Stjarnan - 01.03.1924, Page 2

Stjarnan - 01.03.1924, Page 2
I 34 STJARNAN Tí M AS PEGILLINN. Þær þjóðir, sem hafa veriö herrar á hafinu, hafa frá dögum miSaldanna til þessa dags haft töglin og hagldirnar í stjórnmálum. heimsins. Á miSöldunum, þegar páfi'nn var orðinn harðstjóri NorS- urálfunnar, urðu allir þjóShöföingjar, bæSi keisarar og konungar, aS lúta hon- um. Jafnvel Hinrik fjórði, Þýzkalands- keisari, varS aS fara til Canossa, til þess að beygja sig í dufti fyrir honum. En þegar páfakirkjan vi'ldi fara eins meS konung NorSmanna, bauð' hann páfan- um byrginn, þvi í þá daga höfSu NorS- menn sex hundruS herskip á sjónum,. og hver var sú þjóS, sem þá vogaSi sér aS mæta herskipaflota NorSmanna og vera viss um sigur? 1 öllum frönskum kirkj- um og víðar var í hverri viku gjörð bæn á þessa leiö: “Ó, Drottinn, frelsa þú oss frá heiftarreiði NorSmanna.” Páf- inn var svo hrifinn af djörfung þeirra, aö hann skoraði á konung NorSmana aS koma suöur og verða rómverskur keis- ari. En konungurinn var vitrari en það. Hann kaus heldur aö vera frjáls maöur í sínu eigin landi, en að vera þjónn og verkfæri páfans í hinu sundurtætta Rómaríki. Af Norðmönnum lærSu Hollendingar og Englendingar þá list, aö geta siglt um reginhöfin. Prófiéssor Bugge hefir ræki- lega sannað, að bæöi Hollendingar og Englendingar hafa tekiS sitt sjómanna- mál til láns úr norskunni Hollending- ar voru á undan Englendingum í sjó- mensku um langan aldur. En páfinn hafði lært sína lexiu, þegar Norðmanna- konungur bauð honum byrginn. Hann herti með mörgum vélabrögöum á Spán- verjum og Portúgölum að smiða stóra her- og verzlunarflota, til þess að þeir gætu í hans nafni herjað á hinai norrænu og vestrænu þjóöir,_ sem að öllu leyti neituöu að leggja háls sinn undir ok hans. Þar af leiðandi fylgdi hiS mikla frelsi’sstríð Hollendinga og1 Englendinga líka á dögum Elizabethar drotningar. En eftir forsjón GuSs uröu Englending- ar herrar á hafinu, og hve vel hafa þeir ekki farið meS nýlendur sínar í saman- burði viS Spánverja og Portúgalla, sem vora að eins verkfæri kaþólsku kirkj- unnar? Hve marga ágæta menn hafa ekki þau lönd framleitt, sem upphaflega voru bygð af Englendingum, i saman- buröi viS þau, sem kaþólskir bygðu? í Suöur-Ameriku finnum vér menn sem Erancisco Pizarro, er þvoöi hið foma ríki Inkanna i Perú í blóði; Porfirio Di- az, Erancisco Villa og De Ea Huerta, sem hafa baðaS- þúsundir samborgara sinna í blóði. Öðruvísi eru þeir stjórn- málamenn, sem Bandaríkin hafa fram- leitt. TakiS til dæmis George Washing- ton, Benjamín Franklin og Abraham Lincoln. Þessir menn voru uppi á bylt- inga tírnum, þegar hiéilar þjóðir og lands- álfur voru lagðar í vogina; en hjá þess- um mönnum kom krístilegt, ósérplægið og göfugt hugarfar í ljós, sem hefir haft áhrif á allan heiminn. í hjörtum þeirra bjó sönn ættjarðarást, sem leit fyrirlitn- ingaraugum til mútna og metorðagirnd- ar. Þeir lifðu lífi, sem kom bæöi óvin- um eins vel og vinum til aö kannast viS þá sem sönn mikilmenni. Á þessum síðustu tólf mánuðum hafa tvö stór ljós sloknað á hinum stjómar- farslega himni Bandaríkjanna, Warren G. Harding og Woodrow Wilson. Wil- son var forseti meSan stríSið stóö yfir. H(ann fór til NorSurálfunnar í von um að geta sett hugsjónir sínar í fram- kvæmd; en kominn þangað fann hann, aö hatur, hefigi’rni, valdafíkn og stríðs- andi voru ríkjandi öflin í hjörtum þeirra manna, sem kjörnir höfðu verið til að semja heimsfriðinn. Hann gjörSi ferð til Rómaborgar og var þar skoðaður sem dýrðlingur heimsins. Hi’nir kaþólsku It- alir keyptu myndir af honum og brendu reykelsi fyrir neðan þær. Þegar hann kom aftur til Versailles, mælti hann á (Niðurl. á bls. 46J

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.