Stjarnan - 01.12.1919, Page 14

Stjarnan - 01.12.1919, Page 14
110 STJARNAN. Hvernig Esther las biblíuna sína En Jesús segir við þá: Já haíið þér aldrei lesið þetta: Af munni barna og brjóst- mylkinga hefir þú tilbúið þér lof. Matt. 21, 16. Prú Lie var kona velliðins fríkirkju- prests. Hún var guðíhrædd og einlæg- lega kristin kona og lifði samvizkusam- lega samkvæmt ljósi því, sem henni var gefið. Meðan hún var ung stúlka, var það ósk hennar, að fara til ókunnugs lands sem trúboði, en séra Lie kom henni á þá skoðun, að hún gæti orðið honum góð meðhjálp við starf hans, og hún reyndi nú að láta áhrif sín, til efl- ingar trúboðsins, innan lands og utan, koma að eins góðum notum og í hennar valdi stóð. Ilún lét sér mjög ant um trú boðssfcóia nokkurn meðal Indjána, og ein af vinstúlkum hennar var kenslu- kona þar. Einn dag fékk hún langt og merkilegt bréf frá þessari vinkonu sinni og í því stóð meðal annars eftirfarandi: “Meðal yngstu nemenda vorra hér, er foreldralaus stúlka, sem er reglu- lega falleg. Eg meina það sem eg segi. Faðir hennar var njósnarmaður og móð ir hennar lagleg stúlka, kynblendingur. Nafn iliennar þýðir á Indjánamáli “stjarna” eða “skín”, en við kölluðum ihana undir eins Estiher og sögðum henni um Esther nöfnu hennar í biblíunni, og henni geðjaðist vel að því. Esther er mjög greind og aðlaðandi. Hún hefir verið hér þrjú ár og er ná- lægt tólf ára gömul. Faðir hennar kom með hana til okkar, og eftir það er eng- in, sem krefst hennar; hún er komin alt of langt til að sendast aftur til félaga sinna, nema ef hún verður nógu gömul til þess, að hún fari þangað aftur sem trúboði. Hún er vel læs og langt komin í öðr- um námsgreinum. Hún hefir lært að sauma Oig hefir góð skilyrði til að læra að spila og fínnni útsaum. Einnig skilur hún nálega öll innanhússtörf. En ti! að komast að efninu: pú veizt víst ekki af neinni konu, sem ef til vill væri fús að taka þessa telpu til sín og ala hana upp, sem kristna og trúböða? Hún mundi ef til vill getað aðstoðað eitt- hvað í húsinu; en það verður þó að skoða það sem trúboðsverk. Eg m.mdi giska, að þú gætir tekið hana sjálf; cn eg vil ekki tala meira um þetta, þareð eg ekk þekki þínar ástæður. ” Frú Lie talaði þegar við mann sinn oig óskaði eftir að fá stúlkuna. Séra Lie gaf samþykki sitt og þegar ungfrú Mort on kom heim í leyfinu, hafði hún Est- her með sér. Frú Lie sá þegar að barnið var fallegt og aðlaðandi og gerði allt, sem hún gat að því er föt og annað snerti, til þess að hún yrði lagleg og

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.