Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 6

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 6
ÞORSTEINN BERNHARÐSSON: EIN ÍÞRÓTTAFORUSTA Eftir aldamótin síðustu, jafnhliða kröfum um stjórnmálalegt frelsi, baráttu fyrir innlendri verzlunarstétt, verklegum framkvæmdum og öðru því, sem tilheyrir stjórnfrjálsri þjóð, var af ungum mönnum barizt fyrir stofnun félaga til íþróttaiðkana og margs konar annarra menningarstarfa. Á öndverðu ári 1912 var 1- þróttasamband Islands stofnað til að halda sam- an um íþróttamálin íþrótta- og ungmennafélög- unum og leiðbeina þeim eftir því, sem við varð komið. Þannig leið fram yfir miðjan fjórða tug þessarar aldar. Iþróttasambandið var hið eina landsamband þeirra félaga, sem við þessi mál fengust, og miðlaði þeim eftir föngum af sínum litlu fjárráðum. Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra, er gamall íþróttamaður. Hann mun hafa séð og skilið, að aukin íþróttastarfsemi þarf aukið fé og skipulagningu. í apríl 1938 skipaði hann nefnd til að annast undirbúning löggjafar um íþróttamál. Þessi nefnd vann gott og merkilegt starf, og mun frumvarp hennar lítið breytt vera hin gild- andi íþróttalög. Þó varð henni það á, — og munu til þess liggja rök, sem ekki verða að þesu sinni rakin, — að tvískipta forustu hinnar frjálsu íþróttastarfsemi. Ungmennafélag Islands, sem er samband félaga um mál, svo sem skógrækt, örnefnasöfnun, bindindisstarfsemi, vikivaka, heimilisiðnað og málfundi, var með þessu frum- varpi, sem samþykkt var, gerður jafnrétthár aðili 1. S. 1. um styrk úr íþróttasjóði og til skipunar íþróttanefndar, en í. S. 1. lagðar þær skyldur á herðar, að sjá um, að lög öll og leik- reglur séu á hverjum tíma í samræmi við til- svarandi alþjóðareglur. Það, sem undirbúningsnefnd íþróttalaganna missá sig á og síðar meirihluti alþingis, var, að þegar loks átti að fara að styrkja frjálsa í- þróttastarfsemi, var settur við hliðina á 1. S. 1., sem þá hafði í rúman aldarfjórðung haft for- ustu íþróttamálanna á hendi, annar aðili, jafn- rétthár, en með minni skyldum, aðili, sem ekki hafði, nema þá að mjög litlu leyti, nokkuð skipt sér af íþróttamálum. Hér ber þó síður en svo að skilja, að sambandsfélög U. M. F. 1. hafi ekki lagt stund á líkamsmennt jafnhliða þeim nálum, sem fyrr eru nefnd, þvert á móti, en þá venjulega eftir leiðsögn 1. S. 1. að meira eða minna leyti. Þá var með þessari tvískiptingu íþróttafor- ustunnar stofnað til ástæðulausrar keppni um félögin, og er nú t. d. komið á daginn, að I. S. 1. treystir sér ekki til að skattleggja sambands- félög sín nema svo lágt, að vart er við unandi, m. a. af ótta við það, að sum þeirra gangi úr íþróttasambandinu í U. M. F. I., en þar er tek- inn einnar krónu skattur af félaga, en Skinfaxi látinn ókeypis í staðinn. Með öðrum orðum: gef- ið með félögunum. Á ársþingi 1. S. I. 1941 var vísað til sam- bandsstjórnar tillögu, sem Helgi S. Jónsson í Keflavík og undirritaður fluttu. Var þar skorað á stjórn 1. S. 1. að beita sér fyrir eftirfarandi breytingu á íþrótalögunum, „og séu þær, ef kost- ur er á, gerðar í samráði við samband ung- mennafélaga Islands: 1. Að I. S. í. verði af ríkisvaldinu viðurkennt eini aðilinn um stjórn og meðferð íþrótta- starfsemi áhugamanna í landinu, og að öll þau félög, sem styrks vilja njóta úr íþrótta- sjóði, verði innan vébanda I. S. í. 2. Að íþróttafulltrúar verði tveir. Vinni annar þeirra í sambandi við fræðslumálastjóra og hafi umsjón með skólum landsins. Hinn full- trúinn vinni með stjórn I. S. 1. að hinni frjálsu íþróttastarfsemi, og sé hann jafn- framt framkvæmdastjóri I. S. I. 3. Þar sem með breytingum þessum er gert ráð fyrir, að styrkir til íþróttastarfsemi ung- mennafélaganna innan U. M. F. I. gangi gegnum I. S. I., verði á fjárlögum hvers árs veittur ríflegur styrkur annarri menningar- starfsemi Ungmennafélags íslands og sam- bandsstjórnar þeirra.“ Frh. á bls. 12. ÞRÓTTUR 2

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.