Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 7

Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 7
f>RÓTTUR 43 andað reyknum að sér. Tóbaksmaðurinn ^er> en reykurinn situr eftircc. Próf. dr. Gottfr. Kratt. »Tóbakið getur deyft sultinn, en það getur ekki hjálpað til að yfirvinna lik- amlega erfiðleika«. Generalfeldtmarsclial HæsleF, greifi. Minnist þess, að þér eruð framtíðar- Þjóð. En þeir, sem vilja gefa heimilun- urn meiri mentun og göfgara siðferði, ^ega ekki sjálfir vera þrælar deyfingar- efnrs, sem þeir geta hvorki unnið eða lifað án«. S. Ágrip af ferðasögu íþröttafél. »Höfrungur« 1917. Eftir að búið var að samþykkja það a aðalfundi félagsins, að þjálfa ílokk ölanna, sem svo að áliðnum vetri gæti farið til næstu fjarða og sýnt þar iþróttir; var byrjað að æfa fimleika af kappi. Gekk það vel að öðru Ieyti en því, að tveir af mönnum þeim, sem áttu að vera með í förinni, stunduðu sjó, og lnistu því nokkrar æfingar, en það vikli °ss til að þeir voru báðir á bifbát þeim, sem ráðinn var til ferðarinnar. Eaugardaginn 24. marz var svo lagt a stað í ferðina; hópurinn var ekki stór, að eins 6 piltar undir stjórn Gunn- ars A. Jóhannessonar form. félagsins. Allir voru kátir og fjörugir og vonuðu að ferðin mundi ganga vel. Yeðrið var g°lt en sjógangur töluverður þegar kom ul úr firðinum og urðu tveir sjóveikir, þótti okkur það mjög ilt, því við viss- um að þeir mundu tapa sér og verða dla fyrirkallaðir til að sýna íþróttir um kvöldið. Að óðru leyti gekk ferðin vel °g komum við til Flateyrar kl. 4; flutt- um áhöld okkar í land og upp í sam- komuhús staðarins, því þar átti sýning- in að verða. En er þangað kom leyst okkur miður vel á, því húsið var tölu- vert minna en við höfðum búist við, en við urðum nú að hafa það. Sýndum við þar um kvöldið. Daginn eftirfórum við til Suðureyrar á Súgandafirði. Hús- næði var þar ágætt, heldur stærra en heima hjá okkur, enda mun okkur liafa tekist þar einna bezt, og var óspart klappað lof í lófa. Næsta dag var ferðinni haldið áfram til Bolungarvíkur og sýnt þar um kvöld- ið. Þar tókst okkur einnig vel. Jón Ólafsson læknir hélt ræðu fyrir minni íþrótta og lét hrópa húrra fyrir íþrótta- mönnunum. Þaðan urðum við að fara undir eins um kvöldið, þegar við höfð- um Iokið sýningunni; vegna þess að veður fór versnandi, og hefðum við alls ekki komist út í bifbátinn, ef við hefð- um ekki farið undir eins. Var svo lagt á stað til ísafjarðar, og þangað komum við um nóttina bæði þreyttir og syfjaðir. Vorum þá búnir að sýna þrjú kvöld í röð, og höfðum vakað meira og minna á hverri nóttu. Við vorum því fengnir að vera komnir á endastað ferðarinnar, og flýttum okkur til gistihússins svo við gætum hvílt okkur það sem eftir var næturinnar. Daginn eftir var ekki til setu boðið, því að þá átti að sýna á ísafirði, og var það fjórða kvöldið. Við kviðum fyrir kvöldinu, þar sem við vorum mjög þreyttir undir, en ekki dugði það, nú var annað hvort að duga eða drepast, og tókum við vitan- lega þann kostinn að duga sem bezt við gætum. Sýndum við svo um kvöldið fyrir nærri fullu húsi og þótti fólki okkur takast vel. — Daginn eftir var óveður svo okkur gaf ekki heim. Kom okkur því saman um að sýna aftur næsta kvöld, og það gerðum við. Vorum þá allir óþreyttir og vel upplagðir, enda hygg eg að okk- ur hafi þá tekist lang bezt. Var svo lagt af stað heim daginn eftir, og kom-

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.