Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 13
Þróttur
35
♦♦♦
Sfjar Törar. Fjireytt úrvat.
Rykfrakkar.
Regnkápur.
Alfatnaður.
Nærfalnaður.
Manchettskyrtur.
Hálstau.
Brjösthlífar.
Sokkar.
Sportbelti.
Axlabönd.
Sporthúfur.
Hattar.
Göngustaflr.
Regnhlífar o. m. 11.
Ennfremur:
Pils,
Morgunkjólar og
Nærfatnaður m. m.
fyrir kvenfólk.
Vandaðar Törur. Lágt yerð.
♦♦♦
Bezt að verzla í
Sími 269. Hafnarstræti 16.
f
Olympiuförin 1912.
(Frh.)
Þann 4. júlí skýrði Sigurjón okkur
frá því, að íslendingar í Danmörku
hefðu geíið grip (bikar); (eiginlega and-
virði hans) er vera skyldi föst verð-
laun við Ólympiuleikana og sá liljóta,
er beztur reyndist í íslenzkri glímu.
Forgöngumaður þessa, var hr. Svein-
björn Sveinbjörnsson, yfirkennari í Ar-
ósum og gaf hann sjálfur til þess drýgst-
an skerf.
Við sáum að það myndi ýta mjög
undir og flýta fyrir því, að glíman yrði
viðurkend, og telcin í tölu allieimsiþrótta,
er kept yrði nú í henni, inn á »Stad-
ion« (leikvanginum), og verðlaunin af-
hent af nefnd Ólympíu-leikanna.
Oss hafði þegar verið ætlaður tími á
leikskránni, til glímusýningarinnar (þ.
7. júlí, kl. 7. e. h.) en hann var óhent-
ugur vegna þess, hve seint á degi glíma
átti; en nú gafst okkur einnig tækifæri
til þess að sýna hana í annað sinn, og
var því margfaldur gróði. Við fengum
því ennfremur framgengt, að ná í mjög
lientugan tíma (þ. 15. júlí, kl. 3 e. h.),
til þess að keppa um bikarinn, svo okk-
ur þótti nú vænl í efni og horfur góðar.
Bikarinn fengum við að velja sjálfir, en
gefendur hans voru þeir: yfirkennari
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, dr. Valtýr
Guðmundsson, prófessor Finnur Jóns-
son, stórkaupnr. Jakob Gunnlaugsson,
skrifstofustjóri Jón Ivrabbe, presturinn
Magnús Th. Maguússon, cand. mag.
Bogi Melsted, ræðismaður Ditlev Thom-
sen, stórkaupm. Guðm. Sch. Thorsleins-
son og stórkaupm. Þórarinn Tulinius.
Sigurjón hafði náð sanrbandi við
verndara Ólympu-leikanna frakkann,
Baron Pierre de Coubertin, i því skyni,
að fá hann til að vera meðmæltan sjálf-
stæðri þáttöku vor íslendinga í Ólympíu-
leikuuum, og því að vér fengjum að
koma manni í alþjóða Ólympíunefnd-