Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Spjallað Benedikt Eysteinsson og Vinny Vamos tóku tal saman.
Sæt saman Gunný og Jón Már voru á meðal sýningargestanna.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ísíðustu viku bárust þæróvæntu fréttir frá norrænuinnanhússhönnunarhátíðinniFormex að Ragna Ragnars-
dóttir hefði hlotið hin virtu Form-
ex Nova verðlaun. Um er að ræða
viðurkenningu sem veitt er fram-
úrskarandi en lítt þekktum nor-
rænum hönnuðum og er Ragna
fyrsti Íslendingurinn til að hljóta
þennan heiður.
Blaðamaður náði tali af Rögnu
þar sem hún var stödd á vinnu-
stofu sinni í Fíladelfíu í Bandaríkj-
unum og komst að því að þessi
hæfileikaríka unga kona hefur far-
ið mjög óvenjulega leið á toppinn í
innanhússhönnunarheiminum.
Henni tókst t.d. að lauma sér inn í
einn virtasta hönnunarháskóla
Frakklands án þess að kunna stakt
orð í frönsku.
Inntökuprófið í móðu
Ragna, sem er þrítug í dag, lauk
iðnskólagráðu í grafískri miðlun fyr-
ir röskum áratug. Í kjölfarið byrjaði
hún að starfa sem húsasmiður,
merkilegt nok. „Þegar ég klára iðn-
skólann langar mig út í nám, en
vissi ekki hvert ég vildi fara eða
hvað ég vildi læra. Faðir minn er
húsasmiður og ég hef unnið fyrir
hann frá því ég var lítill krakki, svo
ég hugsaði mér að húsasmíði gæti
verið ágætis stutt stopp á meðan ég
áttaði mig betur á framtíðinni.
Þetta stutta stopp reyndist svo vara
í fjögur eða fimm ár,“ segir hún.
Eftir mikla leit á netinu rambaði
Ragna á skóla École nationale
supérieure de création industrielle,
sem í daglegu tali er kallaður
ENSCI-Les Ateliers. Skólinn er til
húsa í miðborg Parísar og er, eins
og fyrr hefur verið getið, í hópi með
þeim allrabestu í Frakklandi, og
raunar einn fremsti iðnhönnunar-
skóli heims. „Námið er fjölbreytt og
nemendahópurinn líka, og fólk að
læra allt frá vöruhönnun og for-
ritahönnun yfir í bílahönnun.
Kennslan fer öll fram á frönsku
sem er voða „skemmtilegt“ fyrir Ís-
lending sem kann ekki stakt orð í
málinu.“
Ragna skaust til Parísar til að
skoða ENSCI-Les Ateliers á opn-
um dögum við skólann og sá það
strax að þar væri á ferð mennta-
stofnun við hennar hæfi. „Ég próf-
aði að sækja um, og var svo hepp-
inn að komast í inntökupróf – sem
fólk í sér heilan dag af viðtölum og
verkefnavinnu á frönsku!“
Rögnu grunar að það hafi hjálpað
henni í umsóknarferlinu að hafa
starfað sem húsasmiður en umsækj-
endur voru einnig metnir út frá
teikningum þeirra og sköp-
unarverkum. „Ég var svo heppin að
einn breskur prófessor við skólann
var viðstaddur inntökuprófin, en
streitan virðist hafa valdið því að ég
er alveg búin að gleyma hvað ég
bullaði í prófunum. Ég man þó að
ég var kokhraust og sagðist hæg-
lega geta lært frönskuna áður en
kennsla myndi hefjast þremur mán-
uðum síðar.“
Eftir fjögur ár í París hlýtur
Ragna að tala málið reiprennandi
eða hvað? „Nei, nefnilega ekki. Ég
lærði grunnorðin í frönsku hönn-
unarmáli og svo small þetta bara
einhvern veginn. Ég skil frönsku
vel, en er alveg hræðilega slök í að
tala hana.“
Spennandi hlutir að
gerast í Bandaríkjunum
Í náminu fékk Ragna brennandi
áhuga á bandarísku hönnunarsen-
unni og varði einni önn í starfs-
námi New York. Hún segir banda-
ríska hönnun ekki hafa verið mikið
í deiglunni undanfarna áratugi en
á allrasíðustu árum hafi nýir
straumar leikið um Bandaríkin,
einkum í New York á austur-
ströndinni og í Los Angeles á vest-
urströndinni.
Rögnu þótti ljóst að tækifærin
biðu hennar vestanhafs, en hvernig
átti íslenskur hönnuður með litla
reynslu að komast þar inn? Jú –
með því að vinna í lottói.
„Ég vann græna kortið í inn-
flytjendalottóinu sem bandarísk
stjórnvöld halda ár hvert,“ út-
skýrir Ragna og bætir við að það
hafi ekki endilega verið algjör
glópaheppni að fá vinnu- og dval-
arleyfi í Bandaríkjunum með þess-
um hætti: „Hvert land fær ákveð-
inn kvóta af grænum kortum, og
Íslendingar eru svo fáir að það
lætur nærri að annar hver maður
sem sækir um sé dreginn úr pott-
inum.“
Rögnu hugnaðist best að lifa og
hrærast í hönnunarsenunni í New
York en áttaði sig fljótlega á að
þar er geysilega dýrt að búa. Hún
svipaðist því um næsta nágrenni
og uppgötvaði að Philadelphia væri
Húsasmiðurinn sem varð hönnuður
Ragna Ragnarsdóttir komst í einn virtasta hönnunarskóla Frakklands án þess að tala stakt orð í
málinu Hún starfar á Íslandi og í Bandaríkjunum og hlaut á dögunum Formex Nova verðlaunin
Stórhuga Ragna á vinnustofu sinni. Hún segir margt áhugavert að gerast í bandarískri hönnun, a.m.k. í stórborgunum Los Angeles og New York.