Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lífland, sem m.a. framleiðir hveiti
undir vörumerkinu Kornax, hefur til-
kynnt bökurum um að verð á hveiti
muni nú hækka um 10%. Fyrirtækið
er ráðandi á þessum markaði með
u.þ.b. 75% markaðshlutdeild. Þórir
Haraldsson, forstjóri fyrirtækisins,
segir þessa hækkun hafa verið fyrir-
sjáanlega vegna ytri aðstæðna.
„Veðurfarið í Evrópu hefur haft
mjög neikvæð áhrif á alla uppskeru.
Þetta á ekki síst við um uppskeruna í
Noregi, Danmörku og Norður-Þýska-
landi. Þar hefur hún farið mjög illa
vegna langvarandi þurrka og hita.“
Hann segir að þótt önnur ræktunar-
svæði séu að skila góðri uppskeru hafi
aðrir þættir þau áhrif að erfitt sé að
beina viðskiptunum á nýja markaði.
„Uppskeran í Kanada hefur verið
með besta móti og líka í Bandaríkj-
unum en flutningskostnaður þaðan er
mun meiri og það myndi leiða til sam-
svarandi hækkana að beina sjónum
sínum þangað.“ Þórir segir að upp-
skerubresturinn hafi ekki aðeins áhrif
á hveitiframleiðslu til manneldis held-
ur hafi fóðurhveitiframleiðsla einnig
orðið fyrir sömu áhrifum þetta sum-
arið. Spurður út í það hvort Lífland sé
í stakk búið til þess að taka á sig ein-
hvern hluta þeirrar hækkunar sem nú
er í kortunum segir Þórir að svo sé
ekki. Þegar litið sé yfir innflutning á
hráefni til hveitiframleiðslunnar sjáist
að hráefnisverðið hafi hækkað um 29%
miðað við sama tíma í fyrra.
„Við höfum í raun ekkert svigrúm
til þess. Launahækkanir síðustu miss-
erin hafa verið mjög miklar og tíðar og
það veldur því að það svigrúm sem við
annars hefðum haft er einfaldlega ekki
til staðar.“
Bakarar sem Morgunblaðið hefur
rætt við vegna yfirvofandi hækkana á
hveiti segja fréttirnar ekki koma á
óvart.
„Þetta hefur legið í loftinu. Maður
les um að 30% hveitiframleiðslunnar í
Þýskalandi séu einfaldlega ónýt. Það
hlýtur að hafa áhrif. Það segir sig
sjálft,“ segir Sigurður Már Guðjóns-
son eigandi Bernhöftsbakarís. „Þetta
hefur svo bein áhrif á okkur þar sem
hveiti er stærsti einstaki vöruflokkur-
inn sem við notum í okkar fram-
leiðslu.“
Snúin staða fyrir bakara
Spurður út í hvaða leiðir bakarar
muni fara til að bregðast við hækk-
ununum segir Sigurður Már að það
eigi eftir að koma í ljós.
„Mín tilfinning er sú að bakarar
reyni að halda aftur af hækkunum eins
og kostur er. Það hefur verið hægt
þrátt fyrir miklar launahækkanir á
síðustu árum, einkum vegna þess að
hráefnisverðið hefur verið sanngjarnt.
Nú þegar það hækkar verður staðan
mun snúnari en áður.“ Hann segir að
verðhækkun aðfanga sé ekki aðeins
bundin við hveitið. Sömu sögu sé að
segja um fleiri vöruflokka.
„Þegar maður ræðir við birgja virð-
ast hækkanir liggja í loftinu. Það á t.d.
við um sykurinn og fræ sem við notum
talsvert af.“ Þótt verðhækkanir séu nú
að koma fram tengdar uppskerubresti
í Evrópu eru það ekki aðeins framleið-
endur landbúnaðarafurða sem þurft
hafa að hækka hjá sér verð. Þannig
hafa á síðustu vikum verið fluttar
fréttir af hækkandi vöruverði hjá inn-
flytjendum ýmisskonar vöru. Þar má
nefna Ölgerðina og Coca Cola á Ís-
landi.
Hveitið hækkar í verði
AFP
Þurrkar Minni uppskera veldur því að verð hveitis hefur hækkað mikið.
Stærsti innflytjandi hveitis til landsins segir uppskerubrest í Evrópu hafa áhrif
Launahækkanir síðustu missera valda því að hækkunin fer beint út í verðlagið
Erfitt ástand
» Gríðarlegur hiti hefur legið
yfir meginlandi Evrópu í sumar.
» Veðurfarið hefur valdið því
að uppskera er mun minni en í
meðalári.
» Minna framboð í kjölfar upp-
skerubrests þrýstir nú upp
verðinu á nauðsynjavöru.
króna á sama tíma í fyrra. Rekstr-
arkostnaður nam 4,1 milljarði
króna á öðrum ársfjórðungi sam-
anborið við 3,9 milljarða á sama
tímabili í fyrra.
