Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær, heitir pottar
og jarðgerðarílát
Rotþrær – heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar – leiðbein-
ingar um frágang fylgjar.
Mjög vönduð jarðgerðarílát til
moltugerðar.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11.
Félagsvist með vinningum kl. 13. Opið fyrir inni-og útipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi kl. 12:50-13.30. Opið kaffihús kl. 14:30-15:15.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hádegismatur kl. 11.30. Jóga kl. 14:15 – 15.15
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45.
hádegismatur kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, stólaleikfimi og
slökun kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. við hringborðið
kl.8.50. hjá afa kl. 9.30. ganga kl.10. myndlistanámskeið hjá Margréti
Zophoníasdóttir kl.12.30. handavinnuhornið kl.13. félagsvist kl.13.1.
síðdegiskaffi kl. 14:30 nánari upplýsingar í síma 411-2790 allir
velkomnir óháð aldri.
Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa starfandi í allt sumar, hressir, bætir,
kætir allir velkkomnir kl. 10. alla mánudagsmorgna og
miðvikudagsmorgna lagt af stað frá Borgum, með gleði í hjarta.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30. morgunleikfimi kl.9.45. upplestur
kl.11. gönguhópurinn kl.14. bíó á 2.hæð kl.15.30. Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl 10.30. Leikfimií salnum
skólabraut kl 11. vatnsleikfimi Sundlaug Seltjatrnrness kl. 18.30. Min-
num á vöfflukaffi í félagsheimili Seltjarnarness næstkomandi fimmtu-
dag kl. 14.30. farið verður yfir dagskráliði félgas og tómstundastarfs,
einnig verður skráning á námskeið. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30 –12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur4 ZUMBA Gold nýtt námskeið kl. 10.30 Tanya leiðir
hópinn.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Valdís Garð-arsdóttir
fæddist 18. nóv-
ember 1929 í
Reykjavík. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði hinn
14. ágúst 2018.
Foreldrar
hennar voru
Garðar S. Gísla-
son stór-
kaupmaður, f.
20.9. 1906, d. 9.12. 1962, og
Matthildur Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 18.1. 1910, d.
15.5. 1998.
Systkini Valdísar eru: Guð-
mundur H., f. 1928, Vildís, f.
1933, Vigdís Ragnheiður, f.
1936, og Gísli M., f. 1945.
Valdís giftist árið 1951
Skapta Þóroddssyni flug-
umferðarstjóra, f. 10.5. 1930,
d. 18.12. 1962. Foreldrar
hans voru Þóroddur E. Jóns-
son stórkaupmaður, f. 6.5.
Valdís giftist árið 1986
Ríkarði R. Steinbergssyni
verkfræðingi, f. 13.4. 1930, d.
25.5. 1996. Börn hans frá
fyrra hjónabandi eru Stein-
berg, Hildur, Heimir, Reynir
og stjúpsonurinn Ingimundur
Bergman.
Valdís gekk í kaþólska
skólann í Hafnarfirði og lauk
gagnfræðaprófi í Flensborg.
Hún starfaði mestan sinn
starfsferil við skrifstofustörf.
Hún vann hjá Flugfélagi Ís-
lands, hjá Iðnaðarbankanum,
var skrifstofustjóri lands-
málafélagsins Varðar, starf-
aði í gestamóttöku Hótels
Esju og hjá Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur. Hún var
virkur félagi í Sjálfstæð-
isflokknum og tók þátt í ýms-
um störfum honum tengdum.
Útför Valdísar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 27. ágúst 2018, og hefst
athöfnin klukkan 15.
1905, d. 13.8.
1976, og Unnur
Meinertz fóta-
aðgerða-
fræðingur, f. 6.3.
1911, d. 28.8.
1998. Börn Val-
dísar og Skapta
eru: 1) Garðar
Hrafn, f. 3.2.
1952, maki Hel-
ena Marta Jak-
obsdóttir. 2) Þór-
oddur Steinn, f. 26.6. 1953,
maki Brynja Þórdís Þor-
bergsdóttir. 3) Birgir, f. 7.4.
