Stjarnan - 01.12.1919, Blaðsíða 21

Stjarnan - 01.12.1919, Blaðsíða 21
STJARNAN. 117 ins og sögðu við hann: “Hefir þú ei lát- ið það boð út ganga, að hver sem í 30 daga gerir bæn sína til nokkurs guðs eða manns, nema þín, konungur. að þeim >hinum sama skuli varpa í ljóna- gryfju? Konungur svaraði: “það stend- ur stöðugt, eftir órjúfanlegu lögmáli Meda og Persa. pá svöruðu þeir og söðu til konungsins: “Danícl, einn af þeim herleiddu gyðingum, skeytir hvorki um þig konungur, né um það forboð sem þú hcfir látið skriflegt út ganga, heldur gerir bænir sínar þrisvar á dag. ” Dan. 6:13,14. þegar konungur sá að hann var bú- inn að ganga í gildru, varð hann mjög svo hryggur og reyndi alt til sólarlag", að frelsa Daníel. En samsærismennirn- ir hættu ekki við áform sitt. þeir studd- ust við þá grein í lögum ríkisins, sem hljóðaði þannig: “að ekki má raska boði né banni, sem konungur sjálfur hefir staðfest. ” Hann varð að halda lög um uppi. Hryggur í hjarta sínu, gaf Daríus þá skipun, að láta sækja hinn :eðsta ráðgjafa ríkisins og fleygja hon- um fyi-ir ljónin. Sem hin síðasta ósk til hins ákærða, sagði konungur: “þinn Cíuð scm þú dýrkar án aíláts, hann frolsi þig. ” Við að segja þetta viður- kendi konungur vanmátt sinn. þanig leit eit eins og sams'ærismen- irnir hefðu sigrað. þcir vissu ekki, að Guð gat komið í veg fyrir, að halda uppi ranglátum lögum, þrátt fyrir það að voldugasta ríki heimsins ætti í hlut. Eins og Jehóva hafði frclsað meðbræð- ur Daníels úr hendi Nebúkadnesars, þannig frelsaði hann Daníel úr gini ljón anna. Hið mikla ríki, Meda og Persa öðlaðist við þennan atburð, þekldngu á hinum sanna Guði. Við sólaruppkomu flýtti konungur sér til ljónagrifjunnar, og þegar hann kom að gryfjunni, hrópaði hann með torgþrunginni rödd: “Daníel, þjónn lif- cnda Guðs! þinn Guð, scm þú dýrkar án afláts, hefir þá megnað að frelsa þig frá ljónunum!” Og honum til mikilla gleði, svaraði Danícl: “Njóti konungur langra lífdaga!” Guð hafði lokað gini ljónanna vegna þess, að Daníel hafði hvorki Ijreytt á móti Guðs né manna lögum. Eftir að hafa hegnt samsæris- mönnunum, með því að fleygja þeim í hina sömu gryfju; lét Daríus senda bréf öllum þjóðum í sínu volduga ríki, þar sem liann skoraði á alla að viðurkenna Daníels Guð. Sýrus viðurkennir stjórn forsjónarinnar Eftir andlát Daríusar, tók Sýrus við ríkinu. Guð hafði nefnt Sýrus með nafni, 174 árum áður en hann fæddist, og vaíalaust hefir Daniel sýnt lionum, hvað ritningin hafði sagt fyrir fram um hann. 1 átrúnaði sínum viðurkendu Pers- arnir tvær miklar meginreglur: Hið góða og hið illa. En hugmynd þeirra um gott og illt getur ekki jafnast við kenning ritningarinnar um réttlæti og synd. Hugmynd þeirra náði ekki lengra en til þcss, sem tímalegt er, svo scm með- og mótlæti eða hamingja og óham- ingja. Guð tók tillit til þess, þegar hann ætlaði að vinna Sýrus á sitt vald: “Eg cm drottinn, en cnginn annar; enginn guð er til nema eg — sem ræð hamingju manna o>g óhamingju. En Persarnir líktu þessum tveimur meginreglum við Ijósið og myrkið, og þegar drottinn tal- aði að gera sjálfan sig þeim kunnugan, sagði hann samkvæmt þessu: “Eg em Drottinn, — sem tilbý ljósið og' fram- lciði myrkrið.” þegar Daníel sýndi konunginum hina guðdómlegu fyrirsögn honum viðvíkj- andi, fá hann að Guð talaði til hans persónulega: “Svo segir Drottinn um

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.