Stjarnan - 01.04.1920, Page 15
STJARNAN
63
STJARNAN
■r
kemur út mánaðarlega
Dtgefendur: Tlie Western Canadian Union Conference of S. D. A.
Stjarnan kostar $1.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á Islandi.
(Borgist fyrirfram). Talsími Main 4934.
Ritstjóri og Ráðsmaður: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON.
Skrifstofa': 302 Nokomis Building, Winnipeig, Mianitoba, Canada
Tyrkjasoldaninn er á hnaðri ferð o-fan
brekku, meðan hinn rómverski páfi cr
að verða hafinn til mannvirðinga aftur.
þó ótrúlegt sé, þá segja seinustu frétt-
irruar frá Rómaborg að Múhamedstrúar-
menn sýni páfastólnum lotningu. Borg-
arbúar í Konstantinopel hafa safnað fé
til aÖ láta reisia myndastyttu af hinum
núverandi páfa, Benedikt XY. Mynda-
stytta þessi verður gríða stórt marmara
líkneski iaf páfanum, sem stendur með
hendina útrétta til blessunar <-g á und-
irstöðusteininn verður eftirfarandi orð
rituð: “I þakklætis skyni til velgjörð-
ar m,annsins, sem hefir gjört öllum.þjóð-
um gott, án þess að taka tilllit til þjóð-
ernis og trúarbragða.”
Kfst á fjársöfnunarlistanum var nafii
soldánins og svo komu nöfn margna
háttstandandi embættismanna. þessu
fyrirtæki viðvíkjandi t,a,lar páfahaliiar-
blaðið á þes a leið : “Eins og ljómandi
vofa stendur myndastyttia BenediktsXV
meðal leyndardóma hinnar draumandi
Múhamedstrúar. ” þetta er glögt dæmi
upp á hve fljótt páfinn, ,geti komið til
mannvirðinga og náð yfirráðum þar
sem menn hafa fyrirlitið vald hans.
Englendingar og Frakkar hafa tekið
Dardenellasundið og Konstantinopel og
halda öllum helztu byggingum borgar-
innar, öllum pósthúsum og símiastöðum.
Fyrir hundrað árum borðaði hver
maður í þessari álfu átta pund ia.f sykri
yfir árið; en núna borðar hver maður
frá 85 upp í 93 pund á ári hverju. þetta
gjörir oss skiljanlegt hvers vegna tann-
lækniar ,geta haft svo góða atvinnu hér
og' hvers vegna það eru svo margvísleg-
ar magakvillur hjá nútíðar mönnum.
í Bandaríkjunum eru 100,000 blindir
menn. Meðal þeirna eru 5,000 börn á
skólaaldri. í ameríska hernum, sem
barðist á Frakklandi, mistu 125 manns
sjónina á báðum laugum og 2,200 manns
misstu sjónina á öðru auganu. Tveir
hermehn, sem töpuðu sjónmni á báðum
augum, misstu um leið báðar hendur, o,g
einn maður missti í sama svipinn ann-
,an fótinn, báoar hendurnar og sjónina
á báðum augUm. Ilér um bil öll ríkin
hafa nú orði'ð sína sérstaka skóla, þar
sem blind börn og unglingar geta feng-
ið mentun. þiað eru notaðar bækur,
sem hafa upphafið letur; það er hin svo
nefnda “Braille” aðfei'ð.
Sýrland er nú orðið sjálfstætt kon-
ungsríki. Prins Feisal, sonur konungs-
ins í Hedjas, er orðinn konungur Sýr-
lands. Eins og biblían segir fyrir er
hið tyrkneska veldi að þorna upp eins
og vatnsstraumur í sumarþurka.—Opin.
16 :12.