Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is ✝ Lovísa Berg-þórsdóttir fæddist 7. sept- ember 1921. Hún lést 14. ágúst 2018 á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni. Foreldrar henn- ar voru Bergþór Vigfússon húsa- smíðameistari, f. 28.2. 1883 í Valda- koti, Sandvíkur- hreppi, d. 17.5. 1985, og Ólafía Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 1.12. 1887 á Litla-Hálsi í Grafningi, d. 17.5. 1947. Bræð- ur Lovísu voru: Sigursteinn, f. 1918, d. 1918, og Einar Sig- ursteinn, f. 1920, d. 1988. Heim- ili þeirra var í Þingholtsstræti 12, Reykjavík. Lovísa giftist Jóni Pálma Þorsteinssyni kenn- ara 30.12. 1950. Jón Pálmi Þor- steinsson fæddist 19. október 1915 í Gröf í Kirkju- hvammshreppi, V-Húna- vatnssýslu. Hann lést 20. júní 2015. Foreldrar Jóns Pálma voru Þorsteinn Sigurður Jóns- son, bóndi í Gröf, f. 4. 1. 1874 í Melshúsum Bessastaðahreppi, d. 1.7. 1930, og Sigríður Hallný Pálmadóttir húsfreyja í Gröf, f. 27.7. 1874 í Hraundal Naut- eyrarhreppi, d. 18.9. 1953. Björn Pálmi Pálmason, MA í tónsmíðum, f. 7.2. 1988. Maki: Veronique Vaka Jacques, MA í tónsmíðum. 2) Jóna Karen Jónsdóttir, f. 12.5. 1955, hjúkr- unarfræðingur. Maki Ólafur Kjartansson, f. 3.7. 1950, lækn- ir, prófessor. Þeirra börn: a) Lovísa Björk Ólafsdóttir, f. 30.4. 1981, læknir. b) Kjartan Ólafsson, f. 31.10. 1984, raf- eindafræðingur og BS í verk- fræði. c) Davíð Ólafsson, f. 20.12. 1989, læknir. Maki Ra- mona Lieder PhD í líftækni. Börn: Anna Lovísa og Ólafur Baldvin. Lovísa hafði hafið nám við Verslunarskóla Íslands þegar örlögin kipptu í taumana. Móð- ir hennar missti hægri hand- legg vegna illkynja sjúkdóms sem í anda þess tíma leiddi til þess að hún sagði sig frá námi, tók við heimilinu, öðrum verk- efnum og annaðist móður sína þar til yfir lauk. Lovísa helgaði sig heimilinu og var velferð fjölskyldunnar hennar áhuga- mál. Þegar börnin voru flogin starfaði Lovísa við lyfjagerð og umbúðaframleiðslu fram til eft- irlaunaaldurs. Lovísa og Jón Pálmi bjuggu lengst af á Tjarn- arstíg 3, Seltjarnarnesi. Eftir að Jón Pálmi féll frá hugsaði Lovísa um sig sjálf þar til fyrir tæpu einu og hálfu ári að hún flutti á Sóltún, hjúkrunarheim- ili. Útför Lovísu fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 23. ágúst 2018. Systkini Jóns Pálma voru: 1) Hrólfur Jóhannes, f. 1907, d. 1941. 2) Hansína Kristín, f. 1908, d. 2000. 3) Valgerður, f. 1910, d. 1998. Uppeld- isbróðir var Þor- steinn Ásgeir Hraundal, f. 1913, d. 2001. Börn Lovísu og Jóns Pálma eru: 1) Pálmi V. Jónsson, f. 14.10. 1952, læknir, prófess- or. Maki Þórunn Bára Björns- dóttir, f. 24.5. 1950, myndlist- armaður. Þeirra börn: a) Lilja Björnsdóttir, læknir, f. 18.12. 1970. Maki hennar: Einar Kristjánsson, MS í hagfræði. Börn: Kristján frá fyrra sam- bandi Einars og þeirra börn Lilja Þórunn, Sóley Kristín og Birta Lovísa. b) Jón Viðar Pálmason, MS í hagfræði. Maki: Lára Kristín Pálsdóttir stjórnarráðssérfræðingur. Þeirra börn, hennar af fyrra sambandi: Björk, Freyja, Lilja Sól og saman eiga þau Hall- gerði Báru. c) Vala Kolbrún Pálmadóttir læknir, f. 5.2. 