Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 15

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 15
ÞRÓTTUR Blað um íþróttir. íþróttafélag Reykjavíkur gefur út. RITNEFND: Haraldur Johannessen, Ólafur B. Guðmundsson. Þorsteinn Bernharðsson. Stjórn í. R. annast afgreiðslu blaðsins. í. R.-hús við Túngötu. Sími 4387. Pósthólf 35, Rvík. Skrifstofutími milli kl. 5 og 7 mánu- og fimtudaga. VERÐ 5 KR. Á ÁRI. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SIGURPÁLL JÓNSSON. Sími 3687. Þorsteinn Gíslason tekið að sér kennslu í þeirri grein. Þor- steinn er gamalkunnur hnefa- leikamaður, t. d. starfrækti hann hnefaleikaskóla um nokk- ur ár hér í bæ, og er óhætt að fullyrða, að hann er einn fær- asti kunnáttumaður á þessu sviði, sem hér er. Glímukennslu annast Guðm. S. Hofdal; hann var á sínum tíma einn af beztu glímumönn- um landsins og hefur hann þegar unnið mikið starf fyrir félagið. Á. s. 1. sumri hafði hann þjálfun knattspyrnu- flokks félagsins á hendi, og mun hann einnig annast þann þáttinn í vetur. Hann mun vera einn bezti íþróttanuddari (Massör), sem völ er á, og bera hinir ungu útiíþrótta- menn þess bezt vitni. Jónas Halldórsson kennir sundið, eins og getið var í síð- asta blaði. Þá mun félagið hafa víðtæka fræðslustarfsemi um hinar ýmsu íþróttagreinar, og hefur þegar lagt drög fyrir að afla sér kvikmynda og fyrirlesara til að annast þann þátt starfs- ins. Félagið hefir látið fram- J>RÓTTUR „Ekki bólar á Birni enn“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir húsbyggingarneíndar I. R. og stjórnar 1. S. í. að fá frá fjármálaráðherra afsalsbréf fyrir lóð þeirri, sem síðasta Alþingi veitti heimild til, hefir enn ekkert ákveðið svar fengist. Heitrild ráðherra mun útrunnin um áramótin,svo enn er ekki voniaust urn svar. Davíð Sigurðsson. kvæma miklar viðgerðir á eignum sínum nú í sumar og haust. Kolviðarhóll hefir allur verið málaður að utan og ýms- ar breytingar gerðar til þæg- inda fyrir dvalargesti. Þá hef- ur fimleikahús félagsins við Túngötu verið málað að utan og innan, auk þess sem fram hafa farið aðrar breytingar. Skíðaferðir munu hefjast strax og snjó hefur fest, og mun verða skýrt frá þeim þætti starfsins í næsta blaði, sem koma mun út fyrir jólin. Að lokum, félagar: Heilir hildi til! Heilir hildi frá! Lofsverður áhugi. Einn af okkar góðu, gömlu félögum, sem nú er búsettur í Siglufirði, hefir sent blaðinu á- skriftarlista með 20 nýjum kaupendum. — Takið þennan unga mann ykkur til fyrir- myndar og sendið oss lista með nýjum kaupendum og árgjald- ið með. — Þökk fyrir kveðjuna Þórir Konráðsson. Rabbið. Frh. af bls. 6. — ekki verið eins góður og búizt var við. Sleggjukastið er ekki sam- bærilegt í ár vegna þeirra mistaka, sem urðu á meistara- mótinu, en Huseby kastaði þar lítið eitt léttari sleggju en lög gera ráð fyrir 43,24 m. Með þessum árangri nær þó Huse- by 10. sætinu. Grindahlaupið er ekki um- talsvert, vegna þess kæruleys- is, sem því er sýnt. Oddur Helgason var meistari þar á 19,8 sek., sem er hræðilegur tími. Er ekki kominn tími til, að einhverjir af þeim sprett- hlaupurum, sem nú eru að æfa, leggi eingöngu fyrir sig þetta skemmtilega hlaup, úr þvi að forráðamenn íþróttavallarins hafa verið svo myndarlegir að útvega grindur, sem þó að vísu eru ekki sem hentugastar til æfinga. 11

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.