Stjarnan - 01.12.1919, Qupperneq 9

Stjarnan - 01.12.1919, Qupperneq 9
STJAKNAN. 105 þrœldómroki syndarinnar. Hann gaf því nýtt hjarta nýtt líf, nýjan fögnuð og eilífan frið Hann er alt í öllu, hinn ei- lífi konungur. pcgnarnir. Hann hefir skapað þegnana líka sjálf- um honum. peir eru ckki aúðvirðilegir þrælar, heldur frjálsir og hlýðnir synir; og þeir urðu synir áður en þeir komu inn í ríkið. “Elskantegir, nú þegar erum vér Guðs börn, en það er ennþá ekki opinbert, hvað vér verða munum, en það vitum vér, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er.” 1. Jó.h. 3:2. pað verður enginn skortur, ekkert mótlæti, engin ógæfa, ekkert hatur, ekk ert. st.ríð, engin veikindi, engin sorg og einginn dauði mcðal þegna þessa ríkis. “Eg heyrði rödd af himni segj- andi: petta er tjaldbúð Guðs meðal mnnanna; hjá þeim mun hann bústað hafa og þeir skulu vera hans fólk, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim og vera þeirra Guð. Ilann mun þerra tár hvert af þeirra augum og dauðinn mun ekki framar til vera; hvorki harmur né vein, né mæða mun framar til vera, því það fyrra er farið.” Opinb. 21:3, 4. “Sjá, sá konungur skal korna, sem ríkja mun í réttlæti, og höfðingjarnir, sem stjórna munu með réttlæt.i. Sá maður (Kristur) sikal koma, senr vera mun eins og hlé fyrir vindi, skjól fyrir skúrum, eins og vatnslækir í öræfum, sem skuggi af stór um hamri í vatnslauu landi. pá skulu ekki vci'a afturlukt augu þeirra, sem sjá og eyru þeirra sem heyra, skulu vera eftirtektarsöm. ” Es. 32:1—3. “Og enginn af innbyggendum borgarinnar skal segja: Eg er sjúkur. Fólkinu sem í borginni býr, eru þcss syndir fyrir- gefnar. ” Es. 33:24, “Allur þinn lýður skal vera réttlátur og eiga landið eilíf- lega, því hann er bá kvistur, em eg hefi gróðurset.t; hann er verk minna handa; mcð hverju eg liefi mig vegsamlegan ger.t.” Es. 60:21. “Ávöxtur réttlætis- ins skal vera friður, og árangur rétt- lætisins friður, og árangur friðarins rósemi og öruggleiki. ” Es. 32:17. Höfuðborgin er í alla staði vcrðug hinnar nýju jarðar. Lýsing þessarar dýrðlegu borgar finnum vér í 21. og22. kap. Opinberunnarbókarinnar og á öðr- um stöðum í Guðs orði. Hún stendur i “geysivíðum dal” og liggur hún í fer- hyrning, 375 en.skar mílur á hvern veg. Múrveggur hennar er 144 álnir á liæð, það eru tólf hlið, þrjú á hvern veg. Sex víð stræti liggja gegnum borgina milli borgarhliðanna, þrjú norður og suður, og þrjú austur og vestur, scm skifta borginni í sextán jafnstóra ferhyrnda ihluti. Um hin fjölda mörgu minni stræti vitum vér ekkert. En þetta vitum vér, að þessi borg, — hverrar smiður og byggingarmeistari sjálfur Guð er,—sem hefir múrvegg af jaspis, grundvöll prýddan allskonar dýrum steinum, stræti af tæru gulli, 'lífsins straum og dýrðar ljós Guðs er óviðjafn.anleg. að fegurð og Ijóma. Hásæti hins eilífa Guðs er í miðri borginni, og það Ijós, sem skín frá, lionum, cr á því siitur, ber af ljósi sólarinnar og tunglr- ins, jafnvel þó að þessi himinljós verði sjö sinnum sterkari en þau nú eru. Es. 24:23; 30:26; Opinb. 22:3. Og'þó munu augu hinna hólpnú Guðs barna verða svo sterk, að þau þola að liorfa upp á andlit Guðs gegnum þenn- an dýrðarljóma. Augun þeirra skulu sjá konunginn í ljóma sínum. Frá hásæti guðs streymir fljót, sem sendir sínar clfur út um alla tiina nýju jörð. Beggja megin þcssa lifanda vatns stendur liið undraverða lífstré, sem spennir boga

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.