1982. Sambýlismaður: Jón Karl Sig- urðsson stærðfræðingur, PhD. Þeirra barn: Pálmi Sigurður. d) Fáeinum dögum fyrir andlátið sagði mamma: ég elska ykkur öll. Hún hefði ekki þurft að segja það. Sú staðreynd var öllum ná- komnum augljós. Ást, umhyggja og kærleikur einkenndu allt hennar líf. Kærleikurinn sem „breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt“. (1. Kor 13.4-8) Mamma ólst upp í Þingholtunum við gott atlæti og þar var gott mannlíf. Heimilið var myndarlegt fyrir þá tíð og móðir hennar rak það af reisn. Föðursystir hennar, Jóna, rak matsölu fyrir kostgang- ara og var kölluð sérstaklega til ef mikið stóð til í opinberum veisluhöldum. Af henni lærði mamma ýmislegt í matargerð. Móðir hennar sendi hana iðulega með gjafir til þeirra sem minna höfðu og til að sitja hjá sjúku ein- stæðu fólki. Það var mikið áfall þegar móðir hennar greindist með ólæknandi beinkrabbamein og missti hægri handlegg á besta aldri. Það urðu henni sár von- brigði að segja sig frá Verslunar- skólanum til þess að annast heim- ilið og móður sína. Því tók hún með æðruleysi og menntaði sig sjálf á ýmsan hátt. Ekki var hægt að finna að þar færi lítið menntuð kona. Í hennar huga var menntun lykilatriði og nauðsynlega fyrir alla svo sem hæfileikar leyfðu. Móðir mín fylgdist vel með sam- félagsþróun og alþjóðamálum. Pólitískar skoðanir hennar urðu róttækari með árunum en byggð- ust ævinlega á hugmyndinni um jafnræði fólks óháð öllu öðru. Uppeldisaðferðir hennar ein- kenndust af mildri festu. Trú var henni stoð. Hún var hlý og örlát. Hún gerði mikið úr litlu og henni þótti sælla að gefa en þiggja. Átti það við veraldleg sem andleg verðmæti. Börn af öllum kynslóð- um stóðu hjarta hennar næst og velferð þeirra skipti mestu. Svo var hún létt og skemmtileg og ævinlega gott að vera nálægt henni. Foreldrar mínir höfðu ung ferðast nokkuð og felldu hugi saman í London. Eftir að við systkinin fluttum að heiman vann mamma utan heimilis. Árin sem fóru í hönd urðu þeirra bestu ár. Frísk og frjáls gátu þau ferðast á ný. Þau eignuðust hundinn Ponna, sér til mikillar gleði. Mamma náði háum aldri og hugs- aði um heimilið og sjálfa sig án utanaðkomandi hjálpar þar til fyrir átján mánuðum að öðru leyti en því sem systir mín veitti. Síð- ustu fimm árin reyndu á þegar tíminn tók sinn aldurstengda toll bognaði bakið vegna afleiðinga mænuveiki á miðjum aldri. Verst þótti henni blindan og við hana skertust lífsgæðin mest. Hún var þó alltaf í huganum sjálfstæð og stýrði sínu fleyi fram í andlátið. Hún mælti ekki með hrumleika ellinnar fyrir aðra en bar sig vel. Síðustu sextán dagana fjaraði líf- ið út. En það voru dýrmætir dag- ar. Einlægt samtal, fáein ljóð og svolítil tónlist. Þar á meðal hægi kafli fimmta píanókonserts Beethovens, sem ég nýt nú við kertaljós, og vögguvísa Jóhanns Jónssonar (1896-1932): Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Pálmi V. Jónsson. Ástkær móðir mín er látin. Kveðjustundin er komin. Margt kemur í hugann á slíkri stundu. Fallega brosið hennar og hend- urnar hennar ljúfu og mildu, minningin ein. Elsku mamma, þú kenndir mér að bera virðingu fyr- ir sköpunarverki náttúrunnar, staldra við og njóta. Sjáðu feg- urðina sagðir þú oft ef þú rakst á fagurt blóm eða daggardropa á laufblaði. Fordæmi þitt var fag- urt og þú settir markið hátt fyrir okkur niðja þína. Þú kenndir mér að trúa því og treysta að yfir okk- ur væri vakað, sem oft hefur hjálpað á erfiðum stundum. Þú horfðir til ljóssins og oft var hleg- ið dátt. Kaffihúsaferðirnar urðu margar og skemmtilegar. Á þín- um yngri árum naustu þess að fara á hestbak og á skíði og finna vindinn leika um hárið. Einnig minnast barnabörnin ferðanna með ömmu, afa og Ponna í Balabú eða upp að Esju með mik- illi gleði. Þar var frelsi og hægt að hlaupa að vild. Ponni litli, poodle hundurinn ykkar, naut ástúðar og umhyggju eins og allt ykkar fólk og veitti ykkur pabba mikla gleði. Þú naust þess, elsku mamma mín, að gefa og gleðja aðra. Aldr- ei gleymdust afmæli og alltaf var „aurum“ gaukað að ferðalöngum, svo hægt væri að fá sér eitthvað gott á ferðalaginu. Bestu gjafirn- ar voru samt alltaf þær sem komu frá þínu stóra og gjafmilda hjarta í formi visku og kærleika. Nú er tár fylla augu vil ég biðja þér blessunar, elsku mamma mín, og kveð þig með söknuð og þakk- læti. Þín dóttir Jóna Karen Jónsdóttir. Tengdamóðir mín er látin. Hún ræktaði garðinn sinn og annaðist allt sem henni var falið af auðmýkt og alúð. Allt hennar líf byggðist á trú, von og kær- leika. Lovísa lifði í Reykjavík milli stríða þegar hlutverkaskipting kynjanna var skýr og oft óumflýj- anleg og jafnréttisbaráttan og samfélagsþjónustan í burðarliðn- um. Hún mundi því tímanna tvenna og talaði fyrir þeim sem minna máttu sín og lét gjörðir fylgja huga. Faðir hennar var trésmíðameistari sem óx úr hrjóstrugri jörð íslensks sam- félags síns tíma og var sterk fyr- irmynd og stjórnandi. Móðir hennar var húsmóðir, sterkættuð úr sveit, ígildi kærleika og mildi gagnvart dýrum og mönnum. Hún var stolt húsmóðir með allt fallegt og pússað og skínandi hvítar gardínur í gluggum með blómstrandi rósapottum. Lovísa var alla tíð stórglæsileg og falleg svo eftir var tekið, viljasterk með góða eðlisgreind. Hún hafði stóra drauma um líf sitt og hefði án efa náð að raungera þá ef aðstæður og viðhorf hefðu verið henni hlið- hollari í tilverunni. Henni stóðu margar dyr opnar út á eigin getu og glæsileika hefðu örlögin ekki gripið í taumana og fært henni það verkefni að annast móður sína sem hún gerði af kærleika og ósérhlífni. Lovísa fann sinn föru- naut og gaf sig alla að húsmóð- urhlutverkinu. Kærleiksríkt upp- eldi barnanna og þátttaka í þeirra lífi alla tíð var sýnilegur tilgangur í hennar lífi. Hún innrætti sinni litlu fjölskyldu gildi kærleika, þolinmæði, fyrirgefningar, auð- mýktar og þakklætis fyrir lífið allt í hvaða mynd sem það birtist. Lovísa tengdamóðir mín var formföst, viljasterk og yfirveguð en fór leynt með tilfinningar sín- ar og það setti tóninn í okkar samskiptum. Hún hafði alla tíð mikla trú á mér sem listamanni. Hún sýndi fálæti þegar ég valdi aðra braut í upphafi og lét í ljós þá sýn að ég ætti ýmislegt ógert í málaralist. Það átti eftir að ræt- ast, þó að seinna yrði, og gladdi það hana mjög. Lovísa var skörp og fylgdist með þjóðmálum fram undir það síðasta þegar blinda og heyrnarskerðing léku hana illa, þó að hún bæri sig aldrei illa, heldur tók sínu hlutskipti með yf- irvegun og eilífu þakklæti fyrir fólkið sitt og Guð sinn. Hún fylgdi sjálfstæðri hugsun og dómgreind og skipti um stjórnmálaflokk þegar henni mislíkaði gangur þjóðmála og færðist sífellt nær sósíalisma eftir því sem hún þroskaðist og fékk yfirsýn yfir líf- ið og tilveruna. Þegar börnin voru uppkomin tók hún þá verka- mannavinnu sem fékkst sem hún sinnti af vandvirkni og virðingu. Barnabörnin geymdi hún alltaf í hjarta sínu og sýndi í verki ást og umhyggju. Tengdamóðir mín var stór kona í orði og æði, gjöful, græðandi og mikill styrkur sínum nánustu. Jafnvel í dauðastríðinu, sem hún tók af festu og reisn, eins og allt sem hún kom nærri. Hún var sátt við sitt hlutskipti og að eitt sinn verður hver að deyja. Lovísa var sterk og góð fyrir- mynd í mannbætandi lífsgildum og skildi vel og fallega við allt sem hún kom að í þessum heimi. Lovísa lifir í hjörtum okkar, þó að hún sé horfin af sjónarsviðinu. Þórunn Bára Björnsdóttir. Lovísa tengdamóðir mín er lát- in. Okkar fyrstu fundir voru fyrir tæpum 40 árum á heimili þeirra Jóns á Tjarnarstígnum. Þá og alla tíð tók hún á móti mér með mikilli hlýju og elsku. Þó að Lolla virkaði veikbyggð að sjá er seigla og dugnaður hennar mjög minn- isstæður. Hún hafði farið í aðgerð á hrygg og bar þess merki, var ekki góð til göngu, en þrautseig- ari en flestir. Var alltaf að, skipu- lagði og vann fram í tímann. Það var ekki þægileg tilfinning að horfa á hana fara upp á háaloft um þröngan brattan stiga með þvott og annað fram á tíræðisald- ur, en þar var þvottavélin og einnig kassar og pokar sem geymdu ýmsa muni sem hún vissi alltaf nákvæmlega hvar voru þeg- ar ég fékk leyfi til að sækja þá. Síðasta áratuginn áður en hún fór á eftirlaun starfaði hún við lyfja- og umbúðaframleiðslu og tók þá strætisvagna frá Seltjarnarnesi og upp á Höfða. Lolla var alin upp í Þingholtstræti og þekkti vel til sögu og daglegs lífs fólks sem bjó í gamla miðbænum á þeim tíma og sagði vel frá. Enskukunn- átta Lollu vakti athygli mína en hún las enskar bækur og tímarit og eftir að mögulegt var að sjá er- lendar fréttastöðvar í sjónvarpi var algengt að sjá þær opnar við komu á Tjarnarstíg og þá var sér- staklega fylgst með þeim stöðum sem náinn ættingi var á, hvað var að gerast og hvernig veðrið var. Móðir hennar mun hafa greitt fyrir enskukennslu eftir að skóla- göngu lauk og lá nærri að Lolla færi til starfa sem ein af fyrstu flugfreyjum þess tíma, en þá þurfti Lolla að annast móður sína í veikindum hennar. Einnig bjó Bergþór faðir hennar þá á tíræð- isaldri hjá þeim Lovísu og Jóni ásamt Ponna litla gleðigjafanum þeirra. Það má segja að þessi at- riði lýsi tengdamóður minni best, hún tók öllu með jafnaðargeði sem sneri að henni sjálfri en hugsaði því betur um aðra. Lolla var ótrúlega auðmjúk í öllu sínu atferli, athugul, fremur hlédræg en með mikla og góða nærveru. Sá það góða í öllum og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um manni. Ótakmörkuð um- hyggja fyrir lífi og allri líðan barna sinna og fjölskyldum þeirra, einkenndi hana alla tíð. Hún fylgdist vel með lífi þeirra og starfi – og var ákaflega stolt af þeim. Þrátt fyrir öll minninga- brot sem hrannast upp á kveðju- stund var það samnefnarinn í lífi hennar. Lolla var kominn yfir ní- rætt þegar sjónin dofnaði og hvarf síðan að mestu en bjó áfram á Tjarnarstígnum með góðri aðstoð barna sinna eftir að Jón fór á hjúkrunarheimilið Grund þar sem hann lést 2015. Síðustu tvö árin þurfti hún meiri aðstoð og dvaldi í Sóltúni þar sem hún lést eftir 18 mánaða dvöl. Fjölskylda Lovísu vill þakka starfsfólki í Sóltúni fyrir þá alúð og umhyggju sem henni var veitt þar. Ég kveð Lovísu með sökn- uði, þakklátur fyrir líf hennar og vináttu. Ólafur Kjartansson. Elsku amma mín. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir að gæða líf mitt gleði og ljósi. Minningarnar streyma fram í huga mér með miklu þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Það var alltaf fjör að fara upp á Tjarnarstíg – renna sér í brekkunni, fara í búðarleik með Völu frænku uppi á lofti og hjálpa þér í eldhúsinu. Yndislega tíma áttum við líka saman uppi á Esju og í Balabúi, Ponni litli svo kátur hlaupandi í kringum okkur, á meðan við sátum á teppi með nesti og þú sagðir mér sögur frá því þegar þú varst lítil – ég hef ekki þekkt betri sögukonu – allt varð svo ljóslifandi með lýsingum þínum á umhverfinu og samfélag- inu. Yfirleitt enduðu sögurnar með miklum hlátrarsköllum í fjallshlíðinni yfir uppátækjasemi þinni sem barn. Á unglingsárun- um enduðu ófáir göngutúrarnir okkar Monsa í stofunni hjá þér yfir rjúkandi heitum svörtum kaffibolla – og að sjálfsögðu var spáð í bollann áður en haldið var heim á leið aftur. Nú í seinni tíð, bjuggum við í sitt hvorri heims- álfunni, en taugin á milli okkar sterk sem aldrei fyrr og í ófá skipti er ég nýbúin að hella mér upp á einn svartan þegar síminn hringdi og þú spurðir hvort við ættum ekki að drekka kaffið okk- ar saman í dag. Lífið er áskorun, þar sem skiptast á skin og skúrir, en við gátum rætt allt yfir kaffi- bollanum okkar og þú veittir mér styrk með góðum ráðum og skil- yrðislausa ást með þínu stóra hjarta. Takk fyrir að hjálpa mér að vaxa, dafna og verða sú sem ég er í dag. Ég mun gera mitt besta að lifa eftir þínu fordæmi, elsku amma Lolla mín. Þín, Lovísa Björk Ólafsdóttir (Lolla). Elsku amma mín er dáin. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana lengi í mínu lífi. Mér þykir sérstaklega vænt um að Pálmi Sigurður, sex mán- aða gamall sonur minn, hafi feng- ið að hitta hana og tengjast henni. Amma Lolla var mjög kærleiks- rík og elskandi. Hún sagði okkur oft hve mikið hún hugsaði til okk- ar og hve mikið hún elskaði okk- ur. Amma geislaði af fegurð, að innan sem utan. Hún var alltaf heillandi, vel til höfð og fylgdist með tískustraumum. Hún kunni að meta falleg föt, fallega hluti og fallega tónlist. Hún var hæversk, hafði hlýja útgeislun og hló smit- andi hlátri en gat verið ákveðin. Hún var greind og fylgdist vel með fréttum, pólitík og þjóðmál- um fram á síðasta ár. Amma var harðdugleg og sjálfstæð og bjó ein heima eftir að afi Nonni fór á hjúkrunarheimili, en hún hafði annast hann heima síðustu árin hans. Hún sá um sig sjálf, þrátt fyrir að vera máttfarin til gangs, þar til í fyrra, þegar sjónskerð- ingin var orðin svo mikil, að hún gat ekki lengur búið heima. Minningarnar um ömmu eru margar og ljúfar og ég ylja mér við þær um leið og ég syrgi hana. Sem barn var gaman að hjóla til ömmu og afa á Tjarnarstíg í heimsókn um helgar til að leika sér, t.d. í búðarleik á háaloftinu með Lollu frænku eða til að fá fótabað í grænsápu hjá ömmu eða sitja í eldhúskróknum og spjalla. Það var sérstaklega skemmtilegt að fara með ömmu, afa og Ponna á bílnum í dalinn við Esjurætur og leika við lækinn eða fara á kjúklingastað á meðan Ponni var í hundasnyrtingu. Svo vorum við barnabörnin alltaf send heim með góðgæti í nesti og amma stóð við gluggann og veifaði þegar við fór- um heim. Seinni árin var gott að koma til hennar í heimsókn, sitja í stofunni, halda í höndina á henni, og spjalla um heima og geima. Amma sagði skemmtilegar sögur af æskuárum sínum í Reykjavík á ljóslifandi hátt. Fyrst og fremst hafið hún þó óbilandi áhuga á daglegu lífi barnabarnanna. Hún var alltaf jákvæð og uppbyggileg og stappaði í okkur stálinu ef svo bar undir. Hún varpaði ljósi á kosti okkar og hvatti okkur til þess að láta drauma okkar ræt- ast. Hún vildi að við gerðum okk- ar besta og hugsaði stíft til okkar í erfiðum verkefnum og prófum. Ef við gerðum það, þá væri ekki hægt að gera betur. Það var henni líkt að hugsa meira um aðra en sjálfa sig. Fjölskyldan var það dýrmætasta í lífi ömmu og hugur hennar ævinlega hjá okkur. Hún er verndarengill okk- ar. Minningarnar um ömmu eru minningar um yndislega og kær- leiksríka konu og þær lifa í frá- sögnum hennar og sögum af henni sem ég mun segja. Vala Kolbrún Pálmadóttir. Lovísa Bergþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.