Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á sumarhusavorn.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hugsar mikið um tilgang lífs-
ins þessa dagana. Farðu eftir ráðlegg-
ingum vinar þíns því þær gætu komið sér
vel í framtíðinni og fært þér mikinn
ávinning.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er nauðsynlegt að staldra við
öðru hverju og skoða líf sitt gaumgæfi-
lega. Viljir þú kynnast nýju fólki er ágæt
leið að finna sér nýtt áhugamál.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki alltaf svo að besta
lausnin sé sú sem liggur í augum uppi.
Þú hefur gaman af að ráðleggja fólki og
hefur mikla hæfileika á því sviði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert friðsæl/l og í góðu jafn-
vægi og hefur því góð áhrif á alla í kring-
um þig. Farðu varlega seinnipartinn í um-
ferðinni, það eru allir að flýta sér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sá sem segir fátt er ekki endilega
annars hugar. Leitaðu þér upplýsinga og
gerðu áætlanir. Einkalíf þitt er í miklum
blóma og verður á næstu vikum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þín í samtölum við ættingja
og ástvini, þú gætir sagt of mikið án þess
að ætla þér það. Mundu að aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki sópa vandamálum undir teppið
heldur gefðu þér tíma til þess að fara í
gegnum þau og finna lausn á þeim. Þú
færð boð í brúðkaup.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Farðu sérlega varlega í um-
ferðinni í dag hvort sem þú ert akandi,
gangandi eða á hjóli. Nýttu þér öll úrræði
að betri heilsu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það þýðir ekkert að stinga
höfðinu í sandinn; vandamálin hverfa
ekkert við það. Þú hittir naglann á höf-
uðið enn og aftur varðandi deilumál.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Til að ná árangri eða byrja í
sambandi er lykilatriði að vera reiðubú-
in/n. Þér finnst þú ekki geta um frjálst
höfuð strokið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það eru líkur á að þú rekist á
gamlan vin. Skelltu þér í óvænt ferðalag.
Þú leggur kapp á að klára verkefnin þín
hratt og örugglega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú getur lært mikið á því að
skiptast á skoðunum við vin þinn. Gömul
fjölskyldumál reyna á þolinmæði þína en
lausn þeirra er í sjónmáli.
Helgi R. Einarsson segir að þaðhafi borist sér til eyrna að
sumir séu að kvarta undan sól-
arleysi þetta sumarið. Hann skilji
ekkert í þessari heimtufrekju – en
þetta varð nú samt til:
Glennan sumarið 2018
Brosandi standandi bit,
brúnan nú fæ kannski lit.
Á plaststól í brók
með pylsu og kók
í sólinni alsæll ég sit.
En veraldarlánið er valt
í vari’ undir húsvegg er kalt.
Því fer aftur inn
fölur á kinn
og dríf mig þar aftur í allt.
Síðan spyr Helgi hvort það hafi
ekki verið Örn Arnarson sem sagði:
„Lengi er guð að skapa menn.“
Því er nú ver
Ýmislegt aflaga fer
hjá okkur á jörðinni hér.
Það fer ei leynt
hve þroskumst við seint,
því er nú andskotans ver.
Ármann Þorgrímsson spyr hvort
þetta sé „svartsýni eða raunveru-
leiki?“
Framtíðarsýn finnst mér köld
fyrir þá sem heiminn erfa
taka óðum tölvur völd
traust og virðing eru að hverfa.
Sigrún Haraldsdóttir svarar með
annarri spurningu: „Er það endi-
lega svo slæmt að tölvur taki við?“
Stafræna þær stunda hrekki
og stöku blaði týna
en tölvugreyin ulla ekki
á andstæðinga sína.
Ingólfur Ómar sagði: „Góð vísa
Sigrún en ég tek undir með Ár-
manni. Engu að síður vil ég þó taka
það fram að tölvan er gagn og nauð-
syn en það segir ekki alla söguna“:
Glæstan vil ég hylla höld
honum feilar ekki.
Tölvan hefur tekur völd
og traustið beðið hnekki.
