Þróttur - 16.06.1918, Side 3
Lengi treynist vona vor
vasldeik einum bundið.
íþrótt prýðir vöxt og vit,
vekur lýðum gleði,
ævitíðum lífsins lit,
ljóshjúp sníður geði.
Oþreytandi bölva-bönd
brautryðjandi slítur,
styrkleikshandar, elds í önd
óslökkvanda nýtur.
Strengjum Braga Ianga leið
láti slagur knúinn.
heilladagur himinskeið
hald þú fagurbúinn.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Iþróttaslagur.
ÞRÓTTUR
— blað íþróttamanna — kemur út
5 blöð á þessu ári. Kostar 1 kr.
árg., en 25 aur. eint. í lausasölu.
Blaðið vill fá útsölumenn í hverri
sveit. Sölulaun 20 %•
Um afgreiðslu blaðsins sér stjórn
íþróttafélags Reykjavíkur.
feir, sem gerast vilja áskrifendur, sendi afgr.
blaðsins i kr. póstávísun.
Utanáskrift blaðsins er:
fRÓTTUR,
Pósthólf nr. 546,
Reykjavík.
Líður ótta, roði rís,
rennur nótt að straumi.
Ljóssins gnótt er vegar vís,
vekur þrótt af draumi,
Geislinn hrærir geð og mál,
glaður blærinn lundu,
röðull skær úr austur-ál
ungur hlær við grundu.
Ekki er hljótt í morgun-mund,
margan þróttur hvetur,
Sveina gnótt á sigurfund
sækir skjótt sem gelur.
Nú skal reyna þol og þor,
þá er meinum hrundið.
Kraftamenn.
íslenzk alþýða hefir lengi haft mæt-
ur á kraftamönnum, og ein af kær-
ustu skemtunum hennar hefir verið
að segja sögur af þeim og heyra þær
sagðar. 1 fornsögunum uir og grúir af
sögum um sterka menn. En þær sög-
ur þrjóta ekki með fornsögunum. Þær
haldast við gegnum ailar aldir alt til
okkar daga. Nokkuð er af þeim í
þjóðsögusöfnunum, en lang-ílestum
slíkum sögum er þó enn þá ósafnað.
I3að væri nú vel til fallið, ef íþrótta-
fjelögin vildu safna slíkum sögum.