Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 16

Þróttur - 22.04.1920, Blaðsíða 16
52 Þróttur japanskri glímu (Jiu Jitsu). Það skeði í Portúgal. Skömmu seinna sigraði hann algerlega japanska afburðaglímu-mann- inn Otagawa. Glíman fór fram í Madi- son Square Garden í New-York, og eftir 16 sek. hafði Jóhannes skelt hinum risavaxna japana........ íslenzka glíman er þjóðaríþrótt ís- lendinga, og þeir hafa varðveitt hana frá alda öðli til minningar um forna frækni. Það var ekki fyr en árið 1908 að hún var sýnd í öðrum löndum.......... Ilinn íslcnzki flugmaður — Frank Fredrickson —, sem hingað kemur í sumar, og ráðinn er hjá Flug- félagi íslands, er velþektur íþróttamaður. Síðasta vetur var hann t. d. foringi beztu íshockey-sveitar Winnipegborgar og sá, er »skorað hafði flest mörk« — á starfsárinu. Hann er fæddur og upp- alinn þar vestra, og byrjaði fyrir nokkr- um árum að læra flug. Styrjaldarárin var hann ílugkennari í her Breta, bæði í Egyptalandi og Skotlandi, og má því búast við að hann sé vel starfa sínum vaxinn. — Þjálfbennari sá, er form. Knattspyrnuráðsins, Egill kaupm. Jacobsen, ætlaði að útvega Knattspyrnufélögunum hér í Rvík í síð- ustu utanför sinni (sbr. »Þrótt« 1. febr. þ. á.), er nú fenginn. Hann heitir Niels Christensen og er úr danska Knatt- spyrnufél. »Frem« í Ivaupm.höfn. Verði nú knattspyrnufélögin ásátt um að fá þennann kennara, kemur hann hingað í næsta mánuði. Skíðaíélag Reykjavíknr hafði hugsað sér að fara meiri háttar skíðaför um páskana, en vegna sótt- varnanna gat eigi orðið úr því. Enginn fékk að fara lengra en inn að Elliðaám eða suður að Kópavogi. — Sem dæmi um snjókomuna hér í vetur, má geta þess, að snjóað hafði yfir nokkurn hluta af girðingu íþróttavallarins, sem er 1 álna há. Skautafélag Reykjavíkur hefir að vanda látið gera skautavell a Tjörninni í vetur, en úr skautakapp- hlaupum hefir þó eigi orðið. Hefði þ° átt vel við að minnast þess með skauta- móti, að félagið varð 27 ára í vetur. íþróttafélagið Stefnir í Súgandafirði hélt kappglimu 6 marz s. 1. Þátttakendur voru 7. Sigurvegari varð Guðni A. Guðnason, form. félagsins. Frægasti skautamaður norðmanna — Oscar Mathisen — sigraði fyrv. skautakong atvinnum. — Robert Mc. Lean — á skautamóti j Kristianiu 7. febr. s. I. — í næsta blaði verður sagt nánar af þessu merka móti. Fiokka-glímumót Árinanns, sem getið var um í siðasta blaði, gat eigi orðið fyr en 18. þ. m. — vegna samgöngubannsins. Mótið fór fram • Iðnó og voru þátttakendur 16. Glímdu þeir í tveim flokkum eftir þyngd. í létt- ari fl. (undir70 tvípundum) voru sjö, og hlaut Valdimar Sveinbjarnars. 1 verðl. (5 vinninga), Karl Jónsson 2 verðl. (4 v.) og Hjalti Björnsson 3 verðl. (4 v.). í þyngri fl. (yfir 70 tvíp.) voru þált- takendur níu, og þar varð hlutskarpast- ur Tryggvi Gunnarsson, glimukongur, með 8 v. Næstur honum var Kristján Jónatansson með 5 v. og þriðji Magnús Stefánsson einnig með 5 v. — Glíman fór vel og myndarlega fram, eins og alt af þegar Ármann heldur glímumót, Framliald af grein. alþm. Bjarna Jónssonar frá Vogi, um Ólympíuleikana til forna, kem- ur í næsta blaði, sem koma á út 17. júní n. k.; einnig skáklausnirnar; skák- þrautir, iþróttafréttir o. fl. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Renedikt G. Waage. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.