Morgunblaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Margir Reykvíkingar fylgjast
spenntir með því hvert haust hvort
skaflinn frægi í Gunnlaugsskarði í
Esjunni nái að lifa af sumarið.
Á haustin hættir snjór að
bráðna á hærri fjöllum og úrkoman
fellur í vaxandi mæli sem snjór. Í
Gunnlaugsskarði í Esju gerist þetta
yfirleitt í kringum mánaðamót sept-
ember og október.
„Skaflinn er enn mjög stór og
mér finnst mjög ólíklegt að hann
hverfi að þessu sinni,“ segir Árni
Sigurðsson, sérfræðingur í mæla-
rekstri hjá Veðurstofunni. Árni seg-
ir að það verði spennandi að sjá
hversu mikið skaflinn nær að
minnka í september. „Maður miðar
venjulega við að taka stöðuna í byrj-
un október,“ segir Árni, sem gjarn-
an fer upp á Esjuna á þeim tíma til
að skoða og mynda skaflinn í návígi.
„Sumarið hefur verið fremur
svalt og sólarlítið þó að það hafi ver-
ið blautt. Lofthiti og sólskin virðast
hafa meiri áhrif á skaflinn en
vætan,“ segir Árni.
Páll Bergþórsson veðurfræð-
ingur hefur fylgst manna best með
skaflinum í Gunnlaugsskarði undan-
farna áratugi og hefur skrifað ít-
arlega fróðleiksgrein um fannir í
Esju, meðal annars um skaflinn í
Gunnlaugsskarði, og hvaða vísbend-
ingu fyrri athuganir gefa um breyt-
ingu á lofthita. Grein Páls heitir
„Fannir í Esju mæla lofthita“ og
hana má finna á vef Veðurstofunnar.
Á hlýjum árum bráðnar skafl-
inn áður en snjór tekur að safnast
þar fyrir aftur að hausti en á köldum
tímabilum helst hann allt árið. Fram
undir síðustu aldamót hvarf skaflinn
yfirleitt ekki. Skaflinn bráðnaði árið
1998 og hafði þá ekki bráðnað í
meira en 30 ár, eða frá árinu 1964
Og fyrstu árin eftir aldamótin
hvarf hann undantekningalítið, eða
árin 2000 til 2012. Það hafði aldrei
gerst svo lengi samfellt síðan farið
var að fylgjast nokkuð reglulega
með þessari fönn árið 1909.
Mjög stór skafl myndaðist 2015
en síðan hefur skaflinn ekki horfið,
en farið minnkandi ár frá ári, að
sögn Árna.
Skaflinn lifir líklega
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Esjan Skaflinn í Gunnlaugsskarði er hinn myndarlegasti og ólíklegt að hann hverfi. Myndin er tekin frá Álfsnesi.
Skaflinn frægi í Gunnlaugsskarði í Esjunni gefur vís-
bendingar um breytingar á lofthita Sumarið fremur svalt
Gerðardómur
sem skipaður var
í kjaradeilu ljós-
mæðra stefnir að
því að skila
niðurstöðu fyrir
helgi.
Þetta stað-
festir Magnús
Pétursson, for-
maður gerðar-
dómsins.
„Við stefnum að því að skila
þessu fyrir uppsettan tíma,“ sagði
Magnús í samtali við mbl.is, en
gerðardómi var gert að ljúka störf-
um fyrir 1. september, sem er á
laugardag.
Í gerðardómi sitja, auk Magn-
úsar, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,
forstöðumaður Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands, og Bára
Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir
og deildarstjóri mönnunar og
starfsumhverfisdeildar Landspítala.
„Við fundum bara eins og þarf
og keppumst við að ljúka þessu,“
sagði Magnús.
Gerðardóm-
ur skilar
niðurstöðu
fyrir helgi
Magnús
Pétursson
Maria Jolanta Pol-
anska, túlkur og þýð-
andi, lést föstudaginn
24. ágúst, 59 ára að
aldri.
Maria Jolanta fædd-
ist í Bialystok í Póllandi
fjórða apríl 1959. Hún
flutti til Íslands árið
1983 og hefur búið hér
síðan. Hún lauk stúd-
entsprófi í Póllandi og
starfaði sem einkaritari
á dagblaði áður en hún
fluttist til Íslands.
María Jolanta vann
við túlkastörf um árabil
hjá Alþjóðahúsinu en stofnaði sitt
eigið fyrirtæki árið 2010 Túlkaþjón-
ustuna slf. ásamt dóttur sinni
Söndru Maríu Stein-
arsdóttur en fyrir-
tækið hefur verið leið-
andi á sviði túlkunar.
Maria Jolanta vann við
fyrirtækið þar til hún
greindist með alvar-
legan sjúkdóm fyrir
ári. Hún sérhæfði sig í
túlkun á heilbrigðis-
sviði en sinnti þó túlk-
un á ýmsum öðrum
sviðum.
Maria Jolanta giftist
Steinari Þór Guðjóns-
syni en hann lést árið
2014. Sambýlismaður
hennar er Hafsteinn Auðunn Haf-
steinsson. Dætur Mariu Jolöntu eru
María Magdalena og Sandra María.
Andlát
Maria Jolanta Polanska
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Stór sumarbústaður og annað minna
hús við hlið hans brunnu til kaldra
kola í gær, en húsin eru talin hafa
verið mannlaus. Húsin stóðu Grafn-
ingsmegin við Þingvallavatn, en fólk
í nálægum bústað varð vart við eld-
inn og tilkynnti um hann skömmu
fyrir hádegið í gær.
Sex slökkviliðsbílar og allt að 40
manns frá Laugarvatni og Selfossi
tóku þátt í slökkvistarfinu.
Vætutíð í sumar til happs
„Húsin voru alelda og hefði eld-
urinn fengið að breiðast út í gróðri,
hefði hann getað náð til nærliggjandi
sumarhúsa, en næsta hús stendur í
aðeins um 30 metra fjarlægð. Tíðar-
farið í sumar varð til láns þar sem að
trén voru full af raka og fuðruðu ekki
upp eins og hefði getað gerst eftir
langvarandi þurrka,“ sagði Pétur
Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnes-
sýslu í samtali við Morgunblaðið.
Hann kvað slökkvistarf hafa gengið
vel þó það hefði ekki klárast fyrr en
um kl. 17.45 þar sem lengri tíma tók
að slökkva glæður í milligólfum.
Ekki væri hægt segja til um elds-
upptök á þessari stundu en lögreglan
á Suðurlandi mun rannsaka málið.
Bústaðir brunnu
til grunna í gær
Báðir taldir hafa verið mannlausir
Ljósmynd/Aðsend
Slökkvistarf Sumarhúsin voru
alelda er slökkvilið bar að garði.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
• Bolir
• Túnikur
• Blússur
• Peysur
• Vesti
• Jakkar
• Buxur
1988 - 2018
Nýjar glæsilegar
haustvörur
Eigum alltaf vinsælu bómullar- og
velúrgallana í stærðum S-4XL
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Hnepptar
peysur
Kr. 8.900
Str. S-XXXL
Fleiri litir