Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Genf. AFP. | Sérstök sendinefnd
mannréttindaráðs Sameinuðu þjóð-
anna í málefnum Búrma skilaði í gær
af sér skýrslu þar sem kallað var eft-
ir því að Min Aung Hlaing, æðsti yf-
irmaður hersins, yrði dreginn til
ábyrgðar og ákærður fyrir þjóðar-
morð á Róhingja-þjóðflokknum.
Nefndin var skipuð á síðasta ári til
þess að rannsaka hvað hæft væri í
ásökunum um þjóðarmorð sem
bornar höfðu verið á ríkisstjórn og
her Búrma. Um 700.000 Róhingjar
flýðu land í ágúst í fyrra yfir landa-
mærin til Bangladess og bárust
fljótlega fregnir um að hermenn frá
Búrma hefðu stundað íkveikjur,
morð og nauðganir á meðlimum
þjóðflokksins, sem játar íslam.
Stjórnvöld í Búrma hafa hins vegar
hafnað ásökununum um þjóðernis-
hreinsanir, en samkvæmt þeim hefur
her landsins einungis varið sig gagn-
vart árásum frá aðskilnaðarsinnum
úr hópi Róhingja.
Auk Min Aung Hlaing kallaði
nefndin eftir því að fimm aðrir her-
foringjar í æðstu yfirstjórn hersins
yrðu ákærðir fyrir aðild sína að
„glæpum gegn mannkyni“ sem
framdir hefðu verið gegn Róhingjum
í Rakhín-héraði Búrma. Sagði í
skýrslunni að herinn hefði beitt mun
meira valdi en þörf hefði verið á til
þess að takast á við ógnir við öryggi
Búrma.
Aung San Suu Kyi, helsti borgara-
legi leiðtogi Búrma, var einnig gagn-
rýnd af nefndinni fyrir að hafa ekki
beitt ítökum sínum til þess að reyna
að koma í veg fyrir hina hræðilegu
atburði. Viðurkenndi nefndin þó að
borgaraleg yfirvöld í Búrma hefðu
lítið taumhald á gjörðum hersins.
Suu Kyi hefur verið mikið gagnrýnd
fyrir aðgerðaleysi sitt á undanförn-
um mánuðum, en hún fékk friðar-
verðlaun Nóbels árið 1991.
Vilja að Min verði saksóttur
Herinn í Búrma sakaður um þjóðarmorð á Róhingjum í nýrri skýrslu SÞ
AFP
Búrma Nefnd Sameinuðu þjóðanna
kynnir niðurstöður sínar í gær.
Mohsen Mohebi, fulltrúi Írans (fyrir miðju), sakaði Bandaríkjamenn um að
hafa gert „efnahagslega árás“ á land sitt, þegar hann mælti fyrir kæru
klerkastjórnarinnar í Teheran á hendur Bandaríkjunum fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag. Krefjast Íranar þess að dómstóllinn felli úr gildi refsiað-
gerðir Bandaríkjamanna, sem settar voru á fyrr á árinu eftir að Donald
Trump Bandaríkjaforseti rifti kjarnorkusamningi við Íran. Sagði Mike
Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að land sitt myndi verjast
„kröftuglega gegn hinum rakalausa málflutningi Írana“.
AFP
Íranar kæra Bandaríkjamenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag
Vilja að refsiaðgerðir verði numdar úr gildi
Rússneskir fjöl-
miðlar fordæmdu
í gær bandaríska
öldungadeildar-
þingmanninn
John McCain,
sem lést á laugar-
daginn var.
Úthrópuðu
þeir McCain og
sögðu hann hafa
verið helsta tals-
mann „Rússafóbíu“ í Bandaríkj-
unum. Rússneska götublaðið
Komsomolskaja Pravda, sem sagt
er hliðhollt stjórnvöldum, gekk
einna lengst í fordæmingu sinni.
