Þróttur - 01.04.1946, Síða 16
ÍÞRÓTTAMENN,
MUNIÐ SKYLDU YKKAR!
ÞAÐ ER GAMALL og góður siður, að staldra við um áramót og líta yfir farinn
veg. Nú er að vísu alllangt liðið frá síðustu áramótum, en samt er ekki úr vegi að
skyggnast örlitið til baka.
ÍÞRÓTTALEGA SÉÐ hefir hið liðna ár verið harla gott. Á íþróttaleikvöngum
landsins hafa margir sigrar verið unnir, sigrar, sem snerta ekki einungis einstaklinga og
félög, heldur íþróttahreyfinguna í landinu í heild. Síðastliðið ár — frekar en nokkuð annað
— fcerði. okkur heim sannin um, að íþróttalega séð, eða réttara, hvað íþróttagetu okkar
snertir, siglum við hraðbyr fram á við, fram að settu marki.
ÍÞRÓTTAMENN LANDSINS hafa dregið merki. sitt að hiín og bera það hcitt.
Meira að segja svo háitt, að aðrar þjóðir heims eru farnar að eygja það. En samt er enn
mikið ógert, og betur má, ef duga skal. — íþróttamenn! Þið megið aldrei gleyma þvi, að
þið getið unnið þjóð ykkar ómetanlegt gagn. Þið hafið mikla möguleika, ef til vill flest-
um öðrum fremur, til þess að frera út hróður landsins. Minnist þess, ef einhvern tíma
skylcli hvarfla að ykkur að slá slöku við, að þið eruð íslendingar. Það œtti að rucgja.
ÁRIÐ SEM LEIÐ fcerði heiminum frið. Friður merkir svo aftur, að á ný verður
tekin upp íþróttasamvinna þjóða á milli. Sú samvinna ncer einnig til íslenzkra íþrótta-
manna og er okkur kcerkomin. Strax á ncesta sumri tökum við á móti erlendum íþrótta-
mönnum, ef til vill frá fleiri en einni þjóð. — Einnig hefir verið ákveðið, að islenzkir
íþróttamenn fari utan til keppni við aðrar þjóðir. — Við gerum okkur ekki vonir um
mikla sigra, en við vinnum á með drengilegri keppni og prúðmannlegri framkomu.
kosnir: Þorvaldur Guðmundsson, Jóhannes Krist-
jánsson, Sigurjón Þórðarson, Guðmundur Sveinsson
og Friðrik Daníelsson. — í stjórn skíðadeildarinnar
voru kosnir: Gísli Kristjánsson, lormaður og tekur
hann sæti í aðalstjórn félagsins, Gunnar Hjaltason,
Guðmundur Samúelsson, Grétar Arnason og Grím-
ur Sveinsson. — Umsjónarmenn ÍR-hússins við Tún-
götu voru kosnir: Finnbjörn Þorvaldsson og Sigurð-
ur Sigurðsson, og endurskoðendur félagsreikinga
Ben. G. Waage og Gunnar Einarsson.
ÍR-ingar! Safnið áskrifendum að
ÞRÓTTI.
ÞRÖTTUR
íþróttafélag Reykjavíkur gefur út.
Stjórn í. R. annast afgreiðslu blaðsins. í. R.-
hús við Túngötu. Sími 4387. Pósthóff 35, Rvík.
Skrifstofutími kl. 5 til 7 mánu- og fimmtud.
VERÐ 5 KR. Á ÁRI
RITSTJÓRN:
Ingólfur Steinsson,
Magnús Baldvinsson,
Þorbjörn Guðmundsson,
Þorsteinn Bernharðsson (ábyrgðarm.).
Prentsmiðjan ODDI h.f.
12 ÞRÓTTUR