Stjarnan - 01.03.1924, Page 4
36
STJARNAN
“skuluö þér fyllast andanum’’, se'gir Páll
postuli seinna i þessu bréfi (Ef. 5-
Það eru tvö andleg, ósýnileg öfl, sem
stríöa um herradæmiÖ yfir innbum jarÖ-
arinnar, síðan syndin kom inn í heim-
inn. AnnaS þessara adlegu afla verkar
á mannshjartaS, til þess að leiða það til
að sýna hlýðni við. öll boðorð Krists,
Hitt aflið reynir alla tíð að koma mönn-
um til að fótumtroða boðorðin, gjöra
uppreist á móti lögmáli og stjórn Guðs
og fylgja sínum eigin girndum. Þess
vegna geta engir menn verið hlutlausir i
þessu hræðilega stríði um réttlæti Guðs.
lögmál hans og stjórn. Allir verða að
skipa flokk annars hvors höfðingjans,
Krists eða uppreistarforingjans. Og af
þeim anda, sem þeir eru innblásnir, verð-
ur það augljóst, hvorum þeir fylgja að
málum. Ef maður spyrnir á móti þvi.
að breyta eftir öllum boðorðum Krists,
þá er það auðskilið, að hann er innblás-
inn af anda 'hins mikla andstæðings; því
Andi Guðs kemur mönnum til að halda
öll boðorðin:
“Og eg mun leggja yður anda minn
í brjóst og koma því til vegar, að þér
hlýðið boðorðum mínum og varðveitið
setningar mínar og breytið eftir þeim.”
(Esek. 36: 27).
Svo, ef einhvier hefir ekki löngun til
að hlýða boðorðum Guðs, þá er hann
fjandmaður hans og hefir alls ekki anda
Krists; ,‘því að hyggja holdsins er fjand-
skapur gegn Guði, með þvi að hún lýtur
ekki að lögmáli Guðs, enda getur hún
það ekki........ En hafi ekki einhver
anda Krists, þá er sá ekki hans.” (Róm.
8: 7-9).
Það fyrsta, sem vér verðum að vita og
skilja, er hvernig vér getum öðlast Heil-
agan Anda; því menn verða að uppfylla
viss skilyrði fyr en Guð gefur þeim
anda sinn. Fyrst af öllu verðum vér að
trúa á Guð: “f honum hafið og þér,
eftir að vera orðnir trúaðir, verið inn-
siglaðir miéð Heilögum Anda.” (Ef. 1:'
13. 14)-
í öðru lagi verðum vér að hlýða öllu
Guðs orði — öllum tíu boðorðum — fyr
en Guð úthelli’r sinum anda yfir oss.
Þegar postularnir stóðu fyrir ráðinu í
Jerúsalem, sögðu þeir meðal annars við
prestana: “Og vér erum vottar að þess-
um atburðum og Heilagur andi, sem Guð
hefir gefið þeim, er honum hlýða.” —
(Post. 5: 32J.
í þriðja lagi verðum vér að biðja Guð
innilega um þessa gjöf; en nema vér
trúum Guðs orði og sýnum hlýðni öllum
boðorðum hans, mun hann ekki bæti-
heyra oss; því “sá sem snýr eyra sinu frá
til þess aö; heyra ekki logmálíð — jafn-
vel bæn hans er andstygð” (Orðskv. 28;
9). En ef vér sýnum bæði trú og hlýðni,
þá er Guð fús tíl að veita oss bæn-
heyrslu: “Og eg segi yður: Biðjið, og
yður mun gefast; leitið, og þér munuð
fin-na; knýið á, og fyrir yður mun upp-
lokið verða; því hver sá öðlast, sem bið-
ur, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim
mun upplokið verða, sem á knýr. En
hver faðir yðar á meðal mun gefa syni
sínum stein, er hann bæði um brauð ? eða
um fisk, þá gefa honum höggorm í stað-
inn fyrir fisk? eða bæði hann um egg, þá
gefa honum sporðdreka, Ef nú þér,
sem eruð vondir, hafið vit á að gefa
börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu
fremur mun þá fatSirinn á himnum gefa
þeim Heilagan Anda, sem biSja hann.”
(Lúk. 11: 9-13J.
Heilagur Andi starfar í '< hjörtum
mannanna og enginn getur komist und-
an áhrifum hans. Hann er rödd sam-
vizkunar, sem talar til allra manna:
“Hvert get eg farið frá anda þínum
og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt eg
stigi' upp í himininn, þá ertu þar; þótt eg
gjörði undirheima að hvilu minni, sjá,
þú ert þar; þótt eg lyfti mér á vængi
morgunroðans og settist jvið yzta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig og
hægri hönd þín halda mér” ('Sálm. 139:
7-ioJ.
Jónas spámaður hélt, að ef hann gæti
komist til Jaffa, þá mundi hann geta