú varst
svo hrifin af honum og við grín-
uðumst oft með að þú værir
kannski einum of hrifin af hon-
um og að ég þyrfti að passa mig.
Það var alltaf svo gaman að þér
amma. Þú varst líka svo stríðin.
Þú tókst oft símann minn af
borðinu og fylgdist með mér
leita hans og róta eftir honum í
veskinu. Þá byrjaðir þú að hlæja
og það komst upp um þig.
Elsku amma mín, ég mun
sakna þín ávallt. Ég treysti því
að þú vakir yfir mér og haldir
áfram að styðja við mig eins og
þú hefur alltaf gert. Ég veit þú
ert í öruggum höndum Guðs og
hefur fengið hvíld eftir langa
ævidaga. Þín
Írena.
Jónína V.
Hjartardóttir
✝ Edda Konráðs-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. apríl
1939. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. ágúst
2018.
Foreldrar Eddu
eru Konráð Jón
Kristinsson, f. 18.
apríl 1907, d. 1.
desember 1966, og
Guðrún Margrét
Sæmundsdóttir, f. 10. júní 1916,
d. 6. október 2006.
Systur Eddu eru Sigurlína, f.
6. júní 1937, gift Rúnari Lárusi
Ólafssyni, f. 25. nóvember 1933,
d. 28. júlí 2017, og Erna Ruth, f.
11. mars 1941.
1986, b) Jóhann Bjarki, f. 1992,
c) Grétar, f. 1998, og d) Valgeir
Þór, f. 2000. 4) Þyri, f. 15. nóv-
ember 1970, maki Eyþór
Gunnarsson, f. 1960, þeirra
börn a) Haukur, f. 1992, unn-
usta hans Aldís Bergsveins-
dóttir, f. 1995, b) Orri, f. 1994,
c) Edda, f. 2000, og d) Erla, f.
2012. 5) Konráð, f. 13. nóv-
ember 1973, maki Rakel Jó-
hannsdóttir, f. 1977, þeirra
börn a) Flóki Kristján, f. 2004,
og b) Hilda Lóa, f. 2010. 6)
Kristján, f. 3. febrúar 1978,
maki Karen Edda Bergmann
Benediktsdóttir, f. 1982.
Edda var fædd og uppalin í
Reykjavík, var heimavinnandi
húsmóðir lengst af en starfaði
svo m.a. á Sjúkrastöðinni Vogi
og á DV í mörg ár.
Útför Eddu fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu.
Edda giftist hinn
26. október 1957
Kristjáni K. Hall, f.
á Blönduósi 2. apríl
1935. Kristján lést
16. júní 2015. Edda
og Kristján eign-
uðust sex börn: 1)
Reynir Karl, f. 4.
janúar 1958, d. 17.
febrúar 2014. 2) Ír-
is, f. 19. júlí 1961,
maki Sveinn Frí-
mann Bjarnason, f. 1960, henn-
ar synir a) Almar Örn, f. 1985,
og b) Aron Örn, f. 1986, dóttir
hans er Íris Ósk, f. 2010. 3) Arn-
ar, f. 5. júní 1966, maki Þor-
björg Samsonardóttir, f. 1961,
hans synir a) Daníel Þór, f.
Elsku besta mamma mín, nú
hefur þú loksins fengið hvíldina
sem þú þráðir svo lengi og ert
farin til hans pabba sem þú sakn-
aðir svo mikið.
Ég á svo margar minningar
um þig, elsku mamma, þær eiga
eftir að hjálpa mér að komast yfir
sorgina og söknuðinn sem nístir
ansi sárt þessa dagana.
Mamma var ótrúleg kona.
Hún var fyrirmynd okkar systk-
inanna og ömmubarnanna í svo
mörgu. Alltaf stóð hún keik,
bognaði oft, en aldrei brotnaði
hún undan þeim erfiðleikum sem
að henni steðjuðu. Mamma og
pabbi giftust ung og eignuðust
okkur systkinin, alls sex börn.
Þau stóðu saman í blíðu og stríðu
allt fram á hinsta dag, hjón í tæp
60 ár.
Mamma var húsmóðir lengst
af og hugsaði um börnin og heim-
ilið af miklum myndarbrag.
Heimilið okkar var alltaf fallegt
og vel umhugsað, fallegir hlutir
alls staðar og nostrað við allt.
