Stjarnan - 01.05.1922, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.05.1922, Blaðsíða 11
STJARNAN 75 Rás viðburðanna í Guðs hendi. Eftir William A. Spicer. IV. Vitnisburður til Alexanders mikla. Sem sönnun fyrir því, hvernig spá- dómarnir vitnuðu fyxir konungum og sigurveguriun í fornöld, ti|lfærum vér atburS nokkurn, sem Josephus sagn- ritari s'kýrir frá. • Nýtt tímabil var ah renna upp í sögu heimsins. Alt til þessa tíma hafði Austurálfan haft yfirráSin í heiminum, en nú var Noröurálfan í þann veginn að taka stjórnartaumana. Spádómarn- ir höfðu sagt þetta fyrir hundruSum ára áöur. Á síðasta ári hins babý- olniska ríkis, sá Daníel í sýn tvíhyrnd- an hrút, sem stangaSi móti vestri, og kjarnhafur, sem kom aS vestan og haföi kjarnhafur sá stórt horn milli augnanna. Spámaöurinn sá þenna léttfæra kjarnhafur frá vestri stanga hrútinn, fleygja honum. til jarSar og troða hann undir. Engillinn gaf honum ljósa skýringu á .táknmyndum þessum: “Hrúturinn, sem þú sást, merkir konunga i Medialandi og Persalandi, Hinn lohni kjarnhafur er Grikklands- konungur, og stóra hornið milli augna hans er hinn fyrsti konungur.” Dan. 8: 20,21. Sýn þessa fékk Daníel spámaöur hér um bil 538 fyrir Krist og frásag- an um sýnina var rituö á skinnbækur. 200 árum seinna var Alexander frá Makedoníu, hinn fyrsti konungur yfir öllu Grikkjaveldi, á leiíS aö vestan til aS kollvarpa yfirráöum Persa. Hann haföi þegar unniö sigur í bardaganum við Grannikus og Issus. Mótstööu- afl Persa var hrotiö. Hinn voldugi sigurvegari var á leiö til Jerúsalem og hafði fast ákveöið, að hegna borginni fyrir það, að innbúar ihennar höfðu svo lengi hikað við að bregða trúnaði við Persa og snúast í lið með honum. En Jósefus segir, að, þegar hann nálg- aðist borgina, hafi hliðin verið opnuð og fjöldi fólks með prestana í farar- broddi hafi gengið út til að mæta hon- um. Prestarnir höfðu með sér spá- dómsbók Daníels. Hann lýsir fundi þeirra á þenna hátt: “Það var fögur skrúðganga, ólík allra annara þjóða. Þeir komu til staðar þess„ er á grísku nefnist Safa, “Útsjón”’, því þaðan sást bæði Jerú- salem og musterið; en þótt Föniku- menn og Kaldear, sem voru með Al- exander væntu þess, að fá leyfi til að ræna borgina og pína ‘iprestana, .efitir því, sem þeir höfðu heyrt konungi far- ast orS, þá fór alt á annan veg, því þegar Alexander sá mannfjöldann í fjarlægS í hvítum klæðum, prestana í broddi fylkingar í línklæðum og æðsta prestinn í purpura og skarlati, með prestahúfuna á höfði og gullspöngina með árituöu nafni drottins, þá nálgaðist hann með lotningu, heiðraði nafnið og heilsaði æðsta prestinum. Allir GyS- ingarnir söfnuðust kringum konung og hyltu hann með einum munni; en S!ýrlandskonungur og allur herinn voru svo hissa á framkomu Alexanders, að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.