Þróttur - 16.06.1918, Page 8
30
Þ R Ó T T U R
í fyrsta lagi verður íþróttamaðurinn
að læra að anda svo lientuglega sem
auðið er. Venjulega fyllist brjóstkassinn
ekki eins og liann gæti, sakir þess að
eigi þarf meira loft, en hinn venjulegi
andardráttur veilir, og vér verðum smám-
saman að æfa oss í að fylla brjóstkassann
sem hæfifégast. Vér sjáum nú að hæfi-
leikiun tii þess vex við þjálfið og að
vel þjálfaðir íþróttamenn komast langl
í þá átt. Það má mæla rúmtak þess
lofts, sem maðurinn getur yfirleitt and-
að frá sér eftir djúpa innöndun, með
því að taka það í geymir. Menn nefna
liið útandaða loít »vitalkapacitet« lungn-
anna* og er. það yfirleit 4000 rúmskorir
(c.cm.) Við mælingu á nokkrum ræður-
um er voru við róður kom það í ljós
að loftþensla lungnanna jókst um 200—
600 rúmskorir (c.cm.), og bar það vott
um áhrif þjálsins. Menn vita lil þess
að loftþensla j'msra íþróttamanna er
6000 rúmskorir, og er það mikil hækkun
úr því, sem alment er. Norskur skauta-
maður, heimsmeistari í sinni list, hefir
5500 rúmskora loftþenslu.
Hin aukna fylling lungnanna hefir það
nú af sjálfsögðu í för með sér, að lík-
arninn þarf meira súrefni og að stærri
hluti af lungunum vinnur. Með þessum
eina lrælti má þjálfa lungu sín. Menn
mega ekki ímynda sér að þeir geti með
öndunaræfingum »dælt súrefni inn í
blóðið«, sem sagt er stundum í öndun-
arreglum. Vér eigurn hreint engin ráð
á því live miklu súrefni við náum og
hversu mikilli kolsýru við sleppum; því
að það fer eflir þeirri þenslu eða því
fargi, sem á lofttegundum þessum er í
blóðinu; en er líffærið þarf að losna við
kolsýruna, er það vitanlega alt mjög á-
ríðandi að loftfylli lungnanna verði sem
auðveldust.
* Vitalkapacitet merkir pað mesla (rúm-
mál) lofts sem lifandi maður gelur haft í
lungunum og barka í einu og mætti kalla
pað lo/lpcnsln lungnanna.
Annað ráðið til að forðast kolsýru-
söfnun með hjálp þjálfsins, er það, að
losast við allar óþarfa hreyfingar og þá
auknu kolsýru er aí þeim leiðir.
Er menn knýta einhverja vöðva þá
herða þeir líka grannvöðvana um leið;
og þar að auki hættir mönnum við að
nota alt aðra vöðva, er ekkert koma
við þeirri hreyfingu, er á að framkvæm-
ast. Þannig sér maður oft fimleikamann,
er æfir handleggina með tækjum »hjálpa«
til með fótunum með því að sprikla;
en þetta dregur aðeins úr þrótti hans.
Það er ætlun þjálfkennarans (Træner
Instruktör) að kenna lærlingunum að
losna við slíkar óþarfa lireyfingar. Ann-
að dæmi má tilfæra: við hlaupæfingar
má sjá það að óæfður maður, eða van-
kunnandi í sinni ment, lyftir sér dálítið
við hvert spor. Smámsaman helir hann
þarna drýgt erfiði, sem auk þess var hon-
um gersamlega ónýtt. Maður sér einnig að
þjálfaður hlaupari, er fer rétt að breytir
eigi þannig, en notar aðeins fæturnar
er hann hleypur. Líkt þessu er því far-
ið með hestana. Er hesturinn brokkar
notar hann krafta sína á sem hentug-
astan hátt og þreytist langtum seinna
en ef liann stekkur, því að þá verður
hann að lyfta sér nokkuð við hvert
slökk. Því er sagt í Danmörku »að
liesturinn brokki með fótunum, en
stökkvi með lungunum«.
Enn þá er lil þriðja ráðið við kol-
sýrueitraninni, sem sé að blóð það, er
streymir gegnum lungun aukist. Eg hefi
þegar nefnt, að vinnandi vöðvi þarfn-
ast meira blóðríkis, og af þeirri ástæðu
þarf hjartað að starfa meira við aðrar
likamsæfingar og aðra líkamlega vinnu.
En þegar máttur hjartans vex, eykst að
sama skapi blóðrásin gegn um lungun,
og sakir þess getur blóðið sogið í sig
meira súrefni og losnað við meiri kol-
s>7ru en ella. (Frh.).