Stjarnan - 01.06.1922, Síða 16
Hvciða meiningu felur n. kapítul-
inn í bók Bsajasar spámanns í sér?
Spámaðurinn Esajas er hinn mikli
fagnaðarboöi gamla 'testamentisins.
Hann kunngjörir fagnaöarerindiS eins
skýrt og höfundar nýja testamentis-
ins. Fagnaðarerindiö er boðskapur
Guðs til mannanna um náð og fyrir-
gefningu syndanna, og um hlutdeild
hinna hólpnu í friðarríki Krists, sem
innan skamms mun stofnsett verða.
TJim dýrð og rikdóm þess ríkis var það
að spámennirnir spáðu, Kristur pré-
dikaði og postularnir rituðu. Frem-
ur öllum öðrum höfundum gamla
testameitisins hefir Esajas í bók sinni
lýst hinu mikla framtíðarrríki Guðs
barna. Hann hefir ekki einungis lýst
landinu, hinni nýju jörðu, sakleysi og
meinleysi allra skepna, heldur og
stj órnarfyri rkomulaginu, li fnaðarhætti
innbúanna og fögnuði þeirra, og hinni
dýrðlegu guðsdýrkun, sem mun fram
fara hvildardag eftir hvíldardag og
tunglkomu eftir tunglkomu um alla
eilífð í þessu syndlausa mannfélagi.
Það er um þetta ríki, sam Esajas rit-
ar í ii. kap. Sbr. einnig 35. kap. og
65: 17-25.
Hvar er landið ús?
Landið Ús, sem nefnt er í Jobs bók
1: 1, er partur af hinni núverandi Ar-
abíu. Þetta er mjög auðskilið, þeg-
ar maður athugar hverjar nágranna-
þjóðir þessa lands voru. I Job 1 : 15,
17 lesum vér, að það voru Sabear og
Kaldear. Svo það hefir verið hið
bygða svæði meðfram jaðri hinnar
arabisku eyðimerkur. Sjá Job 1: 19.
aj Hvers vegna er Jobs bók svo
mjög ólík öllum öðrum bókum ritn-
ingarinnar að hugsun, framsetning og
orðalagi? bj Er ekki sá Satan, sem
þar er nefndur, þjónn fégirndar og
auraelsku?
aj Margir hafa ,haldið því fram
að Job hafi aldrei verið til og að bók
hans, hvað persónur og frásögn snert-
ir, sé eintómur skáldskapur. En bib-
lían gjörir það ekki. Bæði höfundar
í gamla og nýja testamentinu tala um
Job sem virkilega persónu. Sbr. Esek.
14: 14, 2; Jak. 5: 11. Og ef rvimið
leyfði, imundi vera hægt að sanna með
ættartölunum, að hann hafi verið
samtíðarmaður Móse og Jetró. Það
er þess vegna mjög sennilegt að Mós-
es—um þau fjörutíu ár, meðan hann
var í Midíanslandi, sem liggur upp að
Ús—hafi oft heimsótt Job og ef til
vill hjálpað honum að rita þessa undra-
verðu bók, sem lyftir blæjunni og
sýnir oss hvernig myrkravöldin starfa
til þess að afvegaleiða mennina og
draga þá með raunum og þrengingum
í burtu frá skapara sínum. Hér finn-
um vér sannar myndir upp á mann-
lífið, lýsingu af stórnarfyrirkomulagi
alheimsins og af skaparanum, af al-
mætti, alvizku og algæzku hans. 1
þeirri bók finnum vér lýsingu hins
sanna ástands mannsins í dauðanum
og upprisu framliðinna á efsta degi,
þegar Kristur kemur aftur í dýrð
sinni. Þar að auki fjallar bókin um
náttúru og stjörnufræði svo undra-
verða, að stjörnufræðingar nútíimans
hafa alls ekki meiri þekkingu og
skilning á himintunglunum og lögun-
um, sem þau fylgja, en höfundur
þessarar bókar hefir haft. Vegna
þess að Jobsbók er ljóðabók, jafn-
gömul hinni fyrstu Mósebók og fjall-
ar um svo mörg háleit efni, er hún ó-
lík öðrum bókum ritningarinnar.
b) Satan, sem þar er nefndur, er
hin sama vera, sem vér finnum í öðr-
um bókum ritningarinnar. Hann er
sá, sem frá upphafi hefir kent mönn-
unum að elska heiminn og fýsnir hans
fremur en Guð og hans eilífa friðar-
ríki.