Þróttur - 01.04.1946, Qupperneq 10

Þróttur - 01.04.1946, Qupperneq 10
Afreksmenn: BEN. G. WAAGE FORSETI Í.S.Í. i. LESTIR, e£ ekki allir íslendingar kannast við Benedikt Waage og vita, að hann hetir um tvo áratugi verið æðsti maður ísfenzku íþróttahreyfing- arinnar. Hitt vita ef til vill ekki allir, að Benedikt Waage var á sínum tíma einn a£ allra fræknustu íþróttamönnum landsins. Benedikt Waage er einn a£ stofnendum I.R. Var hann þá )8 ára gamall og tók strax virkan þátt í félagsstarfinu og var um langan tíma í úrvalsfim- leikaflokki félagsins. En á þessu tímabili hafði fé- lagið fjölda fimleikasýningar, Itæði hér í höfuð- staðnum og út um land. Má í þessu sambandi geta þess, að hann tók þátt í l'yrstu fimleikasýningu félagsins árið 1910 og var einn af aðalhvatamönn- um þess, að Í.R. fór fimleikaför til Norðurlands 1923. Var sú för félaginu til hins mcsta sóma. Komu ÍR-ingarnir fótgangandi suður, þvert yfir landið. Benedikt Waage var fyrsti sundkappi ÍR, en und- ir IR-merkinu keppti hann í sundi á þjóðhátíð Reykvíkingá árið 1909. Lagði hann á þessum tíma mikla rækt við sundæfingar og fór í sjóinn hvern dag, hvernig sem viðraði árin 1909—11. Þá keppti hann og á þessu tímabili í frjálsum íþróttum fyrir ÍR og vann m. a. fyrstu verðlaun í stangarstökki í íþróttakeppninni 17. júní 1911, og þann sama dag sigraði ÍR Ungntennafélag Reykjavíkur í fim- lcikakeppni. Formaður IR hefir Bencdikt verið og ritstjóri Þróttar um 5 ára skeið. En sagan er ckki sögð öll með jjessu, jafnhliða því að æfa sund, fimleika og frjálsar íþróttir, var Jícssí ungi maður í knattspyrnuliði KR-inga. Var hann í liðinu, sent vann knattspyrnumót íslands árið 1912. Kom hann mjög við sögu knattspyrn- unnar hér á þessttm árum, og eftir að Benedikt hætti að keppa, var hann oft knattspyrnudómari og þótti góður í því starl'i. Þátttaka Benedikts Waage í fimleikaflokki ÍR og knattspyrnukappliði KR er nóg til þess, að ltans verði minnst sem mikils íþróttamanns. En frægastur verður hann þó fyrir afrek sín í sundi, en á þcssunt árum synti hann frá Engey til lands og árið 1914 frá Viðcy til Reykjavíkur. Varð hann frægur rnjög af því afreki og ckki sízt fyrir það, að sundið var aðeins ein þeirra fjögurra íþróttagreina, sem Bene- dikt iðkaði uni þcssar mundir. II. Benedikt Waage var fulltrúi ÍR á stofnfundi Í.S.Í. 28. janúar 1912. Má segja, að þar hafi ÍR lagt sam- bandinu til þann manninn, sem mestan þátt hefir átt í vexti þess og viðgangi. Hefir starf hans í þágu I.S.Í. verið óslitið frá stofnun sambandsins til þessa dags. Mun fáum málum íþróttalegs eðlis hafa vcrið leitt til lykta s.l. 30—35 ár, án þess að Benedikt hafi þar ekki nærri komið. Hér verða ekki til neinnar hlýtar rakin störf Benedikts Waage í sambandi við stjórn og meðferð íslenzkra íþróttamála. En ekki verður þó við þenn- an þátt skilist án þess, að nokkuð sé getið starfa hans fyrir Í.S.Í. Störf þau, sem Í.S.Í. þarf að leysa af hendi, eru umsvifamikil og nauðsynlegt, að þau séu rækt nteð árvckni og kostgæfni og af fyllsta kunnugleika. hefir sambandið eflst mjög hin síðari ár, jafnhliða því scm starfsemi íþróttamanna mætir vaxandi skiln- ingi og velvilja almennings. Helir Í.S.l. séð um ýmis konar fræðslustarfsemi, í útvarpi og eins með útgáfu laga og leikreglna varðandi hinar ýmsu íþróttagreinar. Hefir það verið mikið verk, að sjá um þessa starfsemi, og meðan erfitt var um fjárhag 6 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.