Hér Kvöldvísa eftir Jón Þórð-
arson frá Borgarholti:
Sígur sól til viðar.
Sofnar döggvuð grund.
Lind í leyni niðar.
Lognbjört stafa sund.
– Þokast þungi af hvörmum.
Þreytta jarðar-drótt
vefur yndisörmum
ástblíð sumarnótt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sól eða sólarleysi
„JÁ, MAÐUR VERÐUR STUNDUM ORÐLAUS
YFIR ÚTSÝNINU HÉRNA. EN ÞAÐ GERIST
LÍKA VIÐ ANDLÁTIÐ.“
„HANN SAGÐI ÞETTA EKKI! ÉG SÁ VARIR
ÞÍNAR HREYFAST.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að horfa ekki til
baka, því það er engin
leið til baka.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TÍMARNIR
BREYTAST
NÚ, ÉG MAN EINU
SINNI ÞEGAR…
ÉG HUGSAÐI EKKI UM AÐ
TÍMARNIR BREYTTUST.
AF HVERJU HELDURÐU
AÐ ÞÚ SÉRT SVONA
KLÁR? HVER HELDURÐU
EIGINLEGA AÐ ÞÚ
SÉRT?
JÆJA… ÉG GISKA Á AÐ ÞÚ HAFIR
EKKI FYLGT RÁÐLEGGINGUM
MÍNUM SÍÐAST?
Haustið sem nú er handan viðhornið er um margt besti tími
ársins. Eftir rigningarsumar hefur
veðráttan sannarlega breyst til hins
betra og nú þegar þetta er skrifað á
sunnudegi er blíðuveður í borginni.
Einmitt þá er gaman að skreppa út í
náttúruna; ganga um, fá sér frískt
loft, lifa og njóta. Í gærmorgun
mátti einmitt sjá fjölda fólks á
göngu, hlaupandi eða á hjóli víða um
bæinn. Í Reykjavík eru Heiðmörk,
Laugardalur, Öskjuhlíð, og Elliðaár-
dalur dæmi um staði sem eru falleg-
astir þegar náttúran hefur brugðið
yfir þá pensli haustlitanna, en þeirra
er nú aðeins farið að sjá merki. Og
aldrei er fallegra á Þingvöllum en
þegar birki, lyng og grös hafa tekið
nýja liti. Einnig er gaman að
skreppa upp á hálendið á haustin;
þar getur verið fínt ferðaveður alveg
úti septembermánuð.
x x x
Í síðastliðinni viku var í tilefni afupphafi skólaárs uppi sú umræða
að rúmlega tveggja mánaða sumar-
frí krakkanna væri sennilega of
langt, þau misstu þráðinn í náminu
fyrir svo utan að af þessu langa
stoppi hlytist margvíslegt óhagræði
fyrir foreldra. Sjálfsagt er margt til í
þessu; við þurfum öll pásur og
stundarhlé frá daglegum störfum en
of löng frí eru uppskrift að pirringi
og að fólki fari að leiðast. Víkverji
lætur sér því detta í hug hvort ekki
mætti stytta sumarleyfið í skólanum
en lengja þess í stað til dæmis
haustfríið eða taka þau í fleiri lotum,
þá í góðri samvinnu við atvinnulífið
þannig að vinnandi fólk geti gert
ráðstafanir í tíma. Það er um að gera
að nýta veðursæla og fallega haust-
daga til útivistar, utanlandsferða og
svo framvegis.
x x x
Annað þessu tengt. Á vorin klippasumardagurinn fyrsti, 1. maí og
uppstigningardagur í sundur vinnu-
vikurnar. Oft hefur verið rætt um að
færa ætti frírétt þessara daga að
helginni, svo orlofið sé samfelldara
og lífsgæðin meiri. Slíkt er hagur
bæði vinnuveitenda og launafólks og
í komandi kjarasamningum hljóta
fyrstu skrefin í þessu að verða tekin.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir
vaxa að viti sem hlýða boðum hans.
Lofstír hans stendur um eilífð.
(Sálmarnir 111.10)