Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 2

Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 2
38 Þróttur er full ástæða til að óttast hann, því maður getur verið vel undirbúinn að öllu leyti og haft öll líkindi með sér til sigurs. En fái maður sting, er ósigurinn næstum ætíð óumflýjanlegur. Og í hlaupi eins og víðavangshlaupi í. R., þar sem ekki er nema um það eina hlaup að gera alt árið, er það þó tíu sinnum sár- grætilegra að fá sting, en t. d. í víða- vangshlaupum utanlands; því ef ekki gengur að óskum í einu, er alt af hægt að fá nóg ný tækifæri til uppreisnar, en hér er engin uppreisn. Þetta gerir hlaupið miklu kvíðvænlegra en annars, fyrir þann sem ekki stendur alveg á sama um leikslokin, — en stælir auðvitað einnig vilja manns, um leið, til að gera sitt bezta. — Eg var einna fyrstur í viðbragðinu, hljóp þó ekki hratt til að byrja með. Tók eiginlega ekki til fótanna fyr en upp kom á Laufásveginn. Eg var aftar- lega, er við komum þangað, en hljóp þá fram og »lagði« mig næst fremst. Einn hafði þá hlaupið svo hart, að hann var kominn löluvert á undan (líkl. 60— 80 stikur) og lengdi bilið með hverju skrefi. Eg sá að ekki mátti »svo til ganga«, og herti ferðina svo, að hann vann ekki meira á. Hlupum við svo þannig áfram og bilið breyttist lítið, því eg áleit nógan tíma til að stytta það síðar. Eg og einn kunningi minn, sem var með í hlaupinu höfðum talað um það skömmu fyrir hlaupið, livar bezt að- »slaðan« væri í hlaupinu. Kom okkur saman um að bezt væri að halda sér aftan við þann, sem mest líkindi hefði til sigurs. Og nú heiðraði hann mig með því að látast vera skugginn minn. Eg man ekki hvort eg fann mikið til þessa heiðurs þá, en nú finn eg hann — og þakka. Samt skildi eg strax til hvers refarnir voru skornir, því eg mintist samtalsins. Um hina sem á eftir voru get eg því miður ekkert sagt. Suður allan Laufásveginn hélzt þessi röð, með liku bili milli mín og þess fremsta, ma þó vera að bilið hafi styst svolítið. En »skugginn« var þétt aftan og sólarmeg- ín við mig. Nú beygðum við yfir Skóla- vörðustiginn og yfir á túnin. Regar eg kom að fyrstu girðingunni, sá eg að neðri vírnum hafði verið lyft upp a kafla, eg hafði aldrei tekið eftir þessu áður, og alt af skoðað það sem sjálf- sagt, að stökkva yfir hana, var þó i vafa um, hvorn kostinn eg ætti heldur að taka, er þetta tækifæri var lagt upp í höndurnar á mér, — girðingin hafði auðsjáanlega verið »löguð« af einhverj- um. En eg kunni afleitlega við að hugsa til þess að beyja mig undir það sem mér fanst skylda mín að stökkva yfi*'> mér fanst það ekki alveg »fair play«. Eg stökk því. En við þetta hik hafði eg tapað ferðinni og kom því niður i skurðinn, — samt á góðum stað, — og var ekki lengi að stökkva upp úr. Fyrsti maðurinn var nú kominn að næstu girðingu. Eg áleit að nú væri mál til komið að fara að reyna fyrir alvöru að stytta bilið milli mín og hans, og herti skrefin og varð þess þá fljótt vísari, að saman dró, og örar en eg hafði búist við, því þegar eg kom að veginum, sem liggur um þver túnin, munaði ekki meiru en því, að við vor- um báðir í einu á girðingunum, sinn hvoru megin vegarins. Eftir það dro óðum saman með okkur. En það er af »skugganum« að segja, að hann féli alveg úr »sögunni«, eftir að við kom- um á túnin, og síðast heyrði eg álengd- ar skrölta í honum, er hann fór yfir vírgirðingarnar við veginn. Rétt áður en við komumst af túnunum, náði eg »forustusauðnum«, og varð eg fyrstur út á Laugaveginn. Margir halda nú ef til vill, að þá hafi »björninn verið unn- inn«. En því fór fjarri. Nú ætlaði hann að eins að lofa mér að ráða ferðinni um stund. Eg tók við »embæltinu« og

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.