Stjarnan - 01.06.1922, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.06.1922, Blaðsíða 5
STJARNAN 85 halda öll Guös boðorö, og einnig hvlld- ardagsboöoröiö. iMorgun nokkurn, er hann opnaöi Biblíu sína, leiddur af Guðs anda, eins og hann sjálfur trúöi, til þess aö frarn- kvæma morgunguðsþjónustu sína, varö athygli hans leitt aö þriðja og fjórða kapítula Hebreabréfsir.s; hann las þá og sneri huga sínum þar næst að 22. kap Opinberunarbókarinnar. Og í þess- um þremur kapítulum sá hann hvíldar- daginn boöaöan sem “hvíld” Guðs.’. Hið innra eyra hans heyrði greim- lega rödd Guðs anda bjóða honum að koma til föðursins, leggja sitt þreytta höfuð að brjósti hans til þess að njóta hvíldar Guðs, “Sabbats”hvíldar. Hann svaraði: “já, Drottinn, glaður geng eg inn til þessarar hvíldar og það strax nú.” iÞá var sem straumur Guðs und- ursamlega kærleika flæddi yfir hann í ibylgjum Shinnar fullkomnu blessunar. Sætur friður fylti sálu hans. Þetta var honum >sú bezta sönnun fyrir því, að 'hvrld sú, er talað er um í Hebr. 4. kap., er hin sanna hvíldardagshvíld. Sumar manneskjur veita sannleikan- um fyrst viðtöku að vegi skilningsins, í gegn um höfuðið, aðrar aftur að vegi tilfinninganna, i gegn um hjartað. Þær sjá hinn milda anda Krists opinberast hjá Guðs sanna lýð, og það opnar hjörtu þeirra fyrir boðun sannleikans. Því næst gera þær sér innbyrðis ljósa grein fyrir því, sem hjarta þeirra hefir þegar veitt viðtöku. Þannig var það í þetta skifti. Eðlilega varð sannfæringin svo sterk fyrir því, að þetta væri lýður Guðs í sannleika, sem hann í svo mörg ár hafði hjartanlega þráð að ná sambandi við, að hann hiklaust ákvað að taka hlut með lýð þessum og verða honum sam- ferða á veginum til Guðs-ríkis. Hann er nú kominn af spítalanum, að mörgu leyti endurbættur á heilsu sin.ni, með sterka trú á Guði, að hann rnuni fullkomna lækning hans alger- lega. Tvo mánuði seinni part sumars var hann upp til fjalla og ákallaði Drottin í sálarangist sinni með mestu kost- gæfni, um lækningu og leiðbeiningu. Hann lítur nú svo á, að ráðlegging prests nokkurs, félagsbróður hans, er sagði við hann, “Farðu nú til Glendale heilsuhælisins, þar er gott og guð- hrætt fólk, getir þú nokkurs staðar fengið hjálp verður jrað þar”, hafi ver- ið rödd Drottins til hans í anda og sannleika. I “Kom þú og sjá.” Hann hefir nú komið og séð, og eins og Natanael trúir hann af öllu sínu hjarta, að Guð hafi gefið lýð sínum mikið ljós, og nokkur hluti þess ljóss er sannleikurinn um hinn sanna hvíldardag Drottins. Vér viljurn biðja fyrir honum, er hann nú heldur áfram að rannsaka sannleikann og leita hans, og búa sig undir nýtt timabil í þjónustu Krists, með ríkari, fullkomnari, sælli og ándælli lífs- reynslu, en hann nokkru sinni áður hefir þekt. R. W. Munson, (V. Sigurðsson þýddi.J

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.