Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 4

Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 4
40 Þróttur hljóp fyrir, með hann á hælunum. Við og við tók hann rykki og hljóp fram með og jafnvel fram fyrir. Og fylgdumst við svo að niður allan Laugaveg og fram á Bakarabrekkubrún. Eg býst við að eg hefði getað losað mig við sam- fylgd hans fyr, ef eg hefði viljað »spretta«, en það vi.ldi eg ekki gera, fyr en eg væri viss um að geta haldið sprettinum að markinn. En þegar við komum fram á brúnina, byrjaði eg sprettinn niður alla brekkuna. Og þegar hún var á enda, var mér svo hægt um hlaupin, að eg herti enn meira hraðann. Eg leit snöggvast um öxl í Austurstræti, og sá engan á eftir mér, — eg man ekki að eg hrygðist neitt við það. Eg hljóp á- fram að marki í spretli. Kom 9 sek. á undan þeim næsta og hann aftur 23 sek. á undan þeim þriðja. Ólafar Sveinsson. íþróttir og leikir við barnaskólana í Stokkhólmi. Eftir Chr. Wassberg. [Frh.]. Leikjakenslu við barnaskólana í Stokkhólmi er hagað með tvennu móti. Ýmist er það skyldukensla á skólatím- anum eða æfingar utan skólatímans, sem stjórnað er af launuðum leikstjór- um, og er börnunum þá frjálst hvort þau koma. Frjálsa leikkenslan stendur jafnt sumar sem vetur. A sumrum er annast um að börnin fái þá hreyfingu, sem þeim er nauðsyn- leg. Barnaskólum borgarinnar er skift í fjögur hverfi. Drengjunum úr hverju hverfi er síðan skift í tvo flokka, og eins stúlkunum. Hver flokkur hefir svo leikæfingar þrisvar í viku. Æfingarnar eru haldnar á íþróttavöllum borgarinnar og standa 3—4 kl.stundir í einu. Venju- lega fer hver flokkur eina skemtiferð á viku, sem stendur þá allan daginn, bl einhvers skemtilegs staðar í nágrenninu. Fátæk börn fá að borða á leikæfinguin og skemtiferðunum, og þurfa engan ferðakostnað að greiða. Um skylduæfingarnar á skólatímun- um er svolátandi reglugerðarákvæði: »Sérhver kennari skal fara í skemtiferð með kensludeild sína, 1—2 sinnum vor og haust, og iðka að vetrinum M skauta- skíða- og sleðaferðir með börn- unum eftir borðunartima minsta kosti tvisar á mánuði, eða einu sinni í viku, ef tækifæri gefast ekki fyr en seinni hluta vetrar. í staðinn fyrir leikfimi má þegar svo ber undir hafa iþróttaiðkanir eða leikæfingar. Leiðbeiningar um leikæfingar hafa verið gefnar út í 3 heftum, og einu viðbótarhefti. Fyrsta heftið er um helztu knattleika. Annan heftið um minni knatt- leika, hlaupaleika, áflogaleika og kast- leika. Þriðja heftið er um hringleika og söngleika. í viðbótarheftinu er úrval af leikum handa börnum á 1. og 2. skóla- ári. Titill bókarinnar er »Stockholms folkskolors lekserie«. Sumir leikirnir eru að eins ætlaðir til skemtunar og hress- ingar. En um aðra er lögð mikil áherzla á, að börnin nái sem mestri leikni i þeim. Svo er t. d. um ýmsa knatt- stökk- og hlaupaleika. Um vinninga i þessum leikum gilda nákvæmar reglur. þeir eru og þreyttir við kappleika, sem skólarnir halda með sér; kappleikarnir eru háðir vor og haust, í byrjun og lok skólaársins. f*á ganga drengir úr efri deildum barnaskólanna ffylkingum,— en í broddi fylkinganna eru hljóðfærssveitir skólanna, — til íþróttavallarins á Öster- malm. Það er eingöngu kept í flokkum, og hafa flokkarnir venjulega verið um 50. Sigurvegararnir fá að lokum verð- laun, og eru þau bæði veitt ílokkum og einstaklingum, sem hafa staðið sig

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.