Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 9

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 9
Rabbað um Eins og áður hefir verið skýrt frá, hafa frjálsíþrótta- mótin á sumrinu hér í Reykja- vík verið heldur sundurslitin vegna þeirra breytinga, sem bærinn hefir látið framkvæma á íþróttavellinum til mikillar ánægju fyrir þá, sem hafa á- huga fyrir þessum íþróttum. Má fullyrða, að þessar fram- kvæmdir verði til þess að ár- angrar í að minnsta kosti hlaupum batni til stórra muna næstu ár, en verulegra breyt- inga rná ekki vænta fyrr en æf- ingaskilyrðin eru færð í betra horf en nú er. Frá því að síðasta tölublað kom út, hafa eftirtalin keppn- ismót í frjálsíþróttum verið háð hér í Reykjavík á tímabil- inu júní—október: Meistara- mót í. S. í., septembermótið, drengjamót Ármanns, drengja meistaramótið og lok E. 0. P. mótsins og 17. júní mótsins, auk innanfélagsmóta. Úti á landi eru ótal héraða- keppnir, gestamót og mót ein- stakra íþróttafélaga og ung- mennafélaga einnig afstaðin, þannig, að nokuð yfirlit um beztu árangra í hinum ýmsu í- þróttagreinum mundi fást, ef skýrslur væru fyrir hendi til samanburðar. En svo er ekki. Ýmislegt af því, sem hér fer á eftir, getur verið háð ein- hverjum breytingum, þegar öll kurl eru komin til grafar, ef þau þá koma nokkurn tíma. Það vill svo vel til, að ég hefi í höndum áreiðanleg gögn um árangra 12 þjóða í keppni um meistaratitil í frjálsíþrótt- ÞRÓTTUR frjálsar íjaróttir um, og væri gaman að birta það allt, en rúm blaðsins leyfir það ekki að þessu sinni. Eg tek því þann kostinn að birta ó- fullkomið yfirlit, en mun þó koma inn á árangra í flestum greinum, og má af því marka nokkuð, hvar við stöndum og hvar við þurfum mest að knýja á til frekari uppörvunar fyrir vaxandi æsku. Ef við stilltum okkur við hlið þessarra tólf þjóða' í keppni á þessum vett- vangi, yrðum við að sjálfsögðu þeir þrettándu. Ofur eðlileg af- leiðing þess áhugaleysis, sem hefir ríkt meðal valdhafa landsins um allt, sem lýtur að eflingu íþrótta. En það er langt frá því, að við séum þeir verstu í öllum greinum. Ef við tökum stuttu hlaupin, þá er árangur Finnbjarnar og Oli- vers, 11,4 sek., 1/10 sek. lakari en spánska meistarans, en allir geta orðið mér sammála um, að þessir tveir menn að minnsta kosti hefðu komizt allt niður að 11 sek., ef að- stæður væru sæmilegar. Aftur erum við nokkuð lakari á 200 og 400 metrum. En Brynjólfur Ingólfsson, sem nú er meist- ari á báðum þessara vega- lengda, er í framförum og ætti að minnsta kosti á 400 metrum að komast mikið neðar með tímann. Tímarnir eru 23,6 og 53,5 hjá Brynjólfi, en Króat- inn Despot náði 22,9 sek. og 51,8 og var samt sá lakasti. Á 800 metrum erum við ekki sem lakastir, þó að von mín sé sú, að íslenzka metið fari á næsta ári niður fyrir tvær mínútur, ef Sigurgeir hefir betri aðstöðu til æfinga, heldur en hann hafði í sumar, en í ár varð hann meistari á bezta tíma ársins, 2:05 mín. Það er óhætt að segja um 1500 metra hlaup, að engin grein er jafn vel liðin sem hún, enda mátulega löng eða stutt fyrir þann, sem horfir á, til að fylgjast vel með, því þessi vegalengd hefir ótal möguleika upp á að bjóða. Það er eins og mettími Geirs Gígju ætli að standa til eilífðar, þó að Sigurgeiri hafi tekizt fyrir 3 árum að hlaupa á sama tíma. í ár hljóp hann á 4:18 mín., en sá lakasti er- lendis, þeirra, sem fyrrnefnt yfirlit er miðað við, á 4:4.5 mín. Við getum þó verið rólegir, því ef Sigurgeir eða Hörður Hafliðason fara ekki neðar, eru upprennandi „juniorar“ á leiðini, t. d. þeir Óskar Jónsson og Jóhannes Jónsson, 1. R., á- samt Har. Björnssyni, K. R., sem eru verðugir eftirmenn þeirra, ef þeir þá ekki skáka þessum Ármenningum þegar á næsta sumri. Á lengri vegalengdunum er- um við ,,Fux“, enda langt síð- an að hlauparar okkar hafa hlaupið 5 km. undir 17 mínút- um og 10 km. undir 35 mín. Megum við ekki lengur una við þann árangur. Eg sá ekki í ár einn einasta hlaupara, sem er líklegur til stórræða á þessum vegalengdum, þó að Sigurgísli 5

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.