Stjarnan - 01.12.1919, Síða 29

Stjarnan - 01.12.1919, Síða 29
STJARNAN. 125 Frelsaður á vígvellinum pað var frá vörnm ]?essa mans, sem á hlnt í. aS sá, er þetta ritar, heyrði sög- una yfir í Norðurálfunni skömmu eftir að maðurinn var kominn heiru úr stríð- inu og liafði meðtekið Krist, sem sinn persónulega frelsara. Sogumaðurinn var miðaldra maður, viðkunnanlegur og mjög greindur, pegar hann var beð- inn að lýsa frelsun sinni og afturhvarfi, sagði hann frá á þessa leið: “Áður en stríðið skall á var eg van- trúarmaður. 1 bænum þar sem eg átti heima hafði eg farið og hlustað á fyrir- lestra er einhver Sjöundi Dags Advent- isti hélt, en eg hafði þá enga löngun til að verða kristinn, svo eg reyndi að gleyma öllu því, sem eg var búinn að heyra. Svo kom stríðið mikla. Eg var kallaður til að gera herþjónustu, og var á vígvellinum í orustunum við Somme í 1915. “Einn dag þegar sú herdeild sem eg tilheyrði gjörði áhlaup, særðist eg af sprengikúlu (shrapnel). Félagar mínir héldu áfram og þar lá eg blæðandi og ósjálfbjarga í dálítilli laut. Ekki rén- aði bardaginn. Eg heyrði til kúlnanna í loftinu yfir mér. Engir rauðakross- menn gátu farið lit á vígvöllinn. “Næsta morgun var eg mjög slappur af blóðtapi, hungri og þorsta. Eg hafði mat í liðsmannatöskunni, en eg var of veikur til að snúa mér í kring og ná í hann. þar lá eg í mínu eigin blóði. hjálparlaus að öllu leyti og bjóst eg við að eg myndi deyja. “En einmitt þegar eg var að hugsa þannig kom hæna frá bóndabýli, sem var þar skamt frá, og’ varp eggi rétt hjá mér. Eg rétti út höndina, tók það, og borðaði. “Næsta morgun kom hænan aftur og varp öðru eggi hjá mér. Eg tók það líka. “Hinn þriðja morgun kom liún einn- ig og hirin fjórða og liinn fimta, og í hvert skifti gaf liún mér egg, sem var einmitt nægileg fæða til að halda lifi í líkama mínum. “Hin fimta dag rénaði orustan og læknislijálp var send út á vígvöllinn til að hjúkra hinum særðu. Eg sá til rauð- akrossmannanna þegar þeir komu og hafði einmitt nógu mikla rænu til að kálla til þeira og láta þá vita að eg var lifandi. “Eg var tekinn á spítala og var furðu fljótur að ná mér aftur. pegar eg sá að líf mitt hafði verið varðveitt, fór eg að hugsa um þessa undraverðu upndan- komu. Eg fann sárt til að Guð hafði verið mér,—aumingja syndara, mjög svo náðugur. Eg fór að þakka hoiium og gaf honum hjarta mitt. pegar eg var sendur heirn fór eg að finna pré- dikarann, hvers fyrirlestra eg var búinn að hlusta á, og byrjaði að kynnast bibl- íunni og nú fagna eg í Drottni og hinni blessuðu von. ” : ■ Meðan hann sagði þessa sögu, tók eg eftir að maðurinn var laus við alla í- myndun og uppgjörð. Hann lét sig skíra til Ivrists og lagði mikið kapp á að kynna sér ritninguna og bjó sig undir að taka þátt í útbreiðslu fagna5 arerindissins og vinna sálir fyrir Krist. W. A. S. ___________ ð Mig langar að halda í hönd þér Hinar al-kunnu sögur um Abraham Lincoln sýna oft hans, hér-um-bil tak- markalausu brjóstgæði, pegar hann var

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.