Stjarnan - 01.03.1924, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.03.1924, Blaðsíða 8
40 STJARNAN v, TAKN TIMANNA Dagurinn er í nánd. Vér lifum á hinu undraveröasta tíma- bili í sögu mannkynsins. Þessi öld var fyrirsögð af engli Guðs fyrir hér um bil 2500 árum, þegar hann sagöi viö Daní- el spámann í Babýlon: “Margir munn hlaupa fram og til baka, og þekkingin mun vaxa” (Dan. 12: 4—Ensk. þýöj. Aldreti í sögu mannkynsins voru svo margir aö færa sig staö úr staö, eins og núna. Aldrei hefir þekkingin náö svo viðsvegar um heiminn, eins og á þessum tímum. Gufa og rafmagn gjöra það auðvelt að ferðast. Prentlistin, sem ekl;i var þekt á dögum Daníels, hefir fært jafnvel hinum fátækustu í hendur mikla fjársjóði þekkingar í svo stórum stíl, að hvorki fornaldar né miðalda spekingar hefðu getað ímyndað1 sér annað eins. Tólf miklir biblíuspádómar. Tólf eöa fleiri spádómskeðjur í bib- líunni benda meö óskeikulleika á þenn- an tíma, sem vér lifum á, og sýna fram á, að þes$i tími er hinn undraverðasti síðan uþphaf þessa heims. Og um hina síðustu daga komst frelsarinn sjálfur, sem var hinn mesti allra spámanna, þannig að orði: “Og tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðinni angist meðal þjóðanna i ráðaleysi við dunur hafs og brimgný; og menn munu gefa upp önd- ina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir hei'msbygðina, því að kraftur himnanna munu bifast. Og þá munu menn sjá manns-soninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð” (T,úk. 21: 25-27). í Matt. 24: 29, 30, er sumum þessara viðburða enn frekar lýst: “En þegar eftir þrenging þessara daga, mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt, og stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna munu bifast. Og þá mun tákn manns-sonarins sjást á himn- inum; og þá munu allar kynkvíslir jarð- arinnar kveina, og þær munu sjá manns- soni komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.” Sólin formyrkvuð. Á hinum markverða dimma degi, 19. maí 1780, rættust þessi orð bókstaflega. Meðan vitringar þessa heims brosa að einfeldni þeirra, sem sjá viðvörun í þess- um náttúrufyrirbrigðum við yfirvofandi eyðileggingu, viðurkendu þeir, sem vott- ar voru að þessum viðburðum, þá, sem tákn upp á hinn komandi dóm. Mann- kynssagan lýsir hinu hræðilega myrkri þessa dags með eftirfarandi orðum: “Að þetta myrkur orsakaðist ekki af sólmyrkva, er auðséð af hinum mismun- andi stöðum himinhnattanna á þeim tíma; því að tunglið var meira en hund- ráð og fi'mtíu gráður frá sólinni allan þann dag” f“Our First Centrury”, R. M. tDevens, bls. 95). “Hinn dimmi dagur, 19. maí 1780, — var þannig nefndur, vegna hins undra- verða myrkurs, sem á þeim degi náði yfir alt Nýja England ....... Myrkrið byrjaði klukkan tíu fyrir hádegi og hélt áfram þangað til um miðnætti.” — öNoah Websters Dictiönary, útgáfan frá 1869). Blœja dregin fyrir tunglið og stjörn- urnar. Þegar spámaðurinn Jóel boðaði hinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.