Morgunblaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
ÖLL FLOTTUSTU MERKIN
úr Ellingsen, Air og fleiri verslunum.
... og fullt af öðrum merkjum
MERKJAVÖRUMARKAÐUR!
KOMDU OG KLÁRAÐU KAUPIN
FYRIR HAUSTIÐ!
VERÐ FRÁ 1.000KR.
HEFST 23. ÁGÚST KLUKKAN 12.00 Í HOLTAGÖRÐUM
Magnús Þór Sig-mundsson tón-listarmaður á
70 ára afmæli í dag.
Hann er einn af þekkt-
ustu lagahöfundum
þjóðarinnar og meðal
frægra laga eftir hann
eru Ísland er land þitt,
Álfar og Ást sem Ragn-
heiður Gröndal söng.
Magnús hefur að
undanförnu verið að
vinna nýtt efni með
hljómsveitinni Árstíðum
og kemur plata með
þeim út í haust.
„Þetta er búið að
vera mjög skemmtilegt
samstarf. Þeir hafa
margoft komið heim til
mín hérna í Hveragerði
og koma með gítar og
fleiri hljóðfæri og svo
er spjallað og hlegið og
drukkið kaffi.
Við tókum upp
grunnana að lögunum í
Sundlauginni og höfum
lokið við að bæta hljóðfærum í grunnana hér heima, Hljóm-
blöndun fer fram þessa daga hér í stofunni hjá mér,“ en Sund-
laugin er þekkt hljóðver í Mosfellsbæ.
Afmælistónleikar verða haldnir í Háskólabíói 15. nóvember þar
sem margir af þjóðþekktum tónlistarmönnum koma við sögu,
bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar auk Árstíða. Þar verða nýju
lögin spiluð og þekktustu lög Magnúsar frá ferlinum.
„Svo verðum við Jóhann Helgason, Magnús & Jóhann, með
nokkra tónleika í haust. Verðum til dæmis á Ljósanótt og spilum í
kirkjunni í Höfnum á sunnudaginn,“ en Magnús og Jóhann eru
báðir Suðurnesjamenn, Magnús úr Njarðvíkum og Jóhann úr
Keflavík.
Magnús hélt upp á afmælið á sunnudaginn með fjölskyldu sinni
en býst við að hafa það rólegt í dag.
Eiginkona hans er Jenný Borge, leikskólakennari í Hveragerði
og listamaður. Magnús á sex börn, tólf barnabörn, eitt langafa-
barn og annað langafabarn er á leiðinni.
Magnús Þór Sigmundsson er sjötugur í dag
Vinnur að nýju efni
með Árstíðum
Tónlistarmaðurinn Magnús Þór heldur
afmælistónleika í Háskólabíói í nóvember.
S
igurjón Einarsson fæddist
í Austmannsdal í Ketil-
dölum í Vestur-Barða-
strandarsýslu 28.8. 1928
og ólst upp lengst af á
Fífustöðum í Arnarfirði.
Sigurjón lauk stúdentsprófi frá
MA 1950, embættisprófi í guðfræði
við HÍ 1956, stundaði framhaldsnám í
kirkju- og miðaldasögu og almennri
trúarbragðasögu við háskólann í Vín-
arborg 1957-58, í miðaldasögu við
Háskólann í Köln 1958-59 og í kirkju-
sögu við Erlangen-háskóla 1959.
Hann stundaði nám og rannsóknir á
sögu siðbreytingarinnar í Kaup-
mannahöfn 1967-68, 1975-76, 1983,
1990 og 1993-94.
Á námsárunum var Sigurjón m.a.
sjómaður á fiskibátum og togurum í
mörg sumur. Hann kenndi við Barna-
og unglingaskólann í Gerðum í Garði
Sigurjón Einarsson, fyrrv. prófastur á Klaustri – 90 ára
Við skrifborðið Sigurjón hefur ritstýrt blöðum, tímaritum og öðrum ritum og einnig skrifað um sagnfræðilegt efni.
Sóknarprestur,
kennari og fræðimaður
Hjónin Sigurjón og Jóna á erlendum slóðum fyrir allmörgum árum.
Cambridge, Massachusetts,
BNA Bragi Skarphéðinn fædd-
ist 16. júní 2017 kl. 11.31. Hann
vó 4.250 g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru Elín Ósk
Helgadóttir og Kári Hólmar
Ragnarsson. Systir Braga er
Oddný Una.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is