Þegar aðventan gekk í garð
breyttist heimilið í sannkallað
jólaland, smákökur og súkkulaði
voru partur af aðventunni. Hún
lagði mikið upp úr því að við
systkinin værum hrein og vel til
fara og var sjálf ætíð glæsileg
þannig að tekið var eftir. Hún fór
á vinnumarkaðinn 1987 og hóf þá
störf á Sjúkrastöðinni Vogi, og
svo síðar meir á DV.
Sama hvað bjátaði á, þá stóð
mamma sterk og stóð alltaf með
sínum.
Síðustu 15 ár fór heilsu hennar
hrakandi eftir nokkur heilablóð-
föll, og voru áföllin sem yfir hana
dundu stór og erfið. Alltaf var
mamma samt jákvæð, hugsaði
um heimilið og pabba og vildi
ekki sjá að fá aðstoð. Við systk-
inin aðstoðuðum þau þó eftir
megni eftir því sem heilsu þeirra
hrakaði. Reynir, elsti sonur
þeirra, lést 2014 og var það mjög
erfiður tími fyrir foreldra mína.
Pabbi veiktist á sama tíma og
mamma, árið 2003, og má með
sanni segja að þau hafi verið sam-
stiga í því eins og öðru. Pabbi lést
árið 2015 og var það mömmu
mjög erfitt og sorgin og söknuð-
urinn mikill. Alltaf trúði hún því
staðfastlega að hún myndi hitta
hann aftur að lokum.
Við mamma vorum mjög nán-
ar og vorum mikið saman, sér-
staklega eftir að ég eignaðist
börnin mín. Ótal bíltúrar, búðar-
ferðir, kaffibollar, ferðalög og
svo má lengi telja. Hún átti svör
við nánast öllu sem ég spurði
hana að og það var gott að leita til
hennar. Hún hafði mikinn áhuga
á því sem börnin hennar og
barnabörn tóku sér fyrir hendur í
námi, leik og starfi og skrifaði hjá
sér til að geta sagt frá. Einnig var
henni mjög umhugað um okkur
systkinin og okkar velferð.
Mamma fór með þá vitneskju að
við erum öll á góðum stað í lífinu
og framtíð okkar björt. Mikið
þótti henni vænt um það.
Síðustu 18 ár bjuggu mamma
og pabbi í Vogatungu í Kópavogi
og var það mikið happaskref. Lít-
ill garður til sólbaða og rósarækt-
unar og eins og alltaf var heimilið
ætíð fallegt og skreytt að hætti
mömmu. Það verður ævintýra-
lega skrýtið að koma ekki aftur í
Vogatunguna, hitta mömmu,
drekka kaffi og spjalla.
Elsku mamma mín, mikið
verður lífið skrýtið án þín. Takk
fyrir allt og allt.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum
(H.J.H.)
Þín
Þyri.
Kveðja til elsku ömmu Eddu:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín ömmubörn,
Haukur, Orri, Edda og Erla.
Síðustu dagar hafa verið tóm-
legir og hugsanirnar fljúga fram
og til baka. Ég hugsa til baka til
þess tíma er ég var barn og þú
vannst heima, bakaðir, saumaðir
og gerðir allt svo vel. Ég hugsa til
þess tíma er ég steig mín fyrstu
skref út í lífið, flutti að heiman og
þú hjálpaðir mér við að koma mér
af stað. Ég hugsa til þess tíma er
ég var sjálfur orðinn pabbi og þú
svo góð amma. Ég hugsa til síð-
ustu áranna þegar heilsa þín varð
sífellt verri. Ég hugsa til kveðju-
stundarinnar og hve erfitt það er
að kveðja þann sem maður hefur
þekkt allt sitt líf. Þú lifðir svo
sannarlega tímana tvenna og lífið
var þér ekki alltaf auðvelt. En
þrátt fyrir alla erfiðleika og mót-
vind stóðstu sterk eftir, komst
sex börnum til manns og getur
verið stolt af þínu ævistarfi.
Ég er þakklátur fyrir þú hafir
verið þátttakandi í lífi barna
minna, dekrað þau og fyllt vasa
þeirra af nammi þegar ég sá ekki
til. Þau sakna þín óendanlega
mikið.
Elsku mamma, takk fyrir öll
yndislegu árin, stuðninginn og
ástina sem þú gafst mér. Minning
þín mun lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Konráð Hall.
Edda Konráðsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar