Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 15

Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 15
Þróttur 5l íþróttafréttir. Víðavangslilíiup íþróttafélags R.víkur fer fram í dag i fimta skiftið; ef veð- Ur leyfir. Hlaupið hefzt frá AusturveDi ^1* 2 síðd. og verður farin sama leið og Þrótt 1. sumardag 1919). verða 15, og er þeim skip- í þrjár sveitir. Fyrsta Víðavangshlaup • R. var háð hér 1916. Þátttakendur v°ru þá 10. Jón Jónsson ljósmyndari Varð fyrstur, en Ólafur Sveinsson vél- setjari næstur. 1917 tóku 10 menn Þútt í hlaupinu, og bar Jón J. aftur sig- Ur úr býtum. 1918 voru þátttakendar 10, en 1919 að eins 8, og vann Ólafur Sveinsson bæði hlaupin. Sanibandsfélög í. S. í. 1 fyrra mánuði gekk Knattspyrnufélag ^estmanneyja í Sambandið. K. F. V. er hér vel þekt, það tók þátt í Knatt- sPyrnumóti íslands 1911. Formaður fé- lagsins er stud. jur. Kristinn Ólafsson. 1 a hefir Ivnattspyrnufél. »17. júní« í Hafnarfirði nýlega gengið í í. S. í. Fé- •agatala er 40 og formaður félagsins er Jakob A. Sigurðsson, verzlunarmaður. eru sambandsfélög í. S. í. orðin 68 tölu. íþróttamenn, vinnið að því að sameina öll þau félög, er hafa íþróttir a stefnuskrá sinni, undir merki í. S. í. Aðalfundur í. S. í. verður haldinn hér næstkomandi snnnudag kl. 2 síðd. í Iðnó. Fulltrúar eru hérmeð ámintir um að mæla stund- ^íslega og með kjörbréf. Halldór Hansen læknir hefir gerzt æfitélagi í. S. í. og eru Þe>r nú orðnir 12 að tölu. Sjóður styrkt- arfélaga í. S. í., sem þessi æfigjöld eru lö§ð í, er að upphæð kr. 643,19. Akademisk Boldklub hefir nýlega sent í. S. í. vandaðann 1 fyrra. (Sjá Rálttakendur silfurskjöld, til minningar um komu þeirra hingað á síðastl. sumri. Skautakongur Manitóba-fylkis heitir Magnús Goodmann og er ís- lenzkur. Mótið fór fram 9. janúar s. 1. í Winnipeg, og voru þátttakendur fimm beztu skautamenn þar um slóðir. Magn- ús vann öll skeiðin, V4 niílu, 3/s mílu, mílu og 3. mílna. Næstur honum var Philip Taylor, mikill skautakappi og fyrv. skautakongur. Petta var í þriðja sinni sem Magnús vann á þessu móti, og hlaut hann því silfurbikar þann, sem hann áður hafði unnið, til eignar. Magnús Goodmann er að eins tvítugur að aldri, og spá vestan blöðin honum mikillar frægðar í skautahlaupum. Frá Jóhannesi glímukappa. Snemma í desember-mánuði fór Jóh. Jósefsson suður til Havana á Cuba, og var tekið þar með kostum og kynjum. Blaðið »Diario de la Marina« frá 7. des. segir svo frá: »Sýning Jóhannesar var framúrskar- andi góð. Pegar hann kemur fram á leiksviðið í þjóðbúningi íslendinga, fer aðdáunar-ókyrð í gegnum alla áhorf- endurna, því miklir kraftar, lipurð, lægni, einurð og vitsmunir, mynda þarna eina samsteypta heild. Fáir iþróttamenn munu hafa fengið frá fyrsta augnabliki meira lófaldapp, og þó það væri mikið þegar frá byrjun, þá jókst það alt af jafnt og þétt, eftir því sem á leið sýninguna, og þegar Jóliannes með lægni sinni og snarræði, feldi hvern mótstöðumann sinn á fætur öðrum, líktis fögnuðurinn stormveðri, eins og menn væru alveg viti sínu fjær, og vissu ekki hvernig þeir ættu að sýna fögnuð sinn . . .« Þegar á unga aldri sýndu sig hinir miklu íþróttahæfileikar Jóhannesar og alt af hefir frægð hans farið vaxandi. Árið 1913 lagði hann að velli hinn fræga japanska glímumann Hirano, í

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.