Stjarnan - 01.03.1924, Blaðsíða 13
STJARNAN
45
tvö lítil birmönsk börn, sem einnig
þurftu að fá föt og fæði; alt þetta — í
þessu töturlega hei&na þorpi—var frú
Judson nógu erfitt vibfangsefm.
Hinn fyrsti af hinum mörgu sorgar-
atburSum, sem urSu hlutskfti Judsons
fjölskyldunnar, kom daginn eftir að þau
höfbu sezt aö' í Aungbinle. Bólan hélt
þá innreið sína og fyrsta bráð hennar
var Mary Haseltine, önnur birmanska
stúíkan, sem þau höföu tekiö til fóst-
urs. Og þó að þessi stúlka væri barn,
haföi hún þó veriö ihin eina hjálp, sem
frú Judson haföi haft til að sitja undir
Maríu litlu. Nú varö hin þreytta móð-
ir að skifta tímanum milli hins veika
barns heima og síns veika eiginmanns í
fangelsinu, sem enn þá þjáöíst af hita-
sótt og hinum misþyrmdu fótum. Frá
því í dögun og þangað til að þaö var
oröiö dimt, var hún á feröinni frá heim-
ilinu til fangelsins og frá fangelsinu til
heimilisins, alla tíð með litla barnið á
örmum sínum. Og þó aö hún sjálf heföi
snert af bólunni, hélt hún þó daglega á-
fram að vitja um, ekki einungis sína
eigin fjölskyldu, heldur alt nágrenniö.
Þvi að hvert einasta barn, bæði stórt og
lítið, sem ekki hafði tekið bóluna áðtir,
var fært til hennar, til þess að hún bólu-
setti' það. Hún hafði gjört tilraunir
með böm fangavarðarins og hepnaðist
henni svo vel, að frægð hennar flaug
um alt þorpið. Hin útlenzka kona hafði
auðsjáanlega í eigu sinni eitthvert töfra-
meðal, til að koma í veg fyrir og lækna
sjúkdóma með.
Sjúklingamir náðu sér smám saman
og fangarnr voru fluttir í betri húsa-
kynni, en fangelsi hinna dauðadæmdu í
Ava hafði verið, þar eð þeir hérna höfðu
aðeins einn hlekk í staðinn fyrir þrjá og
fimm, eins og þeir höfðu haft áður. En
nú var frú Judson búin að eyða öllum
líkamskröftum sínum. Hiún hafði not-
að krafta sína í þarfir annara þangað
til að hún hafði enga eftir og þungur
hitabeltissjúkdómur lagðist á hinn lúna
útslitna líkama hennar. Hún var svo
veik, að hún gat varla dregið sig yfir að
fangelsinu. Og þó gjörði hún, meðan
hún var í þessu ástandi, ferð til Ava á
einum af þessum birmönsku vögnum,
til þess ef mögulegt væri að ná í meðöl
og mat. Þegar hún náði hinu yfirgefna
húsi sínu á fljótsbakkanum yfirbugaði
veikin hana, svo að það leit út eins og
dauðinn myndi verða hin eina útkoma.
Hin eina ósk hennar var þá, að komast
ast aftur til Aungbinle, til þess að geta
dáið í nánd við< fangelsi' eiginmannsins.
Með því að taka smáskamta af ópíum
með vissu millibili, hepnaðist henni að
yfirbuga sjúkdóminn að svo miklu leyti,
að hún gat gjört ferðina. Þó að hún
væri ekki fær um að standa upprétt, fór
hún á bátnum niður eftir fljótinu og á
vagninum eftir hinni forugu braut til
Aungbinle.
í veikindum er heimilið hinn kærasti
staður á jörðinni, en hvaða heimkoma
var ekki þetta! þegar hún náði ákvörð-
unarstað sinum, voru einnig hennar
kraftar farnir. Hinar síðustu leifar
þreksins hurfu og hinn undraverði vilja-
kraftur hennar, sem hingað til hafði
haldið henni uppi, varð nú að vikja fyr-
ir heift veikiinnar. Hinn bengalski mat-
reiðslumaður kom út til þess að hjálpa
húsmóður sinni, en þegar hann sá hana,
fór hann að gráta, svo breytt og horuð
var hún orðin i þessari1 stuttu f jarveru
sinni. Hún skjögraði Ínn í hið yfirfylta
herbergi, þar sem hún varð að liggja ó-
sjálfbjarga i miklum þjáningum um
tveggja mánaða tíma.
Meðan frú Judosn var veik, var hinn
trúfasti bengalski matreiðslumaður að-
stoð hinnar ógæfusömu Judson fjöl-
skyldu. Dag eftir dag útvegaði ihann og
tilreiddi’ matinn, og stundum varð hann
að sækja brenni og vatn langar leiðir.
Oft og tíðúm varð hann að bíða tit
kvelds með að borða máltíðir sínar, til
þess að hann gæti alla tíð verið sjtíkling-
unum til hjálpar. Hann gleymdi stétt
sinni og kaupi í ákefÖ sinni til að þjóna
hínum útlenzku kristniboðum, sem hann