Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 12

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 12
K. R. leika jafn vel og jafn skipulega sem þá. Enda sýna úrslit þess leiks, að ávalt má búast við einhverju fersku, nýju óútreiknanlegu, í knatt- spyrnu, og ekkert lið, hversu gott sem það er, getur búizt við að vinna æ ofan í æ, án þess að hafa eitthvað fyrir því. Um Fram má segja, að þeir hafi oft verið nálægt sigrum, en hrópleg staðsetningar- skekkja í vörninni orsakaði 'oftast meira og minna tap. Magnús Kristjánsson í markinu er einn okkar bezti markvörður, með hrein grip, en nokuð tvíráður í að grípa fram í leikinn, þegar þess ger- ist þörf. Högni Ágústsson var sterkasti maður liðsins í sum- ar, eins og svo oft áður, róleg- ur, yfirvegandi og með af- brigðum duglegur, bæði í sókn og vörn. Ef Framarar ætla sér í framtíðinni fremsta sætið, verða bakverðirnir að skylja leyndardóma þriggja bakvarða varnar spilsins betur; en það þekktu þeir auðsjáanlega ekki, eða svo er hægt að álykta eftir leik þeirra í sumar. Framlínan var oft góð og þá sérstaklega Þórhallur og Krist- ján, en sá fyrr nefndi var oft óheppinn með skotin. K. R. liðið hefir aldrei verið í jafn miklum molum og nú í sumar. Það var eins og allt hjálpaðist til þess að gera þessu oft áður hættulega liði, brogað lífið. Eilífar breytingar með leikmenn, og þegar ofan á allt annað bættist, að Óli B. Jónsson meiddist fyrri hluta sumarsins og gat ekki verið með þar til í Walterskeppninni — en hann hefir verið stoð og stytta liðsins síðustu tvö árin — þá var eins og allt hryndi. Það er einkenilegt, að það er eins og þjálfurum K. R. tak- ist aldrei að yfirvinna háu spyrnurnar út í bláinn hjá leikmönnunum, af hverju svo sem það stafar, og mér finnst alltaf K. R. vörnin hafa það eitt í huga, þegar hún spyrnir knettinum, að losa sig við skollans boltan sem fyrst, og það sem meira er, sem lengst á burt. Þetta getur oft verið nokkuð gott, en ekki að sama skapi skynsamlegt. Síðasti leikur K. R. á sumr- mu bendir þó ótvírætt í þá átt, að — loksins — svona í lokin hafi leikmenn fundið neistann, sem tendrar bál spilsins, leiks- ins í hverjum knattspyrnuleik, og er gott. til þess að vita, að ofanritáó <.;-ð um K. R eiga að minsta koj-ti ekki réU. á sér, þegar rætt er um tvo síðustu leiki þessa liðs á sumónu. Besti maður í vörninni var Birgir, og er hann einn af beztu knattspyrnumönnum okkar nú; en það, sem háir honum einna mest til að vera talinn það, er án efa skapgerð- in, sem þó er að lagast. Meginstoðir liðsins í sumar voru innherjarnir, Óli B. og Jón Jónsson, og eg hygg, að þeir séu þeir beztu á þessum stað, síðan Snorri Jónson í Val hætti. Uppbygging sóknar ræður oftast mestu um árangur sókn- arleiks og eins og nú er leikið, ráða innherjarnir mestu um skipulagningu sóknar. Fái K. R. notið þessara tveggja manna áfram og vörn liðsins réttrar kennslu í varnarleik, þá verður ekki langt að bíða þess, að K. R. vinni aftur nafn sitt á þessum vettvangi. Víkingur hefir aðeins leikið 4 leiki á sumrinu, og er lítið hægt að segja um þá. Þó gerðu menn sér stærri vonir um frammistöðu frá þeirra hálfu, eftir fjarveru allt sumarið, því það var vitað, að þeir æfðu sig ágætlega þennan tíma. En í leik þeirra við K. R. á Walters keppninni sýndu einstaklingar að vísu ágæta knattmeðferð, en heildarleikur þeirra sem flokks var fyrir neðan allar hellur. Kannske nokkuð óblíður dcmur; en eins og áður er get- ið, er aðeins þessi eini leikur til frásagnar. I Öðrum flokkakeppnum kemur ýmislegt til greina, sem vert er að athuga, og þá einna helzt þátttaka utanbæjarfé- laganna í landsmóti I. flokks. En þar komu fram, auk Reykjavíkurfélaganna, Hafn- firðingar, sem að vísu luku þátttöku sinni nokkuð hastar- lega, og Akranesingar, sem gefa góðar vonir í framtíðinni. í. R. sendi flokk á þetta mót, sem að vísu var ekki sigursæll að þessu sinni, enda engin von, þar sem þeir koma þarna fram í fyrsta sinn. Þó er ég undr- andí á því, hve margir ágætir knattspyrnumenn voru í þessu liði, svo sem innherjarnir, mið- framherji og markvörður. Með meiri æfingu geta þeir komizt langt, þó að ekki sé hægt að gera ráð fyrir neinum stór- sigrum frá þessu liði fyrr en eftir 2—3 ár. Félögin hafa skipt nokkuð jafnt á milli sín sigrunum í öðrum aldursflokkum, og eftir ástæðum getur maður ályktað, að knattspyrnan í heild sé fremur í framför en afturför. Vv. Knattspyrnufélagið Víkingur átti 35 ára afmæli nú fyrir skömmu og hélt í tilefni af því hóf að Hótel Borg. — Þróttur og í. R. óska Víkingum allra heilla í fram- tíðinni og þakka 35 ára samstarf að íþróttamálum landsins. ÞRÓTTUR 8

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.