Þróttur - 16.06.1918, Síða 4
26
Þróttur
Það er ekki að eins til þess að hafa
þær til skemtunar og hvatningar, þótt
það eitt ætti að vera nægileg ástæða.
Úr sögunum sjálfum má vinna mik-
ilsverðan þátt íslenzkrar menningar-
sögu, því að í þeim speglar sig hugs-
unarháttur liðinna kynslóða og oft
gefa þær upplýsingar um uppeldið.
Þær mega því enganvegin glatast.
Ganga má að því vísu, að margar
af þessum sögum séu ýktar, sumar
stórlega, — sumar meira að segja ó-
sannar með öllu. Þetta skiftir minstu.
Ilvort sem þær eru sannar eða ósann-
ar, sýna þær mætur alþýðu á aflraun-
um. Hvort menn hafa upplifað þess-
ar aflraunir i raun og veru eða að
eins í ímyndun, ber að sama brunni
þegar um menningaráhrifin frá þeim
er að ræða. Fæstir af þeim, sem segja
frá aflraununum, hafa sjeð þær sjálfir,
og allur þorri þeirra, sem á hlýðir,
sér þær að eins með augum trúarinn-
ar. En fyrir augum allra þessara
manna standa þær sem eitthvað göf-
ugt og mikilfenglegt, sem vert er að
leggja eitthvað á sig fyrir að fá höndlað.
í þessum fáu línum ælla eg að eins
að gera krafta manna að umtalsefni,
ekki aðrar íþróttir, t. d. glímni, vig-
fimi, skotfimi, léttleik, hvatleik. o. s.
frv. Þótt nóg sé til af sögum hjá al-
þýðu einnig um þær íþróttir. Aflrauna-
sögurnar eru flestar, og eg held að
þær hafi vakið mesta aðdáun alment.
Allir kannast við sögurnar um
Hafnarbræður. Það eru yfirleitt sann-
ar sögur. Þar voru afburða-sterkir
menn og jafnframt ram-íslenzkir, forn-
ir í skapi og einkennilegir. En menn
líkir Hafnarbræðrum hafa verið ná-
lega í hverri sveit á íslandi og venju-
lega hefir fylgt kröftum þeirra ein-
kennilegt skapferli. Venjulega eru þeir
hversdagsgæfir og yfirlætislausir, en
reiðast illa ef þeir reiðast. Þannig vildi
alþýðan islenzka hafa þá. Kraítamað-
urinn og oflátungurinn gengu aldrei í
sömu húðinni. Það að vera krafta-
maður og hitt, að láta lítið yfir sér,
fór venjulega saman.
Oftast nær sýna sögurnar fádæma
handastyrk og bakstyrk — að siga
fast á árar, lyfta þungum steinum á
stall, súpa á brennivínstunnu, bera
hestinn sinn á háhesti o. s. frv. Um
styrk hálsvöðvanna sérstaklega er sjald-
an talað og enn síður um styrk kvið-
arvöðvanna og brjóstvöðvanna. Útlend-
ir aflraunamenn sýna oft styrk þess-
ara vöðva sérstaklega, til dæmis með
því að láta raða þungunr lóðum á
kviðinn á sér og bjóstið, eða láta
mann á klossum stökkva úr háalofti
ofan á kviðinn á sér án þess að láta
sér verða mikið unr (I. P. Múller
telur sér slíka aflraun til gildis, ef
eg man rétt*). Um slíkar aflraunir er
aldrei talað í íslenzkum alþýðusögum
svo eg muni. Mönnum hefir víst fund-
ist þesskonar aflraunir — ef ekki
flónslegar — þá samt nauðsynjalitlar,
og ekki fallnar til mikilla nytja í dag-
lega lífinu, en hins vegar bera keinr
af oflátungshælli, sem stór-spilti allri
aflraunagöfgi í umdæmi alþýðunnar.
Um hitt eru sögurnar óteljandi.
Margir nafnkunnir menn, sem gátu
sér almennan orðstír fyrir eitthvað
annað, voru einnig orðlagðir krafta-
menn, t. d. sr. Snorx-i Björnsson á
Húsafelli (skáld og fræðimaður) og
Jón sýslumaður Espólín.
Um afl Jóns Espólíns eru til all-
margar þjóðkunnar munnmælasögur.
T. d. þá er hann kleip Nathan í hand-
legginn eftir eitt réttarhaldið í morð-
málinu, og kvað þetta um leið:
.... Brenni þér sinar, blóð og œð
bölvaður Nathan satans.
*) I. P. M. segir að nútíðarmenn œfi alt of
lítið kviðvöðvana — og þar af leiðandi inn-
ýílin —. ÆfingakeiTi trans »Mi'n aðfcrð« á að
bæta úr þessu. Ritstj.
J