4,2 milljarða hagnaður á árinu
Sé litið til fyrstu sex mánaða ársins
nam hagnaður félagsins 4,2 millj-
örðum króna samanborið við 7,3
milljarða króna í fyrra. Rekstrar-
tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins
2017 námu tæpum 23,2 milljörðum
króna, samanborið við rúmlega
21,6 milljarða króna á sama tíma í
fyrra. Í tilkynningu frá fyrirtækinu
segir að þessi tekjuaukning stafi
einna helst af auknum umsvifum
OR í samfélaginu, fjölda nýbygg-
inga og af köldu veðurfari fyrstu
sex mánuði ársins. Er tekið fram að
þetta gerist þrátt fyrir lækkun á
gjaldskrám Veitna fyrir kalt vatn
og rafmagnsdreifingu í upphafi
árs.
peturhreins@mbl.is
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) á öðrum ársfjórðungi nam 3,8
milljörðum króna. Á sama tímabili í
fyrra nam hagnaður samstæðunnar
1,3 milljörðum króna. Hagnaður
fyrir fjármagnsliði, afskriftir og
skatta (EBITDA) á öðrum ársfjórð-
ungi nam 6,8 milljörðum króna
samanborið við 5,9 milljarða króna
á sama tíma í fyrra.
Rekstrartekjur OR á öðrum árs-
fjórðungi námu 10,9 milljörðum
króna samanborið við 9,8 milljarða
Þrefalt meiri hagnaður hjá OR
Aukin umsvif, fjöldi nýbygginga og kalt tíðarfar auka tekjur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
OR Hagnaður OR var 3,8 milljarðar.
● Hækkun á hlutafé N1 um tæplega 80
milljónir króna að nafnverði hefur geng-
ið í gegn, upp í tæpar 330 milljónir
króna, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu félagsins til Kauphallar Íslands.
Hækkunin er gerð í tilefni af kaupum
N1 á Festi hf. en hinir nýju hlutir eru
hluti af kaupverðinu sem N1 greiðir SF
V slhf. í samræmi við kaupsamning
félaganna. Fær SF V slhf. hlutina fram-
selda samhliða skráningu.
Hlutirnir verða framseldir til eigenda
SF V slhf. og munu endanlegir eigendur
þeirra gangast undir sölubann á
samanlagt 41,5 milljón hlutum til 31.
desember 2018. Munu hlutfallslega
jafnmargir hlutir í eigu hvers endanlegs
eigenda vera háðir sölubanni .
N1 hækkar hlutafé
vegna kaupa á Festi
28. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.06 107.58 107.32
Sterlingspund 137.51 138.17 137.84
Kanadadalur 81.95 82.43 82.19
Dönsk króna 16.657 16.755 16.706
Norsk króna 12.802 12.878 12.84
Sænsk króna 11.721 11.789 11.755
Svissn. franki 108.84 109.44 109.14
Japanskt jen 0.9629 0.9685 0.9657
SDR 149.59 150.49 150.04
Evra 124.25 124.95 124.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.011
Hrávöruverð
Gull 1189.95 ($/únsa)
Ál 2061.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.73 ($/fatið) Brent
Miðað við alþjóðlega GINI stuð-
ulinn er tekjujöfnuður hér á landi
sá mesti í Evrópu, að því er fram
kemur á vef Viðskiptaráðs
Íslands. Gini-stuðullinn sýnir
hvernig heildartekjur samfélags
dreifast meðal landsmanna og er
á bilinu 0-100.
Ráðið vísar í nýbirtar tölur
Hagstofu Íslands um tekjur ein-
staklinga árið 2017 samkvæmt
skattframtölum. Sé litið til at-
vinnutekna, sem eru laun og aðr-
ar starfstengdar tekjur, komi í
ljós að þær hafi síðustu tvö ár
hækkað mest meðal þeirra sem
hafa lægstu tekjurnar. Segir ráðið
að lægstu 40% tekjuhópa hafi
hækkað mest í fyrra og allir um
meira en 10%. Aftur á móti hafi
tekjur annarra hópa hækkað um
minna en 10%. tobj@mbl.is
Mesti tekju-
jöfnuður
í Evrópu
● Erlendur Magn-
ússon, stjórnar-
formaður leigu-
félagsins Heima-
valla, hefur keypt 17
milljónir hluta í fé-
laginu fyrir tæplega
20 milljónir króna,
samkvæmt flöggun
í Kauphöllinni í gær.
Erlendur á samtals
25 milljón hluti eftir viðskiptin.
Meðalgengi í viðskiptunum var 1,1624
krónur á hlut. Gengi hlutabréfa í Heima-
völlum hækkaði um 2,6% í gær og var
1,17 krónur í lok viðskiptadags.
Stjórnarformaður
Heimavalla kaupir
Erlendur
Magnússon
STUTT