Stjarnan - 01.05.1922, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.05.1922, Blaðsíða 16
Var það ekki Jesús, sem gaf oss boðorðið: Þú skalt ekki mann vega?” Margir textar bæði í gamla og nýja testamentinu sýna, að Kristur var sá, sem talaði tíu boðorðin frá f'jallatindum Sínaís. Plássið leyfir ekki, aS vér skoðum nema einn þeirra: “Því Drottinn vor dómari, Drottinn, vor löggjafi, Drottinn, vor konungur, mun frelsa oss” (Es. '33: 22). — Þessi ritningargrein sýnir oss, að hinn sami Drottinn, sem er löggjafinn, er einnig frelsarinn. Kristur er bæði frelsari (Matt. 1: 21) og konungur (Öpb. 19: 16) Hann er einnig dómarinn (Post. 17: 3'i.ý. Eins víst og Kristur er frels- ari, dómari og konungur, eins víst er það, að hann er löggjafinn. Þess vegna. var það Kristur, sem gaf oss þetta boðorð. Var það ekki Jesús Kristur, sem bauð oss að halda sjöunda dag vik- unnar heilagan? Hví brjóta svo margir Guðs þjónar (prestar) boð- orð Drottins vísvitandi og með köldu blóði? Vér höfum oftar en einu sinni sýnt fram á í Stjörnunni, aö Jesús hefir skapað alla hluti (Jóh. 1 : 1-3)- Og einig að hann innsetti hvíldar- daginn viö sköpun heimsins (1. Mós. 2: 1-3). Hann er þess vegna höf- undur eða herra hvílc|ardagsins (Mark. 2: 28). Svo að sá, sem í sannleika er fytlgjandi jjesú Krists, mun gjöra eins og herra hans hefir boðið honum (Jóh. 14: 15; 15: 14). En hvers vegna brjóta þá svo margir prestar þetta boöorð? Sum- a-kassínn. ir þeirra hafa enn ekki fengið ljós á þessum mikilvæga sannleika og brjóta það af vanþekkingu. Aðrir brjóta það móti betri vitund. Þeir loka augum sínum fyrir þessu og vilja ekki sjá það, þó að þeir skilji það til fulls. Sumir gjöra það af ótta fyrir aö missa embætti sitt, aSr- ir af ótta fyrir heiminum. Þeir vilja heldur fá lofstír hjá mönnum, en hjá/Guði. Um þess konar leiS- toga kirkjunnar töluSu spámennirn- ir fyrir mörgum öldum á þessa leið: “Kennimenn landsins brjála mínu lögmáli, vanhelga mína helgidóma, gjöra engan mun á því, sem heilagt er og óheilagt, greina ei hreint frá phreinu; þega\r mínir hvíldardagar verða óvirtir, þá loka þeir aftur aug- unum, og eg sjálfur verS vanhelgað- ur mitt á meðal þeirra” (Esek. 22: 26). — En þegar náSartíminn er á enda, hinar sjö síSustu plágur byrja aS falla og GuSs andi hverfur í burtu frá jörðinni, mun fólkið, sem þessir hirSar hafa afvegaleitt, rísa upp og hefna sín á þeim. Uýsir Jeremia spámaður þessu meS svo feldum orðum: “Æpið hirðarar! Kveiniö og velt- ið yður (\ dufti), þér leiðtogar hjarð- arinnar! Því nú er sá tími, að yður mun verða slátrað; og eg tvístra yS- ur, aS þér dettið sundur sem dýrt ker. Hirðararnir geta ei undan fcomisí, dg fyrirjiðar : hjarðarinnar geta ei bjargað sér. Kvein hirðar- anna hljómar, og óp hjarðarinnar leiStoga, því Drottinn eyðir haglendi jieirra. (Jer. 25: 34-36).

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.