Stjarnan - 01.12.1919, Síða 16

Stjarnan - 01.12.1919, Síða 16
STJARNAN. ÍÍ2 frú TJe inn í — “svo márgir eldri og vitrari iiljóta að ckilja inálið betur en við”. Frú Lie kemst í vandræði. “En það er svo margt, sem mér dett- ur í hug, og eg veit ekki vel, hvernig cg á að koma orðum að iþví; en mér hefir einnig dot.tið í lmg síðan eg sett- ist niður hér — hvers vegna kirkjan ekki heldur hvíldardaginn?” “Heldur ekki hvíldardaginn?” endur tók frú Lie hissa. “það gerir liún, barn; það gera allir kristnir, sumir samvizku- samlegar en aðrir, en hann er alment haldinn heilagur um allt landið”. “Nei ekki hvíldardagurinn”, svaraði Esther, “hvíldardagurinn er sjöundi dagurinn. Guð blessaði hann, og hann segir í tíu boðorðunum: ‘Minstu þess, að halda hvíldardaginn. heilagann’; en sunnudagurinn, fyrsti dagur vikunnar, er sá dagur, sem menn halda. Hvers- vegna hlýðum vér ekki guði og höldum sjöunda daginn?” “Áður en Kris.tur kom, héldu guðs börn sjöunda daginn”, sagði frú Lie, “en á tíma Nýjatestamentisins var hvíldardeginum breytt ’ ’. “ATar það í raun og veru? ’ ’ sagði Esther, eins og byrði væri létt af henni “Seg mér, hver breytti honum? Eg skil ekki, hvað þetta með tíma Nýja- testamentisins þýðir; en ef guð hefir brcytt meiningu sinni, og sagt okkur það, er allt í lagi. Hvar stendur það?” Og Esther tók biblíuna sína í hönd sér ,til að finna staðinn, þegar henni yrði vísað á hann. “Eg held ekki, að biblían segi, að guð hafi lireytt deginum”, sagði frú Lie óviss. ‘ ‘ En liver annar hafði rétt til að gera það?” lnúpaði Esther gröm. ”Getur verið að Kristur hafi gert það”, bætti hún við; “eg lield hann hafi haldið i ívíldardaginn”. “Nei”, svaraði frú Lie.“Eg held ekki að Kristur liafi breytt hvíldardeginum — eða að minsta kosti hafi skipað það á nokkurn hátt”. “Sögðu lærisveinar hans nokkurn- tíma, að Kristur hafi óskað eftir, að breyta deginum?”, spurði Esther. “Eg man ekki eftir að þeir gerðu það”, svaraði frú Lie, “en hinir gömlu kirkjufeður liéldu sunnudaginn sem hvíldardag. paö átti að vera til minn- ingar um upprisu Jesús Krists”. “Hverjir voru hinir gömlu kirkju- feður?” spurði Esther nú. “Hver heim. ilaði þeim að breyta. degi Drottins? Hann var mjög nákvæmur með, að hann ætti að haldast heilagur, og ef hann Iiefði óskað að annan dag ætti að halda heilagan, þá trúi eg því, að hann sjálf- ur eða Kristur mundi hafa sagt það. það er eitthvað merkilegt við þetta”. “Eg ætla að segja þér það, Esther, að þú mátt ekki fara að efast um hluti, sem eru alment álitnir réttir. þegar maður kemst að réttri uiðurstöðu, eru altaf góðar ástæður fyrir þeim”. “Eg mundi ætla að bezta ástæðan væri skipun guðs”, sagði Esther, um leið og hún fletti blöðum í biblíunni sinni. “En það er ennþá eittt”, bætti hún við, “okkur var kent á trúboðs- skólanum, að ef við lifðum guðræki- legu lífi, þá komust við til himins undir eins eftir dauðann, það er að seg'ja, and inn fer þángað”. Hún leit spyrjandi augum á frú Lie. “Já, það er það sem við höfum lært”. Esther vill fá meira ljós. ‘ ‘ En biblían segir að hinir dauðu viti ekkert; en ef andi okkar hefir meðvit- und, þá veit hann eitthvað; líkamir vorir vita ekkert hvort sem er. ”

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.