Stjarnan - 01.12.1919, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.12.1919, Blaðsíða 12
108 STJARNAN. Sönn syndajátning er ætíð sérstak- leg og játar hinar einstöku syndir. pcirn getur verið þ.annig varið, að þær eigi að játa fyrir Guði einum; þær geta verið fólgnar í yfirsjónum. sem á að játa fyrir þeim mönnum, er þær hafa orðið til tjóns; pær geta snert almenning, og þá á að kannast við þær opinberlega. Bn öll játning á að vera ákveðin og greinileg; þú átt að játa einmitt þær syndir, scm þú hefir gert þig sekan í. Á dögum Samúels, viku ísraelsmenn af Guðs vegum. peir urðu að þola liin- ar illu afleiðingar syndarinnar, því þeir höfðu mist trúna á Guði. peir höfðu mist sjónar á mætti hans og speki í handleiðslu þjóðarinnar; mist traust sitt á því, að hann væri fær um að vera málsvari þeirra. Peir gerðust fráhverfir hinum mikla alheiinsstjórnara og æiktu eftir samskouar stjórn og nágranna- I jóðirnar ’iöíðu. Áður en þcir hlutu írið, gerðu ]>oir þessa greiniiegu játn- ingu: “Vór höfum bætt þeirn vonzku cfan á allar vorar syndir, að vcr höf- um beið'st konvngs.” 1. Sam 12,19. peir urðu að játa syndina, sem þeir höfðu gert sig seka i. Vanþakklæti þeirra 1 eygði sáiir þei: ra og skildi þá frá Guðí. Guð getur ekki t.ekið jántninguna gilda, nema því .aðeins, að henni fylgi einlæg iðrun og afturhvarf. Lífernið verður að taka gagngerðri breytingu. Állt það sem guð hefir velþóknan á, verður .að leggja niður. petta mun leiða af sannri hrygð yfir syndinni. pað, sem gera skal af vorri hálfu, hefir verið tekið skýrt fram. “pvoið yður, takið yðar ilsku breytni burt frá mínum aug- um og látið af því að gera illt. Lærið gott að gera, leitið þess sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verða, unnið réttra laga hinum munaðarlausa og verjið málefni ekkjunnar.” Es. 1 ;16, 17. Ef sá, “sem áður var óguðlegur, skilar aftur veði, bætir rán og breytir eftir lífsins boðorðum, svo að hann að- hefst ekkert það, sem rangt er, sá skal lifa og ekki deyja.” Ssek. 33:15. Páll segir meðal annnars cr liann talar um afturhvarfið: “pví sjáið það, að þér hryggðust eftir Guði, hvílíkt kapp vakti það hjá yður! Já, ennfremur af- sakanir, þykkju, ótta, eftirlöngun, v.and lætingu, refsingu; í öllu sönnuðu þér, að þér væruð hreinir í þessu efni. ” 2. Kor. 7:11. pegar syndin hefir sljóvgað hina sið- ferðislegu dómgreind, þá getur syndar- inn ekki séð brestina í fari sínu eða skil- ið hve mikil sú synd er, sem hann hefir drýgt, og ef hinn sannfærandi kraftur heilags anda, vinnur eigi bug á honum, þá heldur hann að nokkru leyti áfram að vera blindur gagnvart synd sinni. Játning hans ef ekki einiæg eða alvar- leg; í hvert skifti sem hann játar synd sína, kemur hann með afsökun um leið, til þess að fegra aðferð sína. Hann seg- ir, að hefði ekki staðið svo og svo á, þá hefði hann eigi gert þetta eða hitt, sem fundið er að við hann fyrir í það skifti. pegar Adam og Eva höfðu etið af hinum forlioðna ávexti, urðu þau gagn- tekin af blygðun og skelfingu. pað fyrsta sein þau lingsuðu um, var það, hveruig þau ættu að fara að afsaka synd sína. og komast hjá dauðahegningu þeirri, er þau óttuðust. pegar Guð spurði þau um synd þeirra, þá leitaðist Adam við að skella að nokkru leyti skuldinni á konu sína. Hann svaraði: “Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, gaf mér af trénu og eg át.” Konan skaut skuldinni á höggorminn: “Högg- ormurinn sveik mig, svo eg át. ” 1. Mós. 3:12,13 “Hvers vegna skapaðir þú högg orminn? Hvers vegna leiðst þú honum að komast inn í Eden?” pessar spurn-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.