Stjarnan - 01.06.1922, Side 2

Stjarnan - 01.06.1922, Side 2
82 STJARNAN AÐ GLEÐJA SIG VIÐ VERK SITT Vér lifum á eySslu og óhófs tímum. Þaö eru þúsundir karla og kvenna, sem enga gleði hafa af að vinna með hönd- unum. Hvernig stendur á því að menn, sem eru líkamlega hraustir, skuli ekki elska vinnu ? UppeldiS hefir mikið að segja í þeim efnum. Einhver hin mesta synd, sem foreldrar geta drýgt, er sú, að uppala fcörn án þess að kenna þeim að vinna. Það er skylda foreldranna að láta barnið fást við ýms létt innan og utan húss störf þegar á unga aldri. Það er háheilög skylda þeirra að kenna börnunum að bera lotningu fyrir allri heiðarlegri vinnu og virða manninn í óbrotnu verkamannafötunum meira en hinn óhóflega letingja; því þó að hann sé auðugur að fé, þá er hann í raun og veru ekkert annað en sníkjugestur í mannfélaginu. Einhver kemur með þá spurningu: “Hvernig et eg uppelskað starfslöngun hjá börnum mínum?’> Fyrst og fremst með því að vera sjálfur fyrirmynd. Þar næst að láta börnin fara að hátta snemma á kveld- in, til þess að þau geti vaknað með fyrra mótið á morgnana eftir að hafa fengið nægilegan isvefn. Það kemur mjög sjaldan fyrir, að börn, sem sofa þangað til klukkan er 9 og 10 fyrir há- degi, hafi löngun til að starfa. Og svo má aldrei láta börnin talca upp þann ósið að borða milli máltíða. Börn, sem það gjöra, verða aldrei kappsöm við verk sitt, því stöðuglyndið og þolgæðið vantar. En það sem fremur öllu öðru er nauðsynlegt að framleiða í sálarlífi barnsins, er hlýðni. Börn, sem læra að hlýða foreldrum sínum og gjöra alt, sem þeim er sagt að gjöra, og gjöra það á réttum tíma, munu seinna meir í lífinu gleðja sig við verk sitt. Hinn mikli spekingur kemst þannig að orði: “Þ ví sá eg, að ekkert er mann- inum betra, en að hann gleðji sig við verk sín, það er hans hlutdeild.’’ Hver hefir meiri ánægju í lífinu en sá, sem kann að gleðja sig við verk sitt? Sá, sem við sólarlag getur skoðað dagsverk sitt o gsagt: “í dag hefi eg unnið dyggilega og komið miklu til leiðar,” er hamingjusamari maður en sá, sem er búinn að skemta sér allan daginn. Og það er ekkert, sem getur veitt mann- inum meiri ánægju, en að gjöra öðrum gott, rétta þurfamanninum hjálparhönd og hughreysta þá, sem láta hugfallast í lifsbaráttunni og í stríðinu við heiminn, holdið og Satan. Þeim, sem þetca gjöra, er eftirfarandi fyrirheit gefið: “Nei, þetta er sú fasta, sem mér lík- ar, að þú leysir fjötra rangsleitninnar, látir rakna bönd oksins, gefir frjálsa hina kúguðu, og sundurbrjótir sérhvert ok, deilir brauð þitt með hinum hungr- aða, hýsir bágstadda, ofsótta menn. Ef þú sér mann klæðlausan, og klæðir hann, og firrist hann eigi, af því hann sé maður eins og þú, þá skal hamingja þín upp renna sem morgunroði, og heill þín bráðlega fram spretta; þá mun þitt réttlæti fara fyrir þér, og dýrðin Drottins fylgja á eftir þér; þá muntu ákalla Drottin, og hann mun bænheyra: þú munt kalla, og hann mun svara: “Sjá! hér em eg.” Ef þú held- ur þér frá allskonar undirokun, spotti og syndsamlegum orðum, ef þú réttir hinum hungruðu bitann frá munni þín- um, og seður svo þann, sem bágt á, þá mun ljós upprenna fyrir þér í myrkr- inu, og dimma verða þér sem hádegi dags. Drottinn mun ávalt leiða þig, og seðja þig og styrkja, þó þú sért staddur á vatnslausum stöðum; þú munt verða sern vökvaður aldingarður, og sem upp- sprettulind. þar er aldrei bregst vatn.” —Es. 58:6-11. D. G.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.