1955, maki Barbara Meyer. 4)
Skapti, f. 7.4. 1955, d. 17.5.
1955. 5) Guðmundur Ragnar,
f. 11.7. 1956. 6) Steinunn
Þóra, f. 29.12. 1957, maki
Mogens Lundahl. 7) Unnur
Dís, f. 16.3. 1959, maki Gunn-
ar Randversson.
Barnabörn og barna-
barnabörn Valdísar og
Skapta eru 37.
Elsku Didda frænka mín.
Mikið er ég þakklát fyrir að
hafa átt þig sem frænku mína.
Margar minningar koma upp í
hugann frá því í æsku og út í
gegnum lífið. Þú áttir svo
sannarlega hvíldina skilið.
Þau voru ótrúlega mörg árin
sem þú lifðir með þessum
skelfilega sjúkdómi sem hel-
tekur þann sem fær. Þitt
hjarta var stórt og sterkt. Það
virtist rúm fyrir marga, alltaf
virtist pláss hjá þér. Líf þitt
var enginn dans á rósum og
voru skörðin stór en þér tókst
að halda fólkinu þínu saman.
Ég man svo vel þegar þú varst
að læra á bíl, fékk ég þá
stundum að fara með þegar
þið pabbi fóruð í æfingaakst-
ur, þá tók nýja ekkjulífið við
hjá þér. Langt er nú síðan þú
sagðir mér að ég ætti ein 1954
af því að ekkert annað barn
hefði fæðst það árið í fjöl-
skyldunni, því væri það mitt
og elsta stelpan þar að auki.
Sá mikli hlýhugur sem þú
barst til mín verður seint
þakkaður. Hlýhugur fylgdi
þegar ég heimsótti þig hvar
sem þú varst stödd í lífinu,
það var bara svo margt sem
þú veittir með samtali, sitj-
andi saman eða í síma milli
húsa og landa. Þú hringdir í
mig á afmælinu mínu og það
var ekki sjálfsagt í þá daga, ég
fann það svo vel hvað þér þótti
vænt um mig.
Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég kveðja þig og þakka
þér fyrir allt sem þú gafst mér
með því að vera þú. Sama hvað
ég var gömul talaðir þú við
mig sem jafninga og hlustaðir,
elsku fallega frænka mín með
stóra hjartað og fallegu sálina.
Elsku frændsystkini mín og
fjölskylda, ykkur votta ég
mína dýpstu samúð.
Matthildur (Matta frænka).
Það var vinátta sem á vængjum
friðar
hné frá himni í helgum blæ.
Fangaði fold fylltust gleði
efri loft og undirdjúp.
Síst vil eg tala’ um svefn við þig –
þreyttum anda’ er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda –
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur! í fegra heim;
krjúptu’ að fótum friðarboðans
og fljúgðu’ á vængjum morgunroð-
ans
meira’ að starfa guðs um geim
(J. Hallgrímsson.)
Þær voru ljúfar stundir hjá
okkur vinkonunum í gegnum
40 ára tímabil í starfi og leik.
Margs er að minnast og hug-
urinn leitar á æðri svið með
þakklæti fyrir ferðina okkar
saman.
Minningin lifir,
Anna, Ásta, Guðrún,
Hanna, Kolbrún,
Sigrún, Þóra.
Við bjóðum góða nótt
á meðan húmið þig hjúpar hljótt.
Lát söngsins ljúfa mál,
strengja stál, stilla sál.
Lát söngsins enduróm
yrkja í hjartanu fögur blóm.
Það skapar lífinu léttan tón.
Nú hljóðnar harpa mín hún til þín
kveðju ber.
En brátt með fjör á ný, fögnum því,
finnumst við hér.
Á meðan húmið hljótt, breiðir sinn
faðm yfir frjálsa drótt.
Við bjóðum öllum, öllum góða nótt.
Vinir koma, vinir fara.
Margs er að minnast á göngu
okkar saman í 40 ár með
Diddu, einlægan og traustan
vin að baki. Didda mun alltaf
eiga sess í hjarta okkar.
Með þakklæti,
Hanna og Ingvar.
Valdís Garðarsdóttir
Tími er sér-
kennilegt fyrir-
bæri. Hann getur
verið langur eða
stuttur, allt eftir því hvernig á
hann er litið. Í dag rifjast upp
fyrir mér að það eru ríflega
fimmtíu ár frá því að ég kynnt-
ist Margréti á Snotrunesi þeg-
ar ég kom unglingur til Borg-
arfjarðar eystra 1964. Ég
dvaldi þrjú sumur á þessum
fallega stað, kynntist síldaræv-
intýri þess tíma og eignaðist
góða vini og þar á meðal Gróu
elstu dóttur Margrétar sem æ
síðan hefur verið félagi minn og
vinur.
Þriðja sumarið mitt á Borg-
arfirði fór ég í heimsókn eins
og svo oft áður í Snotrunes,
nema í þetta sitt ílentist ég þar
fram á haustmánuði. Það þótti
ekki tiltökumál að bæta einni
manneskju við stóran hóp
barna sem fyrir var á heim-
ilinu. Mér var vel tekið og fann
að ég var velkomin. Margrét
hafði mikil áhrif á mig og af
Margrét Á. Halldórsdóttir
✝ Margrét Á.Halldórsdóttir
fæddist 4. október
1922. Hún lést 9.
ágúst 2018.
Útför Margrétar
fór fram 18. ágúst
2018.
henni mátti margt
læra. Ég man enn
að ég velti því fyrir
mér hvernig hægt
væri að vinna öll
þau verk sem hún
vann án þess að
maður tæki í raun
eftir því og þó féll
henni aldrei verk
úr hendi.
Hún hafði fátítt
jafnaðargeð, aldrei
sá ég hana skipta skapi þótt
ýmislegt hafi gengið á eins og
gengur og gerist í stórum
barnahópi. Oft var gestkvæmt
á Nesi og alltaf tekið vel á móti
fólki, tími fundinn til að spjalla,
drekka kaffi og fá fréttir af því
sem hæst bar hverju sinni.
Menn komu ekki að tómum
kofunum hjá Margréti, hún var
vel lesin, fróðleiksfús um menn
og málefni og íslensk tunga var
henni hugleikin. Hún studdi
börn sín til manns og þótt hún
hældist aldrei um mátti sjá
hversu stolt hún var af börnum
sínum og afkomendum þeirra.
Eftir þennan sumarpart varð
fjarlægðin meiri en ég vissi að
hún fylgdist vel með mínum
högum og því sem ég tók mér
fyrir hendur. Síðar lá leið mín
austur á Hérað á hverju sumri
og þá var það siður að renna
niður á Borgarfjörð. Margrét
hafði þá brugðið búi á Snotru-
nesi og var flutt inn í Bakka-
gerði. Þar var ávallt vel tekið á
móti mér og mínum. Ég á
nokkrar góðar minningar af
ferðum mínum með systrum
mínum í heimsókn til Mar-
grétar. Eitt sinn sem oftar
komum við í Víkurnes og þar
biðu okkar nýbakaðar pönnu-
kökur með rjóma og sultu.
Eitthvað var ég klaufsk með
rjómasprautuna og tókst að
beina henni að húsmóðurinni
sem fékk yfir sig óvænta
rjómaslettu. Eldrauð af skömm
leit ég upp og sá glettið andlit
Margrétar sem hló að öllu sam-
an. Þannig var hún, léttlynd og
hafði húmor fyrir sjálfri sér.
Hún var kvik á fæti, lipur og
bar sig vel. Við systurnar höfð-
um það á orði að yfir henni
væri blær heimskonu og var
það ekki fjarri sanni. Þegar
aldurinn færðist yfir bjó Mar-
grét hjá Njáli syni sínum og
fjölskyldu í Reykjavík yfir vetr-
artímann. Hún náði háum aldri
og síðustu tvö árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Dyngjunni
á Egilsstöðum þar sem fór vel
um hana og henni leið vel.
Ég þakka Margréti sam-
fylgdina og vináttuna og sendi
börnum hennar og fjölskyldum
samúðarkveðjur.
Valgerður Eiríksdóttir.