Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 5

Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 5
PRÓTTUR 41 'L'l. Verðlaunin eru íþróttatæki eða aðrir nytsamir hlutir. En sá skólinn, sem ezt hefir staðið sig, fær að sigurlaun- Utn stóran silfurskjöld, sem »íþrótta- sanrhandið« hefir gefið. Það er mestur heiðurinn að bera þann skjöld af hólmi. Kappleikar fyrir stúlkur hafa sjaldan 'erið haldnir. Aftur hafa stúlkurnar tekið drjúgan þátt i leiksýningum við skólahátíðir, á baltisku leikunum í Válmey, og ekki síst við hátíðahöldin ® ^arnadeginum í Stokkhólmi. íJað er Iangt síðan byrjað var að iðka skautahlaup og sleðaferðir með skóla- 'Jörnum í Stokkhólmi. Sleðabrekkur og skautabrautir hafa verið gerðar á kostn- að borgarinnar í námunda við alla stærri skólana. Þar að auki veitir borg- arsjóður styrk til margra skautabrauta ^eð því skilyrði, að þær standi skóla- körnum opnar. — Á seinni árum hefir mikil áherzla verið lögð á sldðahlaup. Það hefir komið í Ijós, að sú íþrótt er ágætlega tallinn til líkamsuppeldis. Þess vegna hefir verið starfað nieð miklum dugnaði því að kenna sem flestum af öllum ^arnaskaranum í Stokkhólmi skíðahlaup a skólaárunum. Einstakir menn hafa 8efið stórfé til skíðakaupa og alls út- kúnaðar. Skíðanámsskeið hafa verið úaldin fyrir kennarana. Loks hafa ver- 'ú haldin skíðakapphlaup, sem þúsundir úarna hafa tekið þátt í. Þarnaskólarnir hafa tekið sundið á s'na arma fyrst allra íþrótta. Nú veitir borgarsjóður 7000 kr. styrk til sund- kenslu barna og kenslunni þannig fyrir bomið: í kenslulokin að vorinu eru aögöngumiðar að sundkenslu seldir börn- Unum. Aðgöngumiðar, sem gilda fvrir bvern dag námstímans kosta 2 kr., en aðgöngumiðar, sem gilda annanhvorn úag kosta 1 kr. 'Um 5000 börn hagnýta Ser þessa kenslu að meðaltali árlega. Vtlærðir sundkennarar hafa kensluna á bendi, en kennarar frá barnaskólunum ÞRÓTTUR — blað íþróttamanna — kemur út 8 blöð á þessu ári. Kostar 2 kr. árg., en 25 aur. eint. í lausasölu. Rlaðið vill fá útsölumenn í hverri sveit. Sölulaun 20 %• Um afgreiðslu blaðsins sér stjórn íþróttafélags Reykjavíkur. Utanáskrift blaðsins er: Þróttur, Pósthólf nr. 546, Reykjavik. hafa á hendi eftirlit með börnunum. í seinni tíð hefir sund einnig verið kent á skólalímunum, enda eru allstórar sundlaugar í öllum nýrri skólahúsum. Til að örva börnin við sundnámið hafa verið haldin kappsund síðari árin, og gefist vel. Jafnframt því að komið hefir verið á leikja- og íþróttaæfingjum við skólana hefir leikfimin sótt sig. Ræði hefir reglu- legum leikfimislímum verið fjölgað og eins verið komið á sérstökum dagleg- um æfingum. Daglegu æfingarnar eru einkum snúningshreylingar, sundtökin og fljótlegir Ieikir. Leikfimi, íþróltir og leikjir styðja hvað annað. Þessar tilraunir til að bæta líkams- uppeldið við barnaskólana i Sokkhólmi, hafa vitaskuld átt nokkurri mótspyrnu að mæta. En góður skilningur á því hvað hér væri um að ræða, hefir verið yfirgnæfandi. Margir hafa örfað hreyf- inguna og komið henni til hjálpar. í þessum efnum eru skólarnir bjálpar- þuríi. Og einkum eru það iþróttamenn og íþróttafélög, sem gætu veitt rnikils- verða hjálp, og ætti það að vera ljúf skylda, því hvortveggja, félögin og skólarnir, slefna að sama markinu: hamingju æskulýðsins og framtíðarheill þjóðarinnar. XX.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.