Stjarnan - 01.12.1919, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.12.1919, Blaðsíða 8
104 STJARNAN. und ár meðan jörðin lig’gur í eyði. pau hafa hlutdeild “í þeirri fyrri upprisu”, upprisunni frá dauðum, upprisunni til lífs og ódauðleika. Opb. 20:5; Fil. 3:10; 1. Kor. 15:51—54. Á þeim mun rætast orð Jesú: “þá mun eg koma aftur og taka yður til mín, svo þér séuð þar sem eg er. ” Jóh. 14:1—3. Nýr himinn og ný jörð. pegar þau þúsund ár eru liðin, verð- ur dómurinn uppkveðinn yfir hinum ó- guðlegu og þeim verður útrýmt, svo þeir rakni aldrei við aftur. þeir kusu að eiga enga hlutdeild í liinu eilífa á- forrni fíuðs og' nú mæta þeir hinni óhjá- kvæmilegu afleiðingu —• dauða, enda allrar tilveru. í hinum hreinsandi eldi hans nærveru deyja þeir. Heb. 12:29; Opinl). 20:9. Djöfullinn, sem hefir vakið og fóstrað uppreistarandann gegn fíuði, mun verða eyðilagður “og ekki framar til vera”. Esek. 26:18, 19; Heb. 2:14. Alheimurinn verður hreinsaður af allri synd. Guðs börn munu fyrir hans kraft öðlast ódauðleikann, stimpillinn, sem fíuð setur á þá, er ihafa hugarfar og’ lunderni Krists. Og sá kráftur, sem endurnýjar fíuðs mynd í manninum, mun tala til óskapnaðarins á jörðinni eftir eyðilegginguna, eins og hann tal- aði til óskapnaðarins í upphafi þegar jörðin var sköpuð í fyrra skiftið. 1. Mós 1:2. Sá Guð, sem kom skipulagi, feg- urð og reglu inn í heiminn og ljósi úr dimmunni í öndverðu, mun færa þess- ari gömlu jörð líf, Ijós, fegurð, reglu og niðurröðun í annað sinn. þannig tal- ar spámaðurinn: “því sjá, eg skapa nýjan himin og nýja jörð; iiins fyrver- andi skal ekki framar minst verða, og það skal engum í hug koma. Gleðjisit heldur, og fagnið æ og æ yfir því, sem eg slcapa; því sjáið, eg ummynda Jer- úsalemsborg í fögnuð og innbyggendum hennar í gleði.” Es. 65:17, 18. þetta sama fyrirheit er endurtekið hjá einum postulanna. Eftir að hafa taiað um þá eyðilegingu, sem mun koma yfir þenn- an syndumspilta heim, segir hann: “Eft ir hans fyrirheiti, væntum vér nýs him- ins og nýrrar jarðar, þar sem réttlætið muni búa.” 2. Pét. 3:13. En þessi end- ursköpun er ekki afsíðis frá þessari nú- verandi jörðu frekar en hinn um- myndaði og ódauðlegi maður verður af- síðis frá hinum núveramdi manni. ‘Sjá’, segir stjórnari alheimsins, “eg geri allt nýtt.” Opinb. 21:5. Hvaða dýrðarríki verður ekki það! Ríki hinnar endur- sköpuðu jarðar, sem bygt verður af hinu endurfædda fólki! “Engin bölvun skal framar vera, og hásæti Guðs og Lambsins skal í henni vera.” Konungurinn. Könungur þessa ríkis stjómar ekki einungis af Guðs náð eða samkvæmt erfðarétti sínum; heldur er hann í fyllsta skilningi kosinn af fólki sínu. Allir þegnar hans hafa kosið hann fyrst, hver og einn fyrir sjálfan sig. Og ástæð an til þess að þeir allir hafa kosið hann er sú, að hann er sá eini, sem hefir hæfi leika til þess að vera konungur. Hann er aí konungsæitt, sonur hins eilífa Guðs stjórnara alheimsins. Honum er gefið alt vald, vísdómur og þekking; “því í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. “Ivól. 2:9. það er fullkomið samheldi milli hans og föðursins; “því það þóknaðist Guði, að öll fylling skyldi búa í honum.” Kól. 1:19. Faðirinn hef- ir, vegna þess að hann er heilagur og ósérsplæginn, “hátt upp hafið hann og' gefið homum tign, sem allri tign er æðri”. Fil. 2:5—11. Hann elskaði fólk sitt svo að hann dó til þess að geta end- urleyst það, jafnvel meðan það syngaði á móti honum. Hann losaði það undan

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.