Stjarnan - 01.05.1923, Blaðsíða 11
STJARNAN
75
afleiðingum þeim, sem hryllilegt er um
að lesa. Sannarlega sagöist postulan-
um vel, er hann sagði, a'ó mennirnir
mundu verða “bindindislausir” á síð-
ustu dögunum og líka “grimmir”. Mað-
ur les nú um grimdarverk, sem fram-
in eru á meðal hinna mentuðustu,
kristnustu og frjálsustu þjóöa, sem vart
mundu hafa þðtt sæma Tyirkjum né
þeim æstustu hugspiltu hérmönnum.
Þessi ílokkur manna, sem postulinn
segir að munu verða grimmur og bind-
indislaus, mun líka “elska munaðarlíf
meira en Guð.” Munaðarlíf er ávalt
undanfari hnignunar og falls. Þegar
fornborgin mikla, Babýlon féll í 'hend-
ur Persum, var munaðarlíf, svall og
bindindisleysi komið á hátt stig. Það
var tilbeðið þar. Það sem formyrkv-
aði frægðarljóma hins gríska fegurðar-
tímabils var munaðarlíf, bindindisleysi,
svall og lestir. Þetta sama atriði gerði
járnlíkama Rómaríkisins að taugaveikl-
uðum aumingja, sem liðaðist í sundur.
Það voru hinir svallsömu hindindis-
lausu lifnaðarhættir æðri stéttanna á
Frakklandi, sem fyrst kveikti hina voða-
legu stjórnarbyltingu. En nú er það
ekki einungis ein þjóð, eða eitt alheims-
ríki, sem er bindindislaust og svallsjúkt.
Nei, það er allur heimur, sem þekkingu
hefir á hlutunum. Hver gétur afleið-
ingin orðið? Aðeins sú eina, sem hún
ávalt hefir orðið. Þekking útheimtir á-
valt bindindi, þess vegna erum vér á-
mintir um, “að auðsýna í trúnni dygð-
ina, en í dygðinni þékkinguna, en í þekk-
ingunni bindindið”. Það getur aldrei
verið gott fyrir manninn, að hafa þekk-
ingu á hættulegum efnum og áhrifum
þeirra og vita hvernig má notfæra þau
bæði til ills og góðs, ef hann er van-
stiltur og bindindislaus í þekkingu sinni
og fer illa með yfirburðina. Þekking
mannanna er orðin mikil á ýmsum svið-
um, meiri en menn vita til að hún nokk-
ru sinni 'hafi verið. Það er þá meiri
þörf á bindindi, en það nokkru sinni
hefir verið áður. En það sorglega er,
aðeinmitt í allri þessari þekkingu sinni,
er lieimurinn bindindjislaus, 'jfnunaðar-
fíkinn, sokkinn niður í svall, ólifnað,
óstjórn og hverskyns illa háttsemi, og
honum er líka illa við, að sjá að baki
eiturdrykknum banvæna, sem bindind-
is og sannleiksvinir stöðugt leitast við
að taka frá vitum óvitanna, til þess, að
ef mögulegt væri að draga dálítið úr
allri þeirri sorg, eymd, spillingu og
brjálsemi sem nú er í heiminum. Get-
ur nokkur faðir eða móðir, sem eiga að
uppala börn á þessum reynslutíma
heimsins, verið iköld fyrir þessu við-
kvæma velferðaratriði mannkynsins?
Pétur Sigurðsson.
Einsamall.
Það er mannlegt að gjöra það, sem
aðrir gjöra, að fylgja fjöldanum, að
fylgja með straumnum eins og sagt er,
það er guðdómlegt að standa einsamall
á grundvelli sannleikans í hinum ólgu-
fulla fólksfjölda, sem reikar til og frá
og kallar ekki á annað en: “Panem et
Cireensis” fbrauð og leiki'J Það er
hinu mannlega syndumspilta eðli and-
stætt að hlýða Guði. Reynslan sýnir
að það er mannlegt að hafna sannleika
og réttlæti móti betri vitund, að draga
siðferðis fánann niður og lifa eins og
hinir, ef það getur bætt lífskjör hans.
Það er guðdómlegt að fórna sjálfum sér
á sannleikans altari og fullkomna öllu
réttlæti.
“í fyrstu málsvörn minni kom eng-
inn ,mér til aðstoðar, iheldur yfirgáfu
mig allir” ritaði hinn aldraði heiðingja-
postuli, eftir að hann hafði mætt fram
til varnar fyrir yfirboðnum völdum, er
kröfðust af honum reikni.ngskapar fyr-
ir þá von, trú og kenningu, sem öðru-
vísi voru en trúarbrögð Rómaríkisins.
Allir sneru 'bakinu við honum. Það