Þróttur - 16.06.1918, Síða 15
Þ R Ó T T U R
37
komið, að komast hjá þeim erfiðustu
fyrst, því 50 menn voru í flokki hans
°g sérhver úr sögunni er tvisvar beið
ósigur. —
Hamingjan heilög. — Það var Finni,
að nafni Guslaf Lennart Lind, sem átti
að mæta Sigurjóni. Okkur stóð stuggur
af öllum finnum, því að af þeim gengu
mestar tröllasögur. Háls finnans var
öllu gildara að sjá en höfuðið og allur
var maðurinn mjög sterklegur, en í
fyrstu atrennunni náði Sigurjón á hon-
um sínu bezta taki, (höfuðtaki með
mjaðmarhnykk) og hafði hann þegar
undir, en finninn smaug úr því á síð-
asta augnabliki. Þeir glímdu síðan í */*
klukkustund, svo hvorugur lá, en Sigur-
jóni veitti auðsjáanlega betur. Áttu þeir
þá að hvíla í eina mínútu, en í næstu
atrennu lagði Sigurjón finnan, eftir
skamma viðureign, (35 mín. í alt). Við
hrópuðum ísland og hlupum til sigur-
vegarans næsta kátir. Frli.
Göngur.
(Niöurl.).
Tjaldið. Af tjöldum eru til ótal gerðir,
rnjög mismunandi að gæðum og hent-
ugleika. Til göngufara þarf einfalt, létt,
en sterkt og vatnsþétt tjald, og má ef
með þarf búa það til sjálfur. Ágætt lítið
tveggja manna tjald er þannig:
Ur þremur breiddum af vanak, sterku
óbl. lérefti er búinn til ferhyrndur dúk-
ur, 2,25 X 3,60 st., faldaður alt í kring
með breiðum faldi. Þá eru saumaðar
smábætur og setlir þar á látúns-kóssar,
1,5 skorir (cm.) í þvermál á þessa staði: í
miðjar lengri rendur dúksins báðum meg-
in og á endana öðrum megin (ofanverðu),
á báðar lengri rendurnar 75 skorir frá.
hornunum, og á hliðarnar — styttri
rendurnar — 105 skorir frá efri hornun-
um. Frá miðkóssanum að ofanverðu, í
kóssana á hliðunum og í hornkóssana 75
skorir. Frá liornum neðri randarinnar eru
svo saumaður mjóir renningar með tvö-
földum saum til styrktar, einnig milli
kóssanna á liliðunum og þeirra sem
áður eru nefndir í neðri röndinni. Þess-
ar línur mynda svo horn tjaldsins frá
toppnum niður hliðarnra' framan og
aftan og hotnlínu hliðanna. Efri rönd
dúksins myndar tjaldopið cg neðri horn
dúksins brjólast inn á gólfið. Lögun
tjaldsins verður hálfur »pyí amidi«. Topp-
urinn, tjaldsúlan og opið á tjaldinu í
miðjum skurðfletinum. Eins og þetta er
hér framsett, nl. án teikningar, er það
nokkurskonar gáta, sem gaman er að
spreyta sig á að teikna og klippa síðan
ferhyrninginn út í pappír og brjóta eftir
línunum, sem áður eru nefndar. Ef rétt
er dregið fyrir þeim, kemur lögun
tjaldsins alveg í Jjós. Þá er tjaldsúlan.
Lengd hennar eða hæð tjaldsins er
helmingur af lengd dúksins eða 1,80
stikur. — — —
Loks er eftir að gera tjaldið regnþétt.
Það má gera á þann hátt, að leysa 400
met(gr.)af »paraffin« (fæst í lyfjabúðinni)
upp í 3 1. af terpentínu. Terpentínan er
hituð vel í íláti ofan í fötu með sjóð-
heitu vatni (því að eldur má ekki koma
nærri lienni), »paraffinið« skafið út í, og
lirært þangað til það er uppleyst. Þessu
er síðan helt yfir tjaldið vel heitu og
hleytt vel og jafnt í tjaldinu öllu, svo
að ekkert verði út undan. Tjaldið er
síðan hengt strax út til þerris. (Bezt er
að vera úti við þetta, því að lyktin af
terpentínunni er ekkert sælgæti). Einnig
má vatnsþétta tjaldið með 120 metum af
álúni leyst upp í 3 1. af heitu regnvatni,
blandað saman við 120 met blýsýru leyst
upp í öðrum 3 1. af vatni. Þessu er helt
á tjaldið og það látið liggja í bleyti
nokkra tíma. Þá undið upp, skolað í
köldu vatni, undið aftur og breytt til
þerris. Á sama hátt má einnig regnþélta
falnað.