Stjarnan - 01.12.1919, Page 5

Stjarnan - 01.12.1919, Page 5
STJARNAN. 101 sagði: “Engan veginn niunið þið deyja .......þið munuð verða eins og Guð.” 1. Mós. 3:4, 5. Og svo hafa menn í óviturleika sínum, trúað þessari fornu lygi allar aldir. Glatað fyrir syndina. Maðurinn syngaði og misti lífið og sakleysið og faldi herradæmi sitt yfir jörðinni á hendur djöflinum, sem af Kristi er nefndur höfðingi þessa heims” (Jóh. 12:31; 14:30.) og af Páli: “guð þessarar aldar”, “Höfðingi sá, sem í loftinu drotnar, sá andi, sem nú sýnir sig verkandi í vantrúarinnar sonum,” (2. Ivor. 4:4; Ef. 2:2.) sá, sem gefur of- sóknar völdum jarðarinnar myndug- leika. (Opinh. 13:2,—4.) Hin hræðilega synd. Hinar sorglegu afleiðingar syndarinn- ar eru enn hjá oss. Um sex þúsund ár, hefir jörðin þjáðst undir bölvun hins brotna lögmáls, undir syndinni. Jörðin er ekki í lagi. Mannkynið er ekki í lagi. Alheimurinn er ekki í iagi. Guð leyfir þessari aflögun og þessum afbrigðnm, til þess að allar hans skepnur, sem gædd ar eru skynseminni, geta skilið hve óttalegt það er að vera í ósamræmi við Guð. Guð leiðir oss við og við fyrir sjónir betra ríki og hetri tíma; en upp- fylling fyrirheitisins getur aldrei átt sér stað eins lengi og syndin er við lýði. Gæzka Guðs. En Guð yfirgaf ekki manninn til að deyja undir þrældómsoki djöfulsins. “Ilann gaf sinn eingetinn son”. Jóh. 3:16. Og sonurinn “hefir gefið sig út fyrir oss, svo að hann endurleysi oss frá allskonar ranglæti og hreinsaði sér sjálfum, fólk til eignar, kostgæfið til góðra verka.” Tit. 2:14. llið eilífa á- form gangnvart mannkyninu. Fyrst kom fyrirheitið og svo gjöfin, þegar sonur hins eilífa Guðs, lét líf sitt á krossinum; hann “gerði Guð að synda fórn vor vegna, svo að vér fyrir hann yrðum réttlættir fyrir Guði”. 2. Kor. 5:21. Orustuvöllurinn. Aðalsigur Djöfulsins var í manns- hjartanu. Maðurinn, sem var ætlaður að vera musteri ITeilags Anda, yfirgaf Satan þetta musteri óg syndin íklædd- ist holdi, þannig varð maðurinn hold- lega sinnaður. Allt á jörðinni er afleið- ing þessa ósigurs. þess vegna verður maðurinn að vinna sigur í holdinu. Ein- hver kraftur frá hæðum, verður að koma inn í sæði konunnar — mannkyn- ið — og reka syndina út, hreinsa og endurnýja hjartað og gera það hlýðið og rita þar iögmál Guðs. þessvegna koma fyrirheitin um sigur, um réttlæti og um hið eilífa ljóssins ríki, ætíð gegn- um sæðið, sem Guð lofaði að gefa. _ Sæðið. 1. 11. Mós. 3:15. fullvissar Guð oss að sá tími mundi koma, þegar sæði kon- unnar, þrátt fyrir hælsárið, mundi merja höggormsins höfuð, særa hann 'til ólífis og eyileggja bæði syndina og á- vöxt hennar, dauðann. Og þetta fyrir- heit endurspeglast í nýja testamentinu á þessa leið: “En Guð f'riðarins mun bráðlega sundurtroða Satan undir fæl • ur yðar.” Róm. 16:20. “En af því að börnin hafa hold og blóð, þá er hann einnig orðinn þess hluttakandi, svo að hann með sínum dauða gæti svift krafti dauðans yfirráðanda, það er Djöfullinn, og frelsað þá, sem af ótta fyrir dauðan- um lifðu allan sinn aldur undir ánauðar oki. ” Iíeb. 2, 14, 15. 2. Af sonum Nóa, Sem Kam og Jafet valdi Guð Sem. Gegnum hann skyldi sæðið koma. Af þeim ættfeðrum, sem komu frá Sem, kaus Guð Abraham Guð lofaði þessum trúa þjóni sínum

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.