Sagði blaðið í ritstjórnargrein að
McCain hefði „dáð stríð. Ef þú hef-
ur ekki verið drepinn ennþá, er það
ekki honum að kenna, því hann
reyndi.“ Óskaði leiðarahöfundur
blaðsins þess að McCain brynni í
helvíti.
Ekki tóku þó allir þátt í fordæm-
ingunni. Oleg Morozov, formaður
utanríkismálanefndar öldunga-
deildar rússnesku dúmunnar sagði
að óvinur Rússlands hefði nú fallið
frá, en að það mætti þó hrósa
McCain fyrir að hafa verið heið-
arlegur í andstöðu sinni við Rússa.
„Aðrir reyna að blekkja. Hann
sagði það sem honum fannst.“
McCain fær
kaldar kveðjur
John McCain
RÚSSLAND
Greint var frá því í kínverskum
ríkisfjölmiðlum í gær að ráðamenn
þar íhuguðu nú frumvarp þar sem
þær takmarkanir sem ríkt hafa í
áratugi um fjölda barna sem kín-
verskar fjölskyldur mega eignast
verði numdar úr gildi.
Kínverski Kommúnistaflokk-
urinn setti reglurnar árið 1979 til
þess að draga úr fólksfjölgun, og
máttu pör þá einungis eignast eitt
barn, en þungar sektir lágu við því
að brjóta þá reglu. Slakað var á
reglunum árið 2016 og pörum leyft
að eignast annað barn.
Fæðingartíðni í Kína hefur hins
vegar ekki aukist jafnmikið og
stjórnvöld vildu síðan tveggja
barna reglan var sett og vilja
stjórnvöld því hvetja til barneigna.
Slakað á reglum
um fjölda barna?
KÍNA
Donald Trump Bandaríkjaforseti
fagnaði í gær því sem hann sagði
vera „virkilega góður samningur“,
sem náðst hefði við stjórnvöld í
Mexíkó um breytingar á Fríversl-
unarsamningi Norður-Ameríku (e.
NAFTA). Sagði Trump að hann
myndi heyra innan tíðar í Justin Tru-
deau, forsætisráðherra Kanada, til
þess að fá Kanadamenn einnig að
samkomulaginu.
Bandaríkjamenn og Mexíkómenn
hafa átt í samningaviðræðum undan-
farnar vikur um breytingar á
NAFTA-samkomulaginu, sem
Trump hafði áður úthúðað sem „stór-
slysi“ fyrir bandaríska viðskiptahags-
muni.
Beðið eftir Kanada
Ildefonso Guajardo, efnahagsmála-
ráðherra Mexíkó og helsti samninga-
maður landsins, sagði að næsta skref
væri að Kanadamenn myndu aftur
taka þátt í viðræðunum um endur-
skoðun NAFTA, en Trump vildi ekki
útiloka að gera yrði sérstakan samn-
ing við Kanadamenn um þær breyt-
ingar sem hann vildi sjá á viðskiptum
Bandaríkjanna og Kanada.
Enrique Pena Nieto, forseti
Mexíkó, hringdi í gær í Trudeau og
áréttaði þá ósk sína að Kanadamenn
kæmu aftur að samningaborðinu.
Sagði Nieto að sá möguleiki væri fyr-
ir hendi að NAFTA-samkomulagið
nýja yrði samþykkt fyrir lok þess-
arar viku. Pena Nieto sagði jafn-
framt að nýja samkomulagið kæmi
sér mjög vel fyrir bæði Bandaríkin
og Mexíkó, og að það hefði verið ein-
faldað mjög mikið frá því sem áður
var. sgs@mbl.is
Segja samkomu-
lag í sjónmáli
Nýr samningur
um NAFTA
„í þessari viku“
AFP
NAFTA Donald Trump tekur hér í
hönd Ildefonsos Guajardo eftir að
samkomulagið var í höfn.
Epal Hörpu / Epal Laugavegi
AIRPORT FASHION - KEF
Útsölustaðir
Reyk jav ik Ra incoats - HVerf i sgötu 82
www.reyk jav ikra incoats .com - s ím i